Prentarinn - 01.03.2001, Page 6

Prentarinn - 01.03.2001, Page 6
Mér leist nú ekkert á þab því þetta var miklu neöar en ab vera setjari en Stefán sagbi andskoti gób orb vib mig meban ég var ab hræra meb þetta í hausnum á mér. „Heyrbu Skúli/ sagbi hann, „ef vib færum bábir austur til Kína þá gæti ég ekkert fengib ab gera en þú gætir fengib ab prenta hvern andskotann sem vera skal". en kem þá aftur til Reykjavíkur og ég held að ég hafi verið þrjá vetur í barnaskóla, nánar tiltekið í Laugarnesskóla en alltaf á sumrin fyrir norðan. Þegar búið var að ferma mig þá stakk ég af norður og var þar þangað til um vorið '41. Þá var orðið svo rosalega mikla peninga að hafa hér í Reykjavík að ég dreif mig suður en þá tókst ekki betur til en svo að ég er ekki búinn að vinna nema í þrjár vikur þá veikist ég í nýrunum og þurfti að liggja inná Landspítalanum allt sumarið. Eg var svo heppinn að ég þekkti Leif Asgeirsson, skólastjóra á Lauga- skóla í Þingeyjarsýslu, og frétti af honum en hann var þá staddur hjá bróður sínum Magnúsi Asgeirs- syni Ijóðaþýðanda en hann bjó rétt hjá foreldrum mínum á Hverfisgötunni. Nú ég rauk á Leif og tókst að þröngva mér inní Laugaskóla og var þar næstu tvo vetur og það er einhver besti tími ævi minnar, þessir tveir vetur á þessum heimavistarskóla norður á Laugum. Þegar þessari skólavist lauk þá réð ég mig í að moka Rauðhólunum í akkorði uppá bíla en þeir voru keyrðir í flugvöllinn í Vatnsmýrinni, og það var svona eitt og annað sem ég hafði fyrir stafni á þessum árum. 1944 er ég nýbúinn að taka bílpróf og þá er mikill skortur á bílstjórum og mér er þá hent uppí vörubíl og keyri í akkorði sumrin '44 til '46.“ - Og þá ferðu í Samvinnuskól- ann? „Já og þá peninga, sem ég vann mér inn þarna, nota ég til þess að fara í Samvinnuskólann en ég er þar veturinn'45 til '46 og lauk þaðan prófi '47 en ég hafði nú ekki meiri áhuga á skrifstofu- eða kaupfélagsstjórastörfum heldur en það að ég stakk mér til sjós, fór á síld og hafði náttúrulega ekkert uppúr því, mig minnir að ég haft fengið 12 eða 1300 krónur, sem ég fékk borgaðar árið eftir.“ - Og hvað tók við eftir það? „Síðar lendi ég í helvíti góðu djobbi sem var mikið uppúr að hafa en það voru hreingerningar. Við vorum nokkrir sem vorum með þetta fyrirtæki og höfðum heil ósköp að gera og góð laun, höfðum svona þrefalt prentara- kaup á viku en svo var ég orðinn svo leiður á þessu að ég skrapp enn til sjós en ekki lfkaði mér vistin betur en það að ég kom til Reykjavíkur aftur norðan frá Siglufirði. Þetta var 1949, um miðjan desember, og ég var auð- vitað staurblankur eins og alltaf þegar maður var til sjós og þá var mágur minn, Styrkár Sveinbjarn- arson, nýkominn í læri á Þjóðvilj- anum og ég vildi endilega komast í bókband því ég hafði alltaf haft 6 ■ PRENTARINN mikinn áhuga á bókum en það var ekki nokkur vegur að komast að. Þá hitti ég Stefán Ögmundsson og hann vildi taka mig sem lærling í prentun. Mér leist nú ekkert á það því þetta var miklu neðar en að vera setjari en Stefán sagði and- skoti góð orð við mig meðan ég var að hræra nteð þetta í hausnum á mér. „Heyrðu Skúli,“ sagði hann, „ef við færum báðir austur til Kína þá gæti ég ekkert fengið að gera en þú gætir fengið að prenta hvem andskotann sem vera skal“ og þar með réð ég mig í prentnám hjá honum og byrja þar á þrettándanum 1950. Ég man eft- ir því að vorið 1954 þótti mér nú að ég hefði asskoti lítið lært því ég hafði mestmegnis verið í að prenta Þjóðviljann á nóttunni. Þeir voru dálítið óstöðugir pressu- mennimir sem voru þarna á Þjóð- viljanum og það var ekki beinlín- is hægt að reiða sig á þá svo það lenti mikið á mér að prenta blað- ið. Ég þekkti Hafstein Guð- mundsson í Þjóðsögu vel en hann var á þessum tíma, fyrir utan að kenna okkur teikningu í Iðnskól- anum, prentsmiðjustjóri í prent- smiðjunni Hólar og þar var strák- ur sem var lærlingur hjá honum og við ftnnum það út að það væri alveg upplagt að fara til Kaup- mannahafnar í skóla. Þetta var framhaldsnám í prenti og Haf- steinn sótti um þennan skóla fyrir okkur og við fengum inni. Þá sagði ég við Stefán að nú væri ég að fara til Danmerkur til að læra að prenta. Við skellum okkur út þarna um mánaðamótin apríl-maí og kúrsinn var í þrjá mánuði og síðan fór ég að kynna mér róta- sjónprentvélar en þær voru ekki til hér á landi.“ - Og svo kemurðu heim, hvað tók þá við? „Ég kem heim og fer á Þjóð- viljann aftur en hætti þar aftur '57. Ég er svo í lausadjobbum hingað og þangað, vann við þýð- ingar og prentaði fyrir Stimpla- gerðina en '58 dembdi ég mér í Kassagerðina en hún var þá héma við Skúlagötu. A meðan ég var í Kassagerðinni þá keypti ég af Hilmari Gunnlaugssyni smá- prentsmiðjuholu sem hann átti inni við Suðurlandsbraut, og fór að gefa út í smáheftum hinar og þessar sögur og græddi bara hel- víti vel á því og vorið '59 flutti ég allt draslið til Keflavíkur og setti þar upp prentsmiðju, prent- smiðju Suðurnesja, og hana rak ég þangað til haustið '62 en þá seldi ég hana frægum manni, Jósafat nokkrum Arngn'mssyni sem frægur er í sögunni og mun núna búa úti á Irlandi. Ég var nú svo heppinn að áður en allt fór nú um koll hjá Jósafat þá var hann búinn að borga mér þetta lítilræði sem ég fékk fyrir smiðjuna. Eftir þetta fer ég aftur í Kassagerðina og var þar í hálft annað ár þangað til Jósteinn Haraldsson, sem þá var prentsmiðjustjóri á Þjóðvilj- anum, plataði mig til að koma þangað. Þá voru þeir komnir með rótasjónvél og búnir að setja hana upp. Við uppsetningarmaðurinn, Theodór Guðmundsson, kunnum ekkert á vélina nema að ýta á takka til að setja hana í gang og svo á annan til að stoppa hana, svo við urðum að finna út úr þessu öllu saman en það tókst nú hjá okkur körlunum. Það var margt sem gerðist á þessum árum. Við prentuðum t.d. Mánudags- blaðið og Agnari vini mínum Bogasyni fannst helvíti mikið að fylla átta síður. Ég man eftir því

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.