Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.12.1993, Qupperneq 16
16 Alþýðublað Hafnarfjarðar
Gréta með grafíkvinnnustofu
Margrét Guðmundsdóttir opnaði
vinnustofu á Lambastaðabraut 1 á
Selt jarnarncsi í síðasta mánuði. Par
er hún með fullkomið grafík-
verkstæði. Margrét sýndi útskrift-
arverkefni sín í Kænunni en hún
fékk viðurkenningu frá grafík-
dcildinni þegar hún útskrifaðist
frá Myndlista - og handíðaskól-
anum. Hún fékk cinnig viðurkenn-
ingu fyrir hönnun á bókarkápu.
Margrét er mörgum Hafnfirðingum
að góðu kunn en hún er borin og
barnfæddur gaflari. Hún var ung
þegar hún átti sín fyrstu börn og
gerðist þá húsmóðir. Hún lærði
tækniteiknun og vann lengi á teikni-
stofu en kenndi einnig um skeið við
Iðnskólann í Hafnarfirði. Það varð
hins vegar hlutskipti hennar að
mennta sig ferkar eftir að börnin
voru uppkomin.
Margrét, eða Gréta eins og hún er
oftast kölluð, hélt út til Svíþjóðar
árið 1980 og lagði þar stund á frjálsa
myndlist. Síðan fór hún til Kaup-
mannahafnar og þreytti inntökupróf
við Fredreksberg Tekniske skole.
Það gekk vel og útskrifaðist hún
þaðan sem innanhúsarkitekt eftir
þriggja ára nám. Síðan lagði hún
stund á myndlist við Kunstakadem-
íuna í Kaupmannahöfn.
Eftir að Gréta kom heim nam hún
við Kennaraháskólann til að afla sér
kennararéttinda sem framhaldsskóla-
kennari samhliða því sem hún
teiknaði og kenndi fagteikningu. Þar
útskifaðist hún árið 1988.
Að því loknu skellti Gréta sér í
Myndlista- og handíðaskólann og
nam þar í fjögur ár. Þaðan lauk hún
prófi í vor, útskrifaðist úr grafík-
deild.
Síðan hefur Gréta verið að vinna að
listi sinni en jafnframt tók hún að sér
innrétta safnaðarathvarfið fyrir
Hafnarfjarðarkirkju í gamla Sýslu-
mannshúsinu. I síðasta mánuðu fékk
hús svo vinnustofu á Lambastaða-
braut 1 á Seltjamarnesi en hún mun
halda til Hollands tímabudnið eftir
áramótin til að stunda þar list sína.
Mikilvægt að efla
verslun í Hafnarfirði
„Ég tel nijög mikilvægt aö Hafnfirðingar versli í
Hafnarfirði”, sagði Hrefna Halldórsdóttir þegar
Alþýðublaðið leit við hjá henni í verslun hennar í
traffíkinni fyrir jólin. Hún sagði greinilegt að verslun í
Hafnarfirði væri að eflast en samt væri of mikið um
það að menn leituöu langt yfir skammt, því flesta hluti
væri hægt oröið að fá í Hafnartirði.
Sjálf rekur Hrefna Undirheima, verslun með fatnað, en
leggur sérstaka áherslu á undirfatnað.
Þar er t.d. að finna allan undirfatnað
fyrir ófrískar konur. Þá er selur hún
einnig sængurgjafir ýmis konar, galla,
vagnpoka, rúmteppi og fleira. Hún
bendir á að nú sé hún komin með
undirfatnað frá Vanity-Fair.
A sama stað rekur Hrefna sólbaðs-
tofuna, Trimsól. Þar er hægt að fara í
ljósalampa, en einnig er boðið upp á
Trimform sem er alhliða nudd- og
grenningartæki.
Hrefna segir ntikla samkeppni
ríkjandi á þessu sviði og því leggi hún
áherslu á góða þjónustu. Mikið sé lagt
upp úr góðri loftræstingu og hreinlæti.
Auk þess bjóði hún upp á útvarps- og
hljómflutningsgræjur við hvem bekk.
Hún var bjartsýn á jólaverslunina.
Hrefna við afgreiðslu í búð sinni, Undirheimum
Hafnfiröinqar oq aðrir íbúar
Stór-Hafnarf jarðarsvæðisins!
Við hvetjum ykkur til að koma við í
Alþýðuhúsinu á Þorláksmessu.
Opið allan daginn
Heitt kaffi og kökur
Hafnfirskt - Já takk
Stjórn F.UJ.
Nýársfagnaður í Hafnarfirði 1. janúar
Hátíðarmatseðill:
Fordrykkur - Fjarðartár
Lystauki að hætti Hraunholts
Laxadúett m/villtu salati, furufræi og piparrótarsósu
Kampavínssorbert m/ferskri sítrónumelisu
Pönnusteiktur turnbauti m/kryddjurtasósu,
gljáðum kartöflum og fersku grænmeti
Þriggjalaga ísterta m/aprikósusósu og ferskum ávöxtum
Kaffi og konfekt
Húsið opnað kl. 19:00. borðhald hefst kl. 20:00
Á meðan á borðhaldi stendur verður leikin lifandi tónlist
Skemmtidagskrá kvöldsins býður m.a. upp á:
Kabarett, dansatriði sérstaklega samið fyrir kvöldið
Söngatriði, ein efnilegasta söngkona landsins kemur fram
Eldfjörugur kvartett kemur fram
Gamanerindi og Hafnarfjarðarannáll
Dansað til kl. 03:00
Veislustjóri: Magnús Scheving
Bókanir eru þegar hafnar og verða til 28.12 í Hraunholti
milli kl. 17:00 - 19:00 eða í síma 654740.
Bókanir einnig í versl. Andorru, Strandgötu 32, sími 52615
Verð kr. 5.500,- pr. mann (afsl. fyrir hópa)
Ath. ekkert hátíðarálag verður á bar og borðvíni
Hafnfirðingar skemmtum okkur í heimabyggð
Hraunholt
Dalshrauni 15 - Sími 650644 & 654740
Jólakrossgáta Alþýðublaðs Hafnarfjarðar