Verktækni - 01.09.2002, Qupperneq 13
og fyrirtækin því betur í stakk búin að
höndla breytingar, þ.e. stækka eða
minnka. Binding á fjármagni m.a. í fast-
eignum og tækjabúnaði verður minni og
allur kostnaður sýnilegri. Þá geta fyrirtæk-
in jafnframt einbeitt sér betur að sinni
kjarnastarfsemi.
Stefnumótun
Stefnumótunarvinna hjá Eimskip varðandi
uppbyggingu á vöruhótelstarfsemi fór fram
1999-2000 og í framhaldi af því var samið
við hollenska ráðgjafarfyrirtækið
Groenewout sem aðalráðgjafa í verkefni
um uppbyggingu á vöruhóteli í Sunda-
höfn. Groenewout hefur sérhæft sig í al-
hliða ráðgjöf á sviði vöruhúsa og vöru-
stjórnunar og um árabil sinnt slíkum verk-
efnum víða um heim. Samstarfsaðilar
Groenewout í verkefninu hér á landi eru
VSÓ ráðgjöf ogTeiknistofa Garðars Hall-
dórssonar.
Framkvæmdir
Lokað alútboð vegna byggingar á vöruhót-
eli fór fram í nóvember 2001 og skrifað var
undir verksamning við íslenska aðalverk-
taka um byggingarframkvæmdir um miðj-
an mars 2002.
Framkvæmdir við byggingu vöruhótels-
ins eru í fullum gangi þessa dagana og eru
að jafnaði 70-100 manns við störf á svæð-
inu. Frá því skrifað var undir verksamning
þar til húsinu verður skilað fullbúnu eru
rétt tæpir 11 mánuðir. Framkvæmdirnar
hafa gengið mjög vel það sem af er og er
gert ráð fyrir að verkinu verði lokið sam-
kvæmt áætlun í febrúar 2003. Nú er verið
að loka byggingunni og hefja innanhúsfrá-
gang og áformað er að ljúka verkinu í
febrúar 2003. Hillukerfi, lyftarar, upplýs-
inga- og vörustjórnunarkerfi og annar
búnaður er keyptur frá ýmsum aðilum víðs
vegar um heim.
Sérstakt gólf
Nýja vöruhótelið stendur við Vatnagarða
í NV-enda athafnasvæðis Eimskips er
um 17.500 nr að grunnfleti (samsvarar
um þremur knattspyrnuvöllum) auk
5.800 m2 milligólfs. í aðalgólf byggingar-
innar fóru um 3.200 rúmmetrar af
steypu. Afar strangar kröfur eru gerðar
til sléttleika þess hluta gólfsins sem er
undir þrönggangahillukerfi hússins, en
þar er leyfilegt frávik í hæð aðeins um 2
mm. Þessar ströngu kröfur eru nauðsyn-
legar tii að hægt verði að vinna með
lyfturum á fullum afköstum í göngum
hillukerfisins. Islenskir aðalverktakar
réðu til sín erlendan undirverktaka til að
Innviðir vöruhótels.
steypa gólfið þar sem verkreynsla á því
að steypa svona gólf var ekki fyrir hendi
hér á landi. Þessi vinna gekk mjög vel
og var lokið við að steypa gólfið á að-
eins 11 vinnudögum.
Byggingin er stálgrindarhús, framleitt í
Finnlandi, reist á steyptum grunni, klædd
með samlokueiningum á veggjum. Þak
er bogaformað með berandi trapizu-
klæðningu að neðan, einangrað með
steinull og dúkklætt að ofan. Húsið
stendur við bergvegg meðfram Vatna-
görðum og er þar steyptur stoðveggur og
liggja neyðarútgangar úr húsinu um
nokkur stigahús upp áVatnagarða.Tugir
hleðsluopa fyrir bfla og gáma eru á lang-
hlið sem veit að Sundabakka.
Auk aðalráðgjafa Eimskips, Groenewout
ogVSÓ ráðgjöf hafa fjölmargar verkfræði-
stofur komið að verkefninu á vegum Is-
lenskra aðalverktaka. Þar ber helst að
nefnaVST, RTS, Lagnatækni ogVSI auk
erlendra ráðgjafa ÍAV frá Finnlandi,
Hollandi og Bandaríkjunum. Arkitekt
byggingarinnar er Garðar Halldórsson
húsameistari.
Rif á húsum og tengdar framkvæmdir
Það er ljóst að jafn umfangsmiklar fram-
kvæmdir og þessar verða ekki unnar án
töluverðrar röskunar á þeirri starfsemi
sem fyrir er, en nýja húsið rís að miklum
“hluta á grunni eldri vöruhúsa hjá Eim-
skip. Afar mikilvægt var því að skipu-
leggja verkið vel til að starfsemi fyrirtæk-
isins yrði ekki fyrir mikilli röskun vegna
framkvæmdanna. Til að koma þessu
rnikla mannvirki fyrir á hentugum stað
þurfti að rífa Sundaskála 1 og 2 sem eru
um 30 ára gamlar vörugeymslur, alls um
Unnið vió að steypa aðalgóLf byggingarinnar.