Prentarinn - 01.03.2001, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.03.2001, Blaðsíða 16
flestir mæti. Þeir félagsmenn sem ekki mæta fela þeim sem mæta ákvörðunarvaldið. STJÓRN Eins og lög félagsins mæla fyr- ir um sér stjómin um rekstur fé- lagsins milli aðalfunda. Eftir síð- asta aðalfund skipti stjórn þannig með sér verkum að varaformaður er Georg Páll Skúlason, ritari Pét- ur Agústsson, gjaldkeri Bragi Guðmundsson og meðstjórnendur þeir Olafur Öm Jónsson, Páll R. Pálsson og Þorkell S. Hilmarsson. Varastjórn skipa þau Vigdís Ósk Sigurjónsdóttir, Steila F. Sigurð- ardóttir, Stefán Ólafsson, Ólafur Emilsson, María H. Kristinsdóttir og Páll Svansson. Formaður er Sæmundur Arnason. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið 23 stjórnarfundi þar sem tekin hafa verið fyrir fjölmörg mál og málaflokkar. Eins og nærri má geta er hér um að ræða mál sem þarfnast mis- mikillar umfjöllunar, allt frá því að vera einföld afgreiðslumál til stærri og viðameiri mála, sem þá gjaman eru tekin fyrir á fleiri en einum fundi sem er æskilegt og nauðsynlegt þegar um mikilvæg og vandmeðfarin mál er að ræða. TRÚNAÐARRÁÐSKOSNING Framboðsfrestur til trúnaðar- ráðs rann út þriðjudaginn 3. októ- ber. Einn listi barst og var því sjálfkjörinn. Trúnaðarráð FBM frá 1. nóv. 2000 til 31. okt. 2002 er skipað eftirtöldum félagsmönn- um. Aðalmenn: Anna Helgadóttir, Halldór Þorkelsson, Hallgrímur Helgason, Helgi Jón Jónsson, Hinrik Stefánsson, Jón K. Ólafs- son, Marinó Önundarson, Odd- ÁRITUN ENDURSKOÐENDA Við höfum endurskoðað ársreikning Félags bókagerðarmanna og sjóði í vörslu þess fyrir árið 2000. Arsreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikninga, efnahagsreikninga og sjóðstreymi ásamt skýringum og sundurliðunum nr. 1 - 28. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé i aðalatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur 1 sér athuganir á gögnum með úrtakskönnunum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram i ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri félagsins og sjóða þess á árinu 2000, efnahag 31. desember 2000 og breytingu á handbæru fé á árinu 2000 i samræmi við lög félagsins og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 20. mars 2001, DFK Endurskoðun Gunnar M. Emrfg^sbn, löggiltur endurskoðandi. ÁRITUN FÉLAGSKJÖRINNA SKOÐUNARMANNA Við undirritaðir, félagskjömir skoðunarmenn Félags bókagerðarmanna, höfum yfirfarið ársreikning félagsins fyrir árið 2000 og leggjum til að hann verði samþykktur. Reykjavík, 20. mars 2001. geir Þór Gunnarsson, Ólafur Em- ilsson, Ólafur H. Theódórsson, Páll Heimir Pálsson, Páll Svans- son, Reynir S. Hreinsson, Sigríð- ur St. Björgvinsdóttir, Sigurður Valgeirsson, Stefán Ólafsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Vigdís Ósk Sigurjónsdóttir. Varamenn: Sigrún Karlsdóttir, Erla Runólfsdóttir, Sigrún Ás- mundsdóttir, Svanur Jóhannesson, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Burkni Aðalsteinsson. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir þrír fundir í trúnaðarráði þar sem fjallað hefur verið um ýmis mál félagsins. STJÓRNARKOSNING Framboðsfrestur til stjómar- kjörs 2001 rann út þann 19. febr- úar. Uppástungur bárust um 3 fé- 16 ■ PRENTARINN lagsmenn til setu í aðalstjórn og 3 til varastjórnar. I framboði til að- alstjórnar voru: Bragi Guðmunds- son, Þorkell S. Hilmarsson og Vigdís Ósk Sigurjónsdóttir. Til varastjómar: Stefán Ólafsson, Anna Helgadóttir og Björk Harð- ardóttir. Þau Ólafur Örn Jónsson og Stella Sigurðardóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs vegna breyttra starfshátta. Þar sem að- eins einn listi var fram borinn er að þessu sinni sjálfkjörið í stjóm FBM. FÉLAGSFUNDIR Félagsfundir um kjarasamn- ingana voru þann 18. maí og 22. maí. Þá var einnig félagsfundur á Akureyri um kjarasamninga 23. maí. Einnig hafa verið vinnu- staðafundir í nokkmm fyrirtækj- um innan prentiðnaðarins. Þá voru haldnir nokkrir smærri fund- ir er flokkast ekki undir hefð- bundna félagsfundi og opið hús var um nýtt nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Kvennaráð FBM hefur haft nokkra fundi um þau mál er hugur hefur stefnt til. KJARAMÁL Kjarasamningur á milli Félags bókagerðarmanna og Samtaka at- vinnulífsins var undirritaður þann 15. maí 2000. Samningurinn gild- ir frá 1. maí 2000 til 28. febrúar 2004. En þetta er lengsti samn- ingstími sem við í FBM höfum samið um. Kjarasamningurinn fór í allsherjar póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna og voru at- kvæði talin þann 31. maí. Niður- staða varð eftirfarandi: Já sögðu

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.