Verktækni - 01.07.2003, Side 19

Verktækni - 01.07.2003, Side 19
„Orö úr viðskiftamáli" Nýverið gaf Björn GunnarssonVerkfræðingafélagi ís- lands kverið „Orð úr viðskiftamáli" sem Orðanefnd fé- lagsins gaf út 1927. Faðir Björns, Gunnar Jóhannsson bóndi í Arnarnesi í Kelduhverfi átti kverið en í það er rit- að: „Til umsagnar frá útgefanda." Kverið er sérprentun úr Lesbók Morgunblaðsins frá 3. október 1926.1 formála þess segir m.a.: „Orðasafn þetta hefur Orðanefnd Verkfræðingafjelagsins tekið sam- an með ráðum og atbeina verslunarmanna í Reykjavík. Hefur ekkert orð verið tekið í safnið án þess að sjerfræð- ingur í þeirri grein hafi goldið því samþykki. Að sumu hafa konur úr L.F.K.R. unnið. Mörg algeng orð hafa verið tekin upp fyrir sjerstök tilmæli verslunarmanna, og mun hver maður sjá, að því fer fjarri, að hjer sjeu tóm nýyrði á ferðum. - Mun ekki saka þótt mint sje á góð orð og göm- ul, meðan þau eru ekki höfð í hvers manns tali. Hitt er miklu lakara, að í þetta safn vantar vafalaust mörg orð, sem höfð eru í auglýsingum og viðskiftalifi, og æskilegt væri að þýða á íslensku. Nefndin hefir tekið til viðfangs þau orð, sem verslunarmenn hafa fram borið, og þótti rjett að draga eigi lengur að láta þetta sýnishorn koma fram. Er hægra að bæta við og bæta um, þegar einhver undirstaða er fengin. Um orðin sjálf er ekki ástæða til að fjölyrða. Þeim verður ekki lífs auðið, nema almenningur vilji taka þau að sjer. En vonandi er, að vandlæting manna beinist ekki einungis að tilraunum til að íslenska erlend orð, heldur líka að hinum erlendu og hálferlendu orðskrípum, sem láta eftir sig svarta bletti á tungunni" Mæsur í morgunmat Kverið er skemmtilegt aflestrar og eru hér nokkur dæmi: blómstursprauta, blómkanna brauðbretti, skerborð brjóstahaldari, brjóstalindi búðingur, bætingur (bætingur er oftasta hafður til ábætis). böff, bauti (boeuf er naut, en bautuður er fomt nautsheiti; bauta er höggva, berja, en allur bauti er barinn). cement, steinlím chutney, indía-súrs cornflakes, mæsur (kvk. flt.; sbr. maís). dragt, gangföt, gönguföt (sbr. spaserdragt), útiföt. eggjaþeytari, eggjaþyrill. flórsykur, sallasykur frotté, ýfingur (ýfa, úfinn) gaffall, matkvísl, forkur grammofon, hljóðfari; sbr. fonograf hjólhestadæk, hjólbarði melóna, tröilepli svainpur, njarðarvöttur tommustokkur, vasakvarði tyggegummi, munngúm 1 bókarlok segir: „Berið kverið í vasanum og spyrjið það ráða. Skrifið á auðu síðurnar erlend orð í íslensku viðskiftamáli, sem þjer viljið fá íslenskuð og sendið þau Morgunblaðinu ásamt tillögum yðar um íslenskar þýðingar á þeim." Tökum enga áhættu! I fyrirtækjarekstri geta öryggismál oft skipt sköpum. Þarfirnar eru mismunandi eftir stærð og starfsemi en hverjar eru þær? SECUR.ITAS sérhæfir sig í heildaröryggismálum stórra sem smárra fyrirtækja og býður fullkominn og fjölbreyttan öryggisbúnað. Innbrot • Firmavörn vaktar húsakynni utan vinnutíma • Farandgæsla veitir reglubundið eftirlit með vinnusvæði Þjófnaður Vörurýrnun • Aðgangsstýrikerfi veita þeim einum aðgang sem leyfi hafa • Öryggismyndavélar vakta vinnu- og geymslusvæði • Staðbundin gæsla öryggisverðir á staðnum • Vöruverndarhlið kemur í veg fyrir þjófnað í verslunum Bruni • Brunaviðvörunarkerfi gerir stjórnstöð viðvart um bruna • Sjálfvirkt slökkvikerfi fer í gang ef eldur blossar upp Hafið strax samband við öryggisráðgjafa hjá SECURITAS í síma 580 7000 og látið meta þörfina í ykkar fyrirtæki með það í huga að koma öryggismálunum í lag. SECURITAS öryggi í stað áhættu! 19

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.