Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 4

Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 4
A? sfjórnarbor4i Sv/ Vísinda- og starfsmenntunarsjóður hjá Ríki Næsti fundur verður haldinn um miðjan desember. Sjóðfélagar eru beðnir um að skila umsóknum fyrir þann tíma. Umsókn- areyðublöð má nálgast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/. Sjóðurinn er mjög sterkur og eru því sjóðfélagar enn og aftur hvattir til að sækja um styrki. Alls voru greiddar kr. 10,6 milljónir til 62 styrkþega á árinu 2002. Hægt er að sækja um styrki sem nema allt að kr. 390.000. Árið 2000 var aftur farið að veita styrki til tölvukaupa. Þeir vom þó háðir því að umsækjendur hefðu ekki fengið slíka styrki áður. Nú hefur einnig verið ákveðið að gefa þeim sem áður hafa hlotið tölvustyrk kost á að sækja um slíkan styrk aftur. Skilyrt er að minnst fjögur ár líði á milli styrkveit- inga til tölvukaupa. Upphæð tölvustyrkja hefur verið hækkuð í kr. 130.000. Styrkir em veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum o.fl. Starfs- menntunarsjóður Reykjavíkurborg og sveitarfélögum Næsti fundur verður haldinn um miðjan desember. Sjóðfélagar eru beðnir að skila umsóknum fyrir þann tíma. Upphæð há- marksstyrkja er kr. 390.000. Réttindi aukast um kr. 130.000 á ári. Sjóðfélagar em hvattir til að sækja um styrki.Vakin er athygli á því að þeir verkfræðingar sem starfa hjá sveitarfélögum sem gefa Launa- nefnd sveitarfélaga umboð til samninga við SV eiga aðild að sjóðnum. Þegar árs- reikningur sjóðsins 2002 er skoðaður kemur í ljós að veittir vom alls tólf styrkir að upphæð 1,8 milljón króna. Eigið fé sjóðsins við lok ársins 2002 var rúmlega sex milljónir. Umsóknareyðublöð má nálg- ast á heimasíðu SV: http://www.sv.is/ . Styrkir em veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum o.fl. Upphæð tölvustyrkja er kr. 130.000. Spurning wiána4arins hjá SV: Ef verkfræðingur segir upp störfum á hann þá rétt á að taka orlof á uppsagnarfrestinum óski hann þess? Svar: Verkfræðingurinn verður að vinna út uppsagnarfrest sé þess krafist. Hann á þess einungis kost að semja um að losna fyrr. Eigi hann inni orlof á að gera það upp í lok ráðningarinnar. Ekki fyrr. Eigi hann inni orlof frá fyrri orlofstímabilum á hann væntanlega rétt á því að taka það út á uppsagnarfresti. Hvenær á því tímabili er samkomulagsatriði. Hann gæti því þurft að sæta því að taka það strax út og mæta svo í vinnu eftir einn mán- uð og vinna út uppsagnarfrestinn. Um það þarf líka að semja. Vinnuveitendur sjá sér oft- ast hag í því að semja um að starfsmaður taki orlof inn í uppsagnarfrest. Ástæðan er sú að starfsmaðurinn er oft „með hugann við" nýja starfið á uppsagnarfresti. Tímabundinn vinnustaður Stéttarfélag verkfræðinga minnir á að í kjarasamningi SV/KTFÍ við FRV er ákvæði um tímabundinn vinnustað. Samkomulag um breytingar á þessu ákvæði var gert í júní síðastliðnum. Hér er þetta samkomulag birt: SAMKOMULAG Við undirritun kjarasamnings milli Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) annars vegar og Stéttarfélags verkfræðinga (SV) og Kjarafé- lags Tæknifræðingafélags íslands (K'i'F'l) hins vegar þann 16. febrúar 2001 var jafnframt undirrituð bókun þar sem samningsaðilar ákváðu að taka til sérstakrar skoðunar ákvæði kafla 3.3. um tímabundinn vinnustað. Samninganefndir aðila hafa orðið ásáttar um að eftirfarandi breyting verði gerð á kafla 3.3 við næstu endurskoðun samningsins, en núverandi samningur rennur út í árslok 2003. Eftirfarandi ákvæði bætist við kjara- samning aðila sem grein 3.3.2.3: Sé tímabundinn vinnustaður utan fastrar byggðar ss. við framkvæmdir á hálendi ís- lands eða hliðstætt, ber vinnuveitanda og starfsmanni að gera skriflegan samning sín á milli um staðaruppbót o.fl. f slíkum samningi skal að lágmarki kveðið á um eftirfarandi: Frá Orlofssjóöi SV Vetrarleiga 2003/2004 I haust og vetur standa félagsmönn- um til boða tveir bústaðir OSV í Hraunborgum í Grímsnesi.Verið er að kanna aðra gistimöguleika og eru félagsmenn hvattir til að koma með ábendingar um áhugaverða staði. Vetrarh'mabilið hófst 30. ágúst. Mikið er bókað fram að áramótum. Bústað- irnir, sem eru mjög vel búnir, eru til leigu frá fimmtudegi til fimmtudags (á sumrin frá föstudegi til föstudags). Ekki er um sérstök umsóknareyðu- blöð að ræða á veturna en áhuga- samir eru beðnir að snúa sér beint til skrifstofu SV, tölvupóstfang: margret@sv.is og sími: 568-9986. Leiguverð: Kr. 10.000/viku fyrir sjóðfélaga í Orlofssjóði SV. Kr. 15.000/viku fyrir félagsmenn SV sem ekki eru félagar í Orlofssjóði SV. UthluhinaiTeglur eru þær að sá sem fyrstur sækir um viku fær hana að því tilskildu að hann greiði leigu- gjaldið tveimur dögum eftir úthlutun. Námskeið í samningatækni Stéttarfélag verkfræðinga býður félags- mönnum stutt og hnitmiðað námskeið í samningatækni. Leiðbeinandi er Þuríður Magnúsdóttir, frá fræðslu- og ráðgjafar- sviði Iðntæknistofnunar. Tilefnið er eink- um stofnanasamningar ríkisstofnana. Næsta námskeið verður haldið um leið og næg þátttaka fæst. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu SV til að skrá sig á námskeiðið. Tölvu- póstfangið er: sv@sv.is og sími: 568-9986. a) Tímalengd verkefnis b) Vinnutilhögun starfsmanns c) Launaauka til starfsmanns (staðamppbót) d) Tiðni ferða til og frá heimili starfsmanns. Núverandi ákvæði greinar 3.3.2.3. verður við endurskoðun kjarasamningsins grein 3.3.2.4. Aðilar að samkomulagi þessu mælast til þess að vinnuveitendur og starfsmenn taki þegar mið af hinu nýja ákvæði ef starfsmað- ur er settur til vinnu utan fastrar byggðar. StéttarfélagVerkfræðinga bendir á dæmi á heimasíðu sinni um launaútreikning vegna vinnu á fjöllum. Dæmin má finna undir val- stikunni kjarasamningar, vinstra megin á síðunni. Slóðin er: http://www.sv.is/

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.