Verktækni - 01.07.2003, Blaðsíða 16
Heimsóknin
NIM 2003
í Finnlandi
Fundur formanna og framkvæmdastjóra
félaga tæknifræðinga og verkfræðinga á
Norðurlöndum, NIM (Nordisk Ingeniör-
möde), var haldinn dagana 28.-30. ágúst
sl. íTavastehus (Hámeenlinna) í Finnlandi
í boði finnsku félaganna. Á þessum sam-
norrænu fundum eru fjölmörg mál á dag-
skrá svo sem fréttir og ýmsar upplýsingar
frá löndunum. Að þessu sinni var sérstak-
lega sagt frá aukinni samkeppnishæfni
Finnlands á sviði rannsókna, vísinda og
tækni. Megin málefni fundarins var
breytt fyrirkomulag á samstarfi félaganna
en hingað til hafa verkfræðingar og tækni-
fræðingar fundað í sitthvoru lagi. Ákveðið
hefur verið að í stað NIM verði til NOR-
DING, samtök norrænna verkfræðinga og
tæknifræðinga sem halda árlega sameigin-
legan aðalfund. Á vegum NORDING verð-
ur sett á fót skrifstofa sem sinnir fyrirfram
ákveðnum verkefnum. Skrifstofan verður
hjá einu aðildarfélaganna 1-2 ár í senn.
Meðal verkefna skrifstofu NORDING er
samræming á stefnu félaganna í Evrópu-
samstarfi og að koma fram fyrir hönd félag-
anna gagnvart Evrópusambandinu og stofn-
unum þess.
Meðfylgjandi mynd var tekin á NIM 2003
en á henni eru formenn norrænu félaganna.
Frá vinstri: Per Ole Front (IDA/Danmörk),
Kjell Jonsson (ING/Svíþjóð), Ulf Bengtsson
(CF/Svíþjóð), Matti Viljanen (IL/Finnland),
Oscar Mowinckel (NITO/Noregur), John
Arne Haugen (NITO/Noregur), Einar H.
Jónsson (TFI/Island) og Steinar Friðgeirs-
son (VFÍ/Ísland).
Engum líkir
Prentun tækniteikninga og öll önnur prentun
Upplýsingar eru að finna á www.samskipti.is og í síma : 5807800 SAMSKM[j!£
prentlausnir
markaðslausnir