Verktækni - 01.09.2004, Qupperneq 15

Verktækni - 01.09.2004, Qupperneq 15
VERKTÆKNI /15 Af ríkidæmi íslendinga Það mun hafa verið um 1978 að ég var beð- inn að fara með þrjá þekkta kanadíska arki- tekta í skoðunarferð urn Reykjavík. Fómm við um Árbæjarhverfi og víðar þar sem hús vom í smíðum. Er við vomm á heimleið spurði ég þá hvort eitthvað væri, sem hefði vakið at- hygli þeirra umfram annað. Jú, það var ís- lenskt múrverk. Þeir sögðust aldrei hafa séð eins fallegt og vandað múrverk. Var það bæði vönduð og falleg áferð og ekki síður frábær afrétting veggja, sem vakti athygli þeirra. Oneitanlega var þetta skemmtileg umsögn um góða fagmennsku. Er við nálguðumst Hótel Sögu, þar sem þeir héldu til, gerðum við stuttan stans við grunn Þjóðarbókhlöðunnar, sem þá stóð opinn. Þannig hagaði til að grafinn hafði verið rúmlega 3.000 m2 grunnur, 4 til 5 m á dýpt. Girðing var umlrverfis hann að minnsta kosti að Hringbraut og Birkimel. Boðinn hafði verið út áfangi, sem náði yfir steypu á undirstöðum. Verktakinn, sem hafði hreppt verkið, hafði komið fyrir um það bil bílhlassi af mótatimbri niðri í grunninum og vinnuskúr, um 6 m2 að stærð, stóð á bakkanum. Niðri í þessum rúmlega 3.000 m2 grunni var einn smiður að störfum með ungan handlangara sér til aðstoðar.Voru þeir félagar eins og „krækiber í helvíti" þarna niðri. Búið var að rnóta fyrir einu hús- horninu og slá upp mótum úr l"x6" fyrir sökkulveggj- um svo sem eins og 3-4 metra út frá horninu í norður og austur.Var þetta nánast að sjá eins og á smíðavelli barna í sumarskólum. Eg sagði arkitektunum hvaða bygging væri hér í uppsiglingu og nefndi til arki- tektana Manfreð Vilhjálmsson og Þorvald S. Þorvaldsson og staðsetti þá í íslensku þjóðfélagi. Arkitektarnir þrír stóðu góða stund alveg hljóðir uns einn þeirra sagði. „Mikið hljótið þið íslendingar að vera rík þjóð." Eg spurði hann af hverju hann dragi þá ályktun. „Jú" svaraði hann, „aldrei hefð- um við Kanadamenn ráð á því að hafa svona fáa menn við vinnu í svona stórum grunni fyrir svo dýru húsi." (Til gamans skal þess getið að hönnunar- og byggingartími Pjóðarbókhlöðunnar varfrá 1972 til 1996 eða wn 24 ár. Heildargólfflötur byggingarinnar er um 13.000 m:) Gunnar Torfason, byggingarverkfræóingur. Við vinnum með þér. ^eriisg^. o// Smáralind Samskipti ehf Síðumúla 4 sími 580 7800 Hverfisgötu 33 sími 580 7860 Hæðasmára 4 sími 580 7880 www.samskipti.is S4/HSKIPTI »5* prentlausnir fyrir skapandi fólk tiÉliÉÍ J 1 —-| | JH III 1 IJM 1 1 j

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.