Verktækni - 01.09.2004, Qupperneq 6
Aí sfjór«arbor4f SV
Vísinda- og starfs-
menntunarsjóður hjá Ríki
Haldnir eru stjórnarfundir reglulega að
jafnaði síðasta miðvikudag mánaðanna:
mars, júní, september og síðasti fundur
ársins 2004 verður haldinn 15. desember.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heima-
síðu SV: http://www.sv.is/.
Hægt er að sækja um styrki sem nema
allt að kr. 390.000. Árið 2000 var aftur farið
Netföng vegna kjara-
könnunar SV 2005
Undirbúningur kjarakönnunar SV
árið 2005 er hafinn. Par sem könn-
unin er gerð rafrænt er afar mikil-
vægt að félagið sé með netföng þátt-
takenda. Því eru allir þeir sem vilja
taka þátt í kjarakönnuninni hvattir
til að tilkynna netföng sín til félags-
ins. Tekið skal fram að það er ekki
skilyrði fyrir þátttöku að vera félagi í
SV. Allir verkfræðingar geta tekið
þátt í kjarakönnuninni.
að veita styrki til
tölvukaupa. Skilyrt er að
minnst fjögur ár líði á milli styrkveitinga
til tölvukaupa. Upphæð tölvustyrkja eru
kr.130.000. Styrkir eru veittir til að sækja
námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bók-
um, tölvum o.fl.
Starfsmenntunarsjóöur hjá
Reykjavíkurborg og sveitarfélögum
Haldnir eru stjórnarfundir reglulega að
jafnaði síðasta föstudag mánaðanna:
mars, júní, september og síðasti fundur
ársins 2004 verður haldinn 17. desember.
Upphæð hámarksstyrkja er kr. 390.000.
Réttindi aukast um kr. 130.000 á ári sé
ekki greiddur styrkur. Sjóðfélagar eru
hvattir til að sækja um.
Vakin er athygli á því að þeir verkfræð-
ingar sem starfa hjá sveitarfélögum sem
gefa Launanefnd sveitarfélaga umboð til
samninga við SV eiga aðild að sjóðnum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heima-
síðu SV: http://www.sv.is/.
Styrkir eru veittir til að sækja námskeið
og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum
o.fl. Upphæð tölvustyrkja er kr.130.000.
,
SV kynnt fyrir verkfræðinemum
Námskeið í
samningatækni
Stéttarfélag verkfræðinga býður félags-
mönnum stutt og hnitmiðað námskeið
í samningatækni. Leiðbeinandi er
Þuríður Magnúsdóttir. Næsta nám-
skeið verður haldið þegar næg þátttaka
næst. Áhugasamir eru hvattir til að
hafa samband við skrifstofu SV til að
skrá sig á námskeiðið. Tölvupóstfangið
er: sv@sv.is og sími: 568-9986.
Námskeið fyrir
konur í SV
Eins og áður hefur komið fram ætlar
Stéttarfélag verkfræðinga að bjóða
námskeið í samningatækni sem er
sérsniðið fyrir konur. Námskeiði er
ókeypis fyrir félagsmenn SV og verður
haldið í janúar á næsta ári. Leiðbein-
andi verður Silja Bára Ómarsdóttir,
MA í alþjóðastjórnmálum, sviðsstjóri
hjá Jafnréttisstofu. Fjöldi þátttakenda
er takmarkaður og er námskeiðið nú
að verða fullskipað. Konur eru hvattar
til að skrá sig á námskeiðið. Tilkynna
skal þátttöku á netfangið: sv@sv.is. I
skoðun er að halda annað námskeið.
Stéttarfélag verkfræðinga hefur í haust unnið ötullega að kynningu félagsins meðal verk-
fræðinema. Föstudaginn 22. október síðastliðinn hélt félagið kynningu fyrir lokaársnema í
HÍ. Á kynningunni var starfsemi SV kynnt og Lára V. Júlíusdóttir ræddi við nemana um
starf sitt fyrir félagsmenn SV. Stefán Halldórsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verk-
fræðinga kynnti sjóðinn á líflegan hátt.
Hulda Guðmundsdóttir, formaður SV og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri héldu
kynningu á SV fyrir lokaársnema í DTU laugardaginn 29. október sl. Fundurinn var vel
sóttur og segja má að á báðum þessum kynningum hafi komið fram almennur áhugi
nemanna á að fræðast um vinnumarkaðinn og hvað bíður þeirra þegar námi lýkur.
Tilkynning frá SV
Mjög mismunandi er hvernig stofnanir
raða störfum í launaramma og launa-
flokka.Verkfræðingar sem hyggjast ráða
sig hjá ríki og Reykjavíkurborg eru
hvattir til að leita sér upplýsinga um
röðun hjá viðkomandi stofnun áður en
þeir ráða sig þangað til vinnu.
Kjarasamningar
haustið 2004
Viðræður SV/KTFI við FRV um nýjan
kjarasamning eru á lokastigi þegar
þetta er ritað. Ef samningar takast
verða þeir strax kynntir félagsmönnum
og bomir undir atkvæði. Kjarasamn-
ingsviðræður SV við samninganefnd
ríkisins eru hafnar en ekkert bendir til
að samningar náist í bráð. Þá hefur
samninganefnd SV við Reykjavíkurborg
hist og er að vinna að undirbúningi
kjarasamningsviðræðna á næsta ári.
Stefán Halldórsson framkv.stj. Lífeyrissjóðs verkfræðinga.