Verktækni - 01.09.2004, Qupperneq 16
AC sfjórnarbor<li Ttí
Tæknidagar 2004
Tæknidagar voru haldnir í Smáralind dag-
ana 28. október til 2. nóvember og voru að
þessu sinni helgaðir 100 ára afmæli raf-
væðingar á fslandi. Að sýningunni stóð
Orkuveita Reykjavíkur í samvinnu við
Tæknifræðingafélag fslands, Verkfræðinga-
félag íslands, Arkitektafélag íslands, Félag
húsgagna- og innanhússarkitekta og Ljós-
tæknifélag íslands.
Tæknidagarnir, sem báru yfirskriftina:
Orkan okkar heimili morgundagsins, tókust
einstaklega vel. Talið er að sýningargestir
hafi verið um 60 þúsund. Tveggja daga ráð-
KYNNING: Þensludúkur
Vídd ehf. í Kópavogi flytur inn og selur
Ditra þensludúk frá þýska fyrirtækinu
Schluter-Systems KG. Dúknum er ætlað
að slíta í sundur hreyfingu milli gólf-
plötu og gólfflísa og hefur þegar sannað
ágæti sitt hérlendis. Þensludúkurinn er
ætlaður til notkunar bæði inni og úti, og
hentar sérstaklega vel á svalir og aðra
slika erfiða fleti þar sem hita- og raka-
þensla er mikil. Sprungur í gólfum, allt
að einum millimetra, þarf ekki að gera
við áður en dúkurinn er límdur niður.
Sérstaða
Ditra dúkurinn, sem er um 3,5mm á
þykkt, er með ístimpluðum kónískum
töppum og álímdri gegndræpri grisju að
neðan. Þetta gerir það að verkum að
þegar dúkurinn er límdur niður, verður
límfyilingin heil undir grisjunni, en loft-
og rakaflæði verður undir dúknum.
Dúkurinn er úr plastefni og 100% vatns-
heldur. Til að þétta samskeyti og kverkar
fást Kerdi borðar sem einnig eru frá
Schluter-Systems. Kerdi borðarnir eru
vatnsheldir trefjaborðar sem límdir eru
niður með flísalími. Ditra dúkurinn er á
eins metra breiðum rúllum og fæst bæði
5 og 30 metrar á lengd.
Einfalt
Til að ná hámarksárangri við notkun
dúksins er ráðlegt að líma hann niður
með hraðlími.Við niðurlímingu á slétt-
um gólffleti þarf að nota 4mm límspaða
á gólfið undir dúkinn, leggja hann síðan
í blautt límið og pressa hann niður með
glattara. Þegar límið undir dúknum er
orðið þurrt er hægt að ganga frá vatns-
stefna var haldin fyrstu tvo dagana og sýn-
ing á tæknivæddu heimili framtíðarinnar
var alla dagana íVetrargarði Smáralindar.
Þar var reist 350 fermetra einbýlishús með
öllum nútíma þægindum og tækninýjung-
um sem fyrirfinnast á markaðnum í dag.
Menntunarnefnd
Á síðasta fundi Menntunarnefndar fengu
sex tæknifræðingar inngöngu íTFÍ. Það er
vert að geta þess að fimm þeirra hafa lokið
sveinsprófi. Sem kunnugt er hefurTFÍ vilj-
að standa vörð um mikilvægi
þéttinum með Kerdi borða ef þörf er á
s.s. á svölum. Þegar komið er að sjálfri
flísalögninni er fyllt ofan í tappana í
dúknum jafn óðum og hver flötur er
smurður með lími.
Áhrifin
Samanlögð áhrif dúksins og límsins gefa
mjög mikið þensluþol milli gólfs og flísa
sem þýðir í reynd að hættan á að flísar
annað hvort springi eða spennist af
vegna hreyfinga gólfsins minnkar til
muna. Þar sem tapparnir í dúknum eru
kónískir, binst flísalímið mjög vel inn í
tappana og styrkur og viðloðun verður
mjög góð. Sá raki sem kemst niður að
dúknum í gegnum fúgur og lím sest
neðst í tappana og við frostspennu gefur
plastið í dúknum talsvert eftir þannig að
ekki verða skemmdir á flísunum. Rakinn
gufar síðan upp aftur sömu leið og hann
kom. Þegar um stærri fleti er að ræða er
ráðlegt að setja þenslulista til viðbótar
dúknum eftir þörfum. Þenslu- og frá-
gangslistar cru einnig til í miklu úrvali
frá Schluter-Systems.
Góður árangur
Þeir sem þekkja vel tíl þessara þenslu-
vandamála og kynnst hafa Ditra dukn-
um hafa tekið honum fagnandi.Vídd ehf
í Kópavogi og á Akureyri er leiðandi fyr-
irtæki í sölu flísa og fylgiefna, og hefur
verið í fararbroddi í þekkingu og þjón-
ustu á þessu sviði byggingariðnaðarins.
iðnmenntunar sem
undirbúning að námi
fræði. Er sérstaklega mikilvægt að halda
því sjónarmiði á lofti í ljósi þeirra breytinga
sem eru að verða við samruna Tæknihá-
skóla íslands og Háskólans í Reykjavrk.
Sameining félaga?
Fyrr í haust var skipaður vinnuhópur sem
er ætlað að útfæra nánar hugmyndir um
hugsanlega sameiningu TFÍ, VFÍ og SV.
Hópurinn mun væntanlega skila fyrstu
niðurstöðum fyrir jól.
Heimsókn til Danmerkur
í tengslum við fyrirhugaða sameiningu THÍ
og HR hefur orðið mikil umræða um
menntunarmál tæknifræðinga. Undirritað-
ur og varaformaður TFÍ, Bergþór Þormóðs-
son, munu í lok nóvembermánaðar heim-
sækja tækniháskóla í Danmörku og IDA,
danska verkfræðinga- og tæknifræðingafé-
lagið, til að kynna sér hvernig málum er
háttað þar í landi.
Einar H. Jónsson, formaóur TFÍ.
Akstursstýringar
sendibíla
- Samskip styrkja meistara-
prófsnema í verkfræði
Samskip veittu nýverið Þorsteini Rafni
Johnsen, nema í iðnaðarverkfræði við Verk-
fræðideild Háskóla íslands, styrk til að
vinna meistraraprófsverkefni um bætt fyrir-
komulag akstursstýingar sendibila á höfuð-
borgarsvæðinu. Styrkurinn, sem er 1,5
milljónir króna, er hluti af þriggja ára sam-
starfssamningi Samskipa ogVerkfræðideild-
ar HÍ sem var undirritaður haustið 2003.
Markmið samstarfssamningsins er að gefa
nemendum Verkfræðideildar kost á að kynn-
ast starfsemi og hugmyndafræði Samskipa,
efla tengsl deildarinnar við atvinnulífið og
nýta þekkingu og krafta hennar til framþró-
unar og rannsókna á sviði flutningafræða.
Samingurinn tekur til fimm þátta og er styrk-
ur til meistaranema við Verkfræðideildina
stærsti liður hans. Samkomulag um styrk
vegna lokaverkefnis Þorsteins var undirritað-
ur í byrjun októbermánaðar. Sem fyrr segir
greiða Samskip námsstyrk vegna verkefnisins
og á móti tryggirVerkfræðideild HÍ að verk-
efnið stuli að framþróun á þessu sviði og að
því verði lokið fyrir miðjan maí á næsta ári.
Samskipum, Háskóla Islands og styrkþegan-
um verður heimilt að nýta og þróa áfram
þær lausnir sem verkefnið kann að leiða til.