Prentarinn - 01.03.2001, Qupperneq 13

Prentarinn - 01.03.2001, Qupperneq 13
um ekkert athugavert við þessi kaup og þessa sameiningu, burt- séð frá því hvort ég er starfsmað- ur Odda eða ekki. Þórleifur: Að mínum dómi voru þessi kaup ekkert annað en risastórt slys og mér finnst ekki laust við að það leggi af þeim pólitískan fnyk. Hin hliðin á mál- inu er svo hvort einhver hefði nokkum tímann haft áhuga á að kaupa Gutenberg hefði áfrýjunar- nefndin hafnað kaupunum. Mér finnst bara alvarlegt að ein og sama prentsmiðjan hafi 50% alls prentverks á markaðnum. Það sæi ég ekki ganga upp í nágranna- löndunum, hvað þá vestur í Bandarikjunum. Þegar við skoð- um hlutina í þessu samhengi verður samanburðurinn enn óheil- brigðari. Hvað kemur í ljós þegar ég geri tilboð? Jú, ég sé íjóra að- ila sem tilheyra sömu samsteyp- unni: Odda, Grafík, Offsetþjón- ustuna, Gutenberg og svo mig og örfáa aðra gera tilboðin! Það er fáránleg staða! A ég svo að fara einn að berjast á móti risasam- steypu? Kristín: Ég er búin að vinna í Odda í þrettán ár og líkar stórvel. Ég er hins vegar mjög óhress með þessi kaup og þessa sameiningu þar sem mér finnst ótækt að eitt og sama fyrirtækið stjómi launa- markaðnum vegna þess að það kemur sér illa fyrir mig. Oli: Stína mín, það em margar aðrar smiðjur til þótt Oddinn eigi þær þrjár stærstu. Gott fagfólk getur alltaf fengið góð laun og góð atvinnutækifæri. Þórleifur: Um 50% allra fé- lagsmanna FBM eru starfsmenn Odda. Það hlýtur að vera orðið nokkuð óþægilegt umhugsunar- efni fyrir félagið með tilliti til hagsmuna félagsmanna. Agústa: Það hlýtur að segja sig sjálft þegar ein prentsmiðja er orðin jafn plássfrek og Oddinn í starfsmannamálum að launakúrf- unni er stjómað þaðan. Oli: Nei, það getur líka verið veikleiki því það er erfiðara fyrir einn mann að veijast heldur en marga. Sé Þorgeir að halda niðri launakúrfunni, eins og þið haldið Þórleifur V. Friðriksson fram, er hann miklu berskjaldaðri ef allir aðrir í fyrirtækinu rísa upp og neita að vinna á þeim launum sem em í boði. Þar liggur miklu meira undir án þess að ég sé að hvetja til uppreisnar. Þórleifur: Að fá prentverk, sem áður var prentað úti, inn í landið aftur þýðir að launastefnan hjá félaginu og á markaðinum er komin á sama láglaunaplanið og hinar þjóðimar buðu áður. Að halda prisunum niðri og fá þannig verkin heim merkir ekkert annað en breytt launastefna. Þetta er tví- eggjað enda er ekkert súkkulaði og bíltúr í þessum efnum. Pétur Marel: Mér fmnst það mega koma fram að taki maður ákvörðun um að hætta í Odda er ekki endilega mesti fókusinn á launin. Það má ekki gleyma þeim kosti að maður er alltaf að vinna við nýjustu og bestu græjurnar og í frábæru umhverfi í Odda. Það finnst mér ekki síður mikilvægt. Agústa: Launin eru alltaf mik- ilvæg og það hvílir mjög mikil launaleynd yfir vötnunum núna. Launin eru þó miklum mun lægri en þau voru þegar ég byrjaði 1985 en þá voru þau glimrandi fín. Kristín: Ég tek undir það að launin hafa lækkað mikið. Maður taldist til hálaunafólks þegar mað- ur byrjaði f faginu ‘85. Þórleifur: Það er ljótt að segja það, en eftir að konur héldu inn- reið sína í stéttina lækkuðu laun- in. En af hveiju? Létum við karl- amir þetta yfír okkur ganga eða hvað? Óli: Það er sama uppi á ten- ingnum í öllum greinum þar sem konum hefur fjölgað. Konur eru ekki eins grimmar að semja um laun og karlar. Þegar þær ráða sig í vinnu byrja þær á að spyrja hvenær þær geti byrjað en karl- amir spyrja hvað þeir fái í laun. Kristín: Mér finnst samt hel- víti hart að maður og kona fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu. Þórleifur: Ef ég er með tvær konur sem vinna sömu vinnu en skila mismiklum afköstum, á ég þá að borga þeirri duglegu jafn mikið og þeirri lötu? Er það sann- gjarnt? Ég held að launahvetjandi og árangurstengt launakerfi sé eitthvað sem koma skal. í byrjun árs á að segja við starfsfólkið: Ef vel gengur fáið þið hagnað. Óli: Eða þá að taka saman tap- ið á síðasta ári sem varð vegna mistaka og segja: Ef við getum minnkað þessa tölu skiptum við mismuninum á milli okkar. Kristín: Ef sambærilegt dæmi væri sett upp með karlmönnum hef ég jafnvel gmn um að dug- lega konan væri á lægri launum en lati karlmaðurinn. Óli: Mín persónulega skoðun er sú að launin í þessu fagi hafi farið hríðlækkandi eftir að Félag bókagerðarmanna var stofnað og allir, bæði fagmenn og aðstoðar- fólk, áttu að sitja við sama borð. Það átti aldrei að leggja niður Grafíska sveinafélagið. Sá sem leggur það á sig að læra verður að bera meira úr býtum og fá aðeins meira en sá ófaglærði. Agústa: Þá er spurning hvers vegna ófaglærðum var hleypt í stéttina? Mér finnst of einfalt að setja alla undir sama hatt. Mér finnst að reynsla og hæfileikar ættu ekki síður að skera úr um það hvaða laun þú færð. ÓIi: Þar liggja mistökin. Þetta sænska módel hentaði okkur eng- an veginn og það var ákveðinn vendipunktur í launaþróuninni á stómm verkfallsfundi í Austur- bæjarbíói þegar aðstoðarfólkið fékk 12% launahækkun, en svein- amir enga og það var samþykkt í mikilli óþökk sveinanna. Á síðustu árum hefur orðið œ vinsœlla að gerast verk- taki í hinu tslenska vinnu- samfélagi og standa sjálfur skil á lífeyrissjóðssöfrtun og skattskilum. Raddir hafa orðið háværari um að fé- lagsaðild sé gamaldags og einskis virði. Óli: Nei, það er vita vonlaust að vera verktaki. Félagsaðild og lífeyrisaðild er nauðsynleg trygg- ing fyrir óvæntum áföllum í líf- inu, eins og atvinnuleysi, sjúk- dómum og dauðsfalli. Þórleifur: Það er engin trygg- ing að vera verktaki í prentbrans- anum. Það á bara að stroka yfir þann möguleika enda held ég að verktakar séu fátíðir í faginu. ÓIi: Félagið er nauðsynlegt, en má hins vegar ekki staðna. Að- gerðarleysi félagsmanna getur hins vegar gengið af því dauðu. Starfsmenn félagsins eru í vinnu hjá okkur og við eigum að láta okkur það varða. Kristín: Félagsstarf er bara því miður ekki í tísku um þessar mundir. Það vantar alla hugsjón í mannskapinn. Þórleifur: Maður fær aldrei betra yfir sig en það sem maður kýs yfir sig sjálfur, þannig er það í allri pólitík og meðan fólk tekur ekki ábyrgð á eigin félagi gerist ósköp fátt. Óli: Þetta hús félagsins er að mínu mati algjör tímaskekkja og baggi á félaginu. Það á að selja húsið hið fyrsta. Þórleifur: Nei, ertu viti þínu fjær! Þetta hús er með alvöru sögu og var byggt fyrir kónga- fólk. Hér gisti Kristján 10. Dana- konungur og húsið á það sam- merkt með prentarastéttinni að hér var fyrsta áfengisverslun eða skrifstofur ÁTVR. Agústa: Húsið er vissulega stolt félagsins, en væri ekki hægt að nýta það betur? Óli: Það kom upp mjög óvin- sæl hugmynd um að hækka fé- lagsgjöld þrátt fyrir hagnað fé- lagsins. Þyrfti að koma til þess ef þessum þunga bagga væri aflétt? Svo finnst mér að félagið eigi að PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.