Verktækni - 01.09.2004, Qupperneq 11
VERKTÆKNI/11
að gluggahæð lestar og er hvert haf ein ein-
ing. Stokkurinn er eftirspenntur með 20
köplum, sem hver um sig er með 12 strengj-
um. Undir hverjum stöpli brúarinnar em 15
niðurrekstrarstaurar, sem eru 50 m langir og
1,5 m á hvom kant. Steypa er S5 eða 45
N/mml Á þessum stað vom 756 brúarbitar.
sem vega 700 tonn hver, og kosta 250.000 €
hver. Afar skemmtilegt og fróðlegt var að
skoða þessar gífurlegu framkvæmdir.
Parma - skóli og skástagabrú
Klukkan hálf átta að rnorgni lögðu fræðing-
ar af stað til bæjarins Parma, sem er í um
klukkustundar aksturs fjarlægð. Ekið var að
háskólanum og um háskólalóðina og sagt
frá skólanum. Að því loknu vom skoðaðar
framkvæmdir við skástagabrú yfir Parma
ána, sem rennur í Pó. Þegar komið var á
staðinn upphófust miklar bollaleggingar um
nauðsyn þessarar brúar, því enginn fannst
áin því farvegurinn var skraufþurr. I ljós
kom að áin rennur ekki nema á tímabilinu
frá því í október fram í maí! Okkur var tjáð
að heimamenn hefðu viljað fá fallegt og
svipmikið mannvirki. Brúin er í tveimur
höfum, 135 + 35 = 170 m löng, í beygju
með 300 m radíus. Einn tvöfaldur turn er
á brúnni, 72 m hár (79 m eftir hallanum) og
er hann gmndaður á 42 staurum, sem em
42 m langir. Skástögin eru 22 og 11 mót-
vægisstög (4+4+3), en þar af em 3 aðeins til
skrauts vegna beygjunnar á brúnni. Hæð
turnsins helgast af því að lengstu skástögin
mega ekki mynda minna horn við brúar-
gólfið en 30°. Sex ofurhugar vom sendir
upp í turninn til skoðunar og úttektar á
honum og fóm þeir í fylgd leiðsögumanns.
Eftir 311 stór þrep var komið á toppinn.
Góð yfirsýn var yfir brúna og umhverfið.
Því næst var ráðgert að skoða vegagerð
um eitt stærsta skriðusvæði í Evrópu, en
veðrið setti strik í reikninginn.
Feneyjar - framkvæmdir í Feneyjalóni
Fræðingar fóru í heimsókn til framkvæmd-
araðila í Feneyjalóni og siglt var um lónið
og framkvæmdir skoðaðar. Skoðuð var ein
af þremur innsiglingum í lónið, Malamocco
sundið. Gengið var á land á rifinu norðan
sundsins og varnargarðar þess skoðaðir.
Feneyjar eru úti í sjávarlóni, sem er lokað
frá Adríahafi af rifi, sem á em 3 op eða
sund. Til þess að stemma stigu við flóðum,
hefur verið hannað svo kallað MOSE-kerfi.
Það á að koma í veg fyrir að flóð sem fer
yfir kóta +1,10 m komist inn í lónið. Þegar
stórflóð er yfirvofandi, á að loka sundunum
þremur með flóðgáttum, en skipastigar
verða í opunum, til hliðar við þær. Varnar-
aðgerðir hófust árið 2003 og lýkur árið
2011 og taka því 8 ár. Italir fjármagna allar
framkvæmdirnar sjálfir. Adríahafsströndin
verður grjótvarin á 60 km kafla, en þegar er
lokið við 42 km. Mest af grjótinu kemur frá
fyrmm Júgóslavíu, þvert yfir Adríahafið.
Þetta eru gífurlega viðamiklar framkvæmd-
ir, sem mjög áhugavert var að skoða.
Leiðsögumenr í Rýni 2004 voru þau
Haraldur Sigursteinsson,
Hjördís Hauksdóttir Montagni
og Gústaf Adolf Hjaltason.
HITAVEITA
SUÐURNESJA HF
Hitaveita Suðurnesja er fyrsta orkuveitan í
heiminum sem tvinnar saman framleiðslu á
heitu vatni til húshitunar, heitu drykkjarvatni
auk framleiðslu á rafmagni. Þekking byggð á
íslensku hugviti og reynslu hefur gert okkur
kleift að skipa okkur sess sem leiðandi fyrirtæki
í sölu á ódýrri orku til fyrirtækja og heimila.
Hitaveita Suðurnesja hf. / Brekkustíg 36 / 232 Reykjanesbær
Sími: 422-5200 / Fax: 421-4727 / http://www.hs.is