Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 11
Verktækni 7.tbl 2003
En er þetta ekki erfiður bransi? Nú er þvi
oft haldiðfram að íslenskur skipasmíðaiðnað-
ur sé í dauðateygjunum.
„Ástandið er vissulega mjög slæmt í dag.
Það er lítið að gera hjá öllum sem tengjast
þjónustugeiranum við sjávarútveg. Það er
engin nýsmíði og lítið um breytingar, það
er ekki einu sinni hægt að kvarta yfir því
að skipin séu að sigla erlendis í breytingar.
Þetta er svona kropp í smærri verkefnum.
Reyndar er það svo að það hefur orðið
gríðarleg hagræðing í sjávarútveginum og
ekkert nema gott um það að segja. Menn
verða að hafa í huga dæmi úr öðrum at-
vinnugreinum. Þegar álverið í Straumsvík
hóf starfsemi fyrir 30 árum þá framleiddu
rúmlega 600 starfmenn 60 þúsund tonn af
áli. í dag eru þeir að framleiða 200 þúsund
tonn á ári með rúmlega 400 starfsmönn-
um. Bent hefur verið á að það hefur fækk-
að um tæplega sex þúsund störf í sjávarút-
vegi, þá bæði til sjós og lands, frá árinu
1995. Miklu færra fólk er því að skapa
sömu verðmæti. Þetta er kannnski nei-
kvætt fyrir þá sem hafa starfað í greininni
og í tengslum við hana en menn verða þá
bara að finna sér eitthvað annað að gera."
Gamall skipafloti
Gunnar segir mikla breytingu hafa orðið
með nýjum skipum sem veiða uppsjávar-
fisk, eins og loðnu, sfld og kolmunna.
„Þessi skip er mjög afkastamikil, sérstak-
lega varðandi vinnsluna um borð. Þeir ná
að vinna allt að 100 tonn á dag á meðan
hefðbundinn frystitogari sem veiðir þorsk
og karfa nær að vinna í mesta lagi 30-50
tonn. Margir af frystitogurunum voru upp-
haflega ferskfisktogarar og eru við 30 ára
aldurinn. Það má segja að þessi skip séu
enn í fullu gildi en það hlýtur að koma að
því að menn fara út í að þróa vinnsluna
frekar og þá þurfa menn ný skip. Hvenær
þessi tímapunktur verður er ekki gott að
segja, það verður að minnsta kosti ekki á
meðan gengið er eins og það er í dag."
Nú vilja sumir meina að það sé pláss fyrir
fleiri háskólamenntaða tæknimenn í sjávar-
útveginum. Ertu sammála þvi?
„Ég hef fylgst með þessu frá því að ég
byrjaði hjá Bæjarútgerðinni árið 1982. Á
þeim tíma var staðan mjög erfið, til dæmis
var tapið hjá því fyrirtæki þriðjungur af
veltunni. Þá voru ekki margir háskóla-
menntaðir tæknimenn í sjávarútvegi. Á
þessu hefur orðið gjörbreyting en það eru
vitaskuld takmörk fyrir því hvað það er
pláss fyrir marga í greininni. Ástandið er
til dæmis ekki öfundsvert í ráðgjafabrans-
anum og það hefur ekki orðið mikil end-
urnýjun í stéttinni á undanförnum árum.
Þetta ástand er ekki bundið við ísland, það
kreppir mjög að skipasmíðaiðnaðinum alls
staðar í heiminum. Það má segja að þetta
sé „world-wide" bras," segir Gunnar og
hlær, „en verkefnin eru mjög skemmtileg."
Helstu breytingar og endurbætur á
Bjarna Sæmundssyni RE 200
Bolur
Skipið var tekið í slipp. Nauðsynlegar
stálviðgerðir fóru fram víða á bol skips-
ins þó mest á stefninu. Bolur skipsins
var sandblásinn og málaður, skipt var
um sjósíur og svokallaðan sprengjulista
sem festir álbrú skipsins við stálbolinn.
Skipið var öxuldregið og skipt um þétti
og fleira í skrúfu og stýri.
Brú
Brú skipsins var endumýjuð, tækin fjar-
lægð og nýjum og gömlum tækjum síðan
komið fyrir aftur í breyttu skipulagi. Settur
var nýr sónar í skipið af gerðinni Simrad
SP70. Hann er af fullkomnustu gerð, er
m.a. með stöðugleikaforrit fyrir leiðrétt-
ingu á hreyfingum skipsins, 90° halla-
möguleika á sendigeisla sem gefur 90° og
180° þversniðsmynd, fjöltíðnivali frá 20-30
kHz, hringleitun (Omni), upptöku og af-
spilun af skjámyndum, minni fyrir valdar
stillingar, íslenskum skjátexta, tveimur 20"
TI7! flatskjám og tveimur stjórnborðum.
Þá fóru fram stálviðgerðir á brúargólfi og
nýjum rúðuþurrkubúnaði var komið fyrir.
Vélarúm
Rafstöðvum skipsins var skipt út en í
stað þeirra settar þrjár nýjar 750 hest-
afla rafstöðvar af gerðinni Deutz. Raf-
magnsbúnaður var nær allur endurnýj-
aður bæði fyrir riðstraum og jafn-
straum. Skipt var um miðstöðvarketil,
settur upp nýr eimari, skipt um dælur,
loftstokkakerfi, olíuhreinsibúnað, lagn-
ir, ljós o.fl.
Vindur
Skipt var um dælustöðvar fyrir aðal-
togvindu, skipt var um gilsavindur,
grandavindur og kapalvindu. Nýjar
vindur voru smíðaðar hjá Vélaverk-
stæði Sigurðar ehf. Nýr þjónustukrani
var settur á skipið.
Vinnsludekk - sláturhús
Fiskmóttaka var endurnýjuð og klædd
með ryðfríu stáli. Settur var upp nýr
búnaður til að meðhöndla fisk við að-
gerð og rannsóknir. Búnaðurinn var
hannaður af Sætækni ehf. og smíðaður
hjá Slippstöðinni ehf.
Rannsóknaaöstaða
Aðalrannsóknastofa skipsins var endur-
nýjuð frá grunni.
Eldhús
Eldhús skipsins var endurnýjað.
Ibúðir
Borðsalur og setustofa voru endurnýjuð.
Búið var til nýtt rými fyrir líkamsrækt og
settur nýr gólfdúkur á ganga.
Stakkageymsla
Búin var til rúmgóð stakkageymsla.
Togdekk
Skipulagi breytt og ýmsar endurbætur
gerðar.