Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 15

Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 15
Verktækni 7.tbl 2003 aðgerðunum Sort (röðun gagna), Filter (síun gagna), Goal-Seek (nálgun), Scenario (notkun sviðsetninga), Consolidate (saman- tekt gagna) og farið í gerð macro (fjölva). Kennari: Oddur Sigurðsson hjá íslandsbanka. Tími: Mán. 6. og 13. okt. kl. 8:30-12:30. Verð: 26.300 kr. Verkefnastjórnun I Undirbúningur og áætlanagerð - grundvallaratriði Ætlað öllum sem vinna að verkefnum, bæði stórum og smáum. Ekki er gerð krafa um sérstakan bakgrunn þátttakenda en æskilegt er að fólk hafi reynslu af því að starfa í verkefnum. Markmiðið er að kenna hvernig skilgreina á verkefni, gera verkefnisáætlun og halda yfirsýn yfir verkefni. Þátttakendum er skipt í vinnuhópa. Hver hópur velur sér verkefni sem tekið verður til úrvinnslu og gerð um það verkefnisáætlun með grunnþáttum í stjórnun. Einkenni og grunnþættir verk- efnis, skilgreining verkefnis og markmiðs- setning, meginrás verkefnis; stjórnskipulag verkefnis, verkefnisvinnan og verkefnis- stjórinn. Fyrirlestrar og hópvinna. Kennari: Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjaf- arverkfræðingur. Tími: Mán. 20. og þri. 21. okt. kl. 8:30-16:00. Verð: 31.900 kr. Verkefnastjórnun II Verkáætlanagerð Markmiðið er að þátttakendur skilji grund- vallaratriði við áætlanagerð og læri að nota Microsoft Project í tímaáætlunum. Undir- stöðuatriði í áætlanagerð: Sundurliðun verkefna, Gantt-rit, CPM-aðferðin, örvarit og kassarit, tölvuforrit. Fyrirlestrar og sýni- dæmi. Helstu skipanir MP sýndar í fyrir- lestrarsal. Þátttakendur fá leiðbeiningar og aðstoð við að nota forritið í tölvuveri. Lesefni: Glærur úr fyrirlestrum kennara og kennslubók í notkun MS Project. Kennari: Dr. Helgi Þór Ingason véla- og iðnaðarverkfræðingur. Tími: Mið. 29. og fös. 31. okt. kl. 8:30-12:30. Verð: 26.900 kr. Gerð gæðahandbókar Ætlað þeim sem vilja bæta verklag, skipu- lag á vinnureglum og uppfærslu á gæða- handbókum. Fjallað er um gagnsemi gæðakerfa og handbóka, aðferðir við hönnun, skipulag og framsetningu, leiðir til að kortleggja vinnubrögð, rita verklagsreglur og virkja starfsfólk. Einnig hvernig best er að inn- leiða gæðakerfi og halda þeim við, votta þau og forsendur þeirra fyrir árangri. Dæmi sýnd um gæðahandbækur í tölvutæku formi. Sýnishandbók er innifalin í verði. Kennari: Haukur Alfreðsson rekstrarverk- fræðingur. Tími: Mið. 8. og fim. 9. okt. kl. 8:30-12:30. Verð: 24.900 kr. Stjórnun fyrir reynda stjórnendur Ætlað stjórnendum sem hafa a.m.k. fimm ára reynslu af stjórnunarstörfum. Reyndir stjórnendur vita að til að ná há- marks árangri í starfi þurfa þeir að gera sér grein fyrir, og standa undir, þeim fjölþættu kröfum sem til þeirra eru gerðar. Á þessu námskeiði er fjallað ítarlega um stjórnand- ann sem einstakling, leiðtoga og hlutverk hans á vinnustað. Kennsla skiptist í nokkra þætti þar sem sérfræðingarnir nálgast stjórnandann út frá mismunandi sjónar- horni, um leið og námskeiðið myndar eina markvissa heild. Kennarar eru meðal eftir- sóttustu stjórnendaþjálfurum landsins. Kennarar: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson MAIR, vinnumarkaðsfræðingur og lektor við HÍ, Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræð- ingur og dr. Svafa Grönfeldt Ph.D í vinnu- markaðsfræði, framkvæmdastjóri IMG Deloitte og lektor við Viðskipta- og hag- fræðideild HÍ. Tími: Fim. 30. okt.-20. nóv. kl. 8:30-12:30 (4x). Verð: 36.900 kr. Að taka á erfiðum starfsmanni í samstarfi við IMG Deloitte. Kenndar eru aðferðir til að greina og finna æskilega hegðun. í kjölfarið er farið yfir hvernig á að bregðast við þegar frammi- staða og hegðun starfsmanns er óásættan- leg; hvernig megi skjalfesta þá frammi- stöðu sem starfsmaður sýnir, bæði góða og slæma og hvernig þarf að bera sig að við að ræða þá frammistöðu við starfsmann- inn. Stjórnendur fá þjálfun í að taka á óæskilegri hegðun og æfingu í því hvernig eigi að bera sig að þegar ræða þarf óásætt- anlega hegðun. Farið er yfir hvernig ræða á vinnutengd vandamál við starfsfólk, hvernig hægt er að efla starfsanda og frammistöðu á vinnustað. Áhersla er lögð á hagnýtar lausnir sem hægt er að grípa til á flestum vinnustöðum. Námskeiðið byggir að mestu á verklegri þjálfun og verkefnum. Kennari: Vilmar Pétursson M.Sc. Evrópu- stjómun og stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá IMG Deloitte. Tími: Þri. 7. og fim. 9. okt. kl. 8:30-12:30. Verð: 23.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning í si'ma 525-4444, bréfasíma 525-4080, tölvupóstur endunnenntun@hi.is, vejsetur: endurmenntun.is \ hfTNATIONAL ^INSTRUMENTS % Gerið tölvuna að mæli- og stjórntæki með DAQ-mælispjaldi frá Nl. Hraði 10OkS/s - 2,4GHz. Upplausn 12-24 bita Fjölhæf mælispjöld sem og hágæða mælitæki fyrir tölvur: Fjölmælar 6,5 stafur, sveiflusjár, sveiflugjafar, síritar, tölvusjón, hátiðnimælingar. Notið Nl mælispjöld til mælinga og stýringa, fyrir reglunarrásir, síritun, mælikerfi og nettengd kerfi. DAQ-spjöld fyrir Windows, Macintosh, Unix, Linux. DAQ-spjöld fyrir PCI, USB, PCM- CIA, Ethernet. Firewire. Reklar fyrir LabVIEW, C/C++, Visual Basic, Visual Studio NET, Windows-CE, QNX. Við höldum námskeið í mælikerfum. Verkfræöistofan Vista sími: 587-8889 J^TNATIONAL |PlNSTRUMENTS ni.com © 2002 National Instruments Corporation. All rights reserved. Product and company names listed are trademarks or trade names of their respective companies.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.