Verktækni - 01.09.2004, Qupperneq 14
14 / ÝMISLEGT
Verkfræðingar og
viðurkenningar
Oft er því haldið fram, og að nokkru leyti
með réttu, að verkfræðingar megi gjarnan
halda betur fram því sem þeir fást við og
því sem þeir áorka í störfum sínum.
IEEE hefur ýmsar leiðir til að vekja athygli
á verkfræðingum fyrir árangur í starfi og af-
rekum sem vert er að halda á lofti. Auk ým-
issa viðurkenninga og verðlauna býðst aðild
að félaginu í nokkrum stigum. I framhaldi
af fullgildri félagsaðild er unnt að tilnefna
einstaklinga til þess sem kallast „senior
member" og „fellow". Til þess að verða
„senior" félagi er skilyrði að hafa starfað við
verkfræði í tiltekinn árafjölda og náð árangri
í þeim störfum, samkvæmt nánari leiðbein-
ingum IEEE. Um þessar mundir eru slíkir
félagar IEEE aðeins fjórir á íslandi en ljóst er
að meðal okkar eru mun fleiri sem unnið
hafa til þess bætast í þann hóp.
Til þess að verða útnefndur „fellow" eru
kröfur enn meiri. Um er að ræða æðstu
viðurkenningu IEEE til félaga sinna og
veitir stjórn IEEE þessa viðurkenningu ein-
staklingum sem hafa: „extraordinary record
of accomplishments in any of the IEEE
fields of interest", eins og það er orðað.
„Fellow" tilnefning er ítarleg, sá sem til-
nefndur er þarf að vera orðinn „senior" fé-
lagi og tilnefning þarf að koma frá ein-
hverjum sem þegar er „IEEE fellow". Síðan
þarf í það minnsta fimm meðmælendur til
viðbótar, einnig úr hópi „IEEE fellows", til
þess að hún teljist fullgild. Farið er mjög
vandlega yfir allar tilnefningar og er tak-
markast fjöldi útnefninga á hverju ári, sam-
kvæmt lögum IEEE, við einn af hverjum
þúsund fullgildum félögum.
Jón Atli Benediktsson
útnefndur „IEEE Fellow“ 2004
Á þessu ári var Dr. Jón
Atli Benediktsson, pró-
fessor í rafmagns- og
tölvuverkfræði við HJ,
útnefndur „fellow" hjá
IEEE og hann er fyrsti ís-
lendingurinn sem hlýtur
þessa viðurkenningu.
Jón Atli hlaut viðurkenn-
inguna fyrir framlag sitt til mynzturgrein-
ingar og samtvinnunar fjarkönnunargagna
(„pattern recognition and data fusion in
remote sensing").
Jón Atli lauk doktorsprófi frá Purdue há-
skóla í Indiana, Bandaríkjunum, árið 1990.
Ásamt störfum sínum sem prófessor við
Háskóla Islands hefur hann verið gestapró-
fessor við háskóla og stofnanir í Bretlandi,
Italíu, Danmörku og Bandarrkjunum. Þá
hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðar-
störfum undanfarin ár og m.a. er hann í
nýskipuðu vísinda- og tækniráði.
Jón Atli hefur verið félagi í IEEE síðan
1986, hann beitti sér fyrir stofnun Is-
landsdeildar félagsins árið 2000 og var
fyrsti formaður hennar. Hann er núna
varaformaður íslandsdeildarinnar og jafn-
framt er hann ritstjóri tímaritsins „IEEE
Transactions on Geoscience and Remote
Sensing".
Kallað eftir fleiri tilnefningum
Meðal félaga IEEE á Islandi eru margir sem
hafa unnið til þess að bætast í hóp þeirra
sem teljast „senior" félagar og hugsanlega
eigum við líka kandídata í „fellow" stigið.
Það er full ástæða til að hvetja verkfræð-
inga til að huga að þessum kostum og
koma á framfæri ábendingum eða fyrir-
spurnum. Nánari upplýsingar um „senior"
félagsaðild má finna á vefsíðunni
www.ieee.org/organizations/rab/md/-
smprogram og um „fellows" félagsaðild á
síðunni www.ieee.org/fellows. Einnig má
hafa samband við undirritaðan eða ein-
hvern stjórnarmanna IEEE á íslandi
(www.ieee.is).
Það er vert að halda því á lofti sem verk-
fræðingar starfa við og þeim „afrekum"
sem við vinnum í daglegum störfum.
Fyrsta skrefið er að við komum sjálf auga á
það sem vel er gert í okkar röðum og ger-
um það sýnilegt.
Kristinn Andersen
formaður íslandsdeildar IEEE
Jón Atli
Benediktsson.
íslandsmynd á forsíðunni
Eins og glöggir les-
endur sjá er ný mynd
í „haus" þessa tölu-
blaðsVerktækni. Rafn
Sigurbjörnsson tók
myndina, eins og þá
fyrri sem var af
Perlunni. Hann hefur
sýnt blaðinu þann velvilja að leyfa afnot
af myndunum án endurgjalds. Eru hon-
um hér með færðar bestu þakkir fyrir.
Rafn er rafeindavirkjameistari, Ijósmynd-
ari og grafískur hönnuður. Hann starfar
hjá verkfræðistofunni Rafteikningu hf.
Ljósmyndir í áskrift
Rafn hefur fengist við ljósmyndun og
listmálun frá unga aldri. Hann leggur
áherslu á fallegar landslags- og
stemningsmyndir og hafa myndir hans
birst víða í blöðum, ferðabæklingum, á
netinu og ýmsum samsýningum, nú
síðast í Ráðhúsinu. Rafn á og rekur
Ijósmyndavefinn „íslandsmyndir"
(www.islandsmyndir.is) þar sem er að
finna úrval ljósmynda af landi og þjóð.
Hægt er að gerast áskrifandi af
myndasafninu og fá myndir sendar
reglulega á geisladiskum gegn vægu
gjaldi.Verð byggist ekki á notkun. Eitt
samningsgjald er greitt fyrir aðgengi
og diskana þannig að viðskiptavinum
er frjálst að nota myndirnar að vild án
þess að greiða sérstaklega fyrir. (Ekki
er heimilt að framselja myndir til
þriðja aðila). Þetta er vænlegur kostur
fyrir fyrirtæki sem vilja fá fallegar
myndir til að myndskreyta vef fyrir-
tækisins eða prentað efni. Nánari upp-
lýsingar á www.islandsmyndir.is
Einnig má senda fyrirspurnir til Rafns:
rafn@austurvegur.is