Dagfari - 15.04.2003, Síða 4

Dagfari - 15.04.2003, Síða 4
þeirra sem vilja frið og þeirra sem vilja ekki frið þar sem hinir stríðsæstu hafa enn á ný fallið í þá gildru hugans að hræðsla þeirra við umheiminn sé rétt. í Kóreustríðinu voru herdeildir staðsettar á strönd Virginíu-fylkis á austurströnd BNA þar sem dagskipunin var að verjast innrás frá norður- Kóreu. í Víetnamstríðinu stafaði, samkvæmt Morgunblaðinu, íslendingum stórhætta af norður-Víetnam. Síðast voru það BNA og vestræn menning sem voru í stórhættu vegna Afganistan. Nú er það írak. Sú vænissjúka sýn á heiminn sem íslenskir stuðningsmenn þessa stríðs hafa, sýnir okkur hinum hvað þeir eru í raun og veru. Aumkunarverðir, heimóttarlegir sveitamenn með varanlega minnimáttar- kennd gagnvart öllum heiminum. Þeirra endalausu hártoganir á lögum og ályktunum til réttlætingar stríðinu opinbera einnig öfgakendustu birtingar- mynd óttans, lygina. Þrælslund gagnvart herraþjóðinni Sú endalausa fylgispekt íslendinga við BNA opinberar einnig hvort tveggja, hina undirokuðu þjóð sem bundin er á klafa hermangsins sem og hina yfir- gengilegu vanþekkingu á sögu og samfélagi þeirrar þjóðar sem þeir hafa valið sem sinn helsta bandamann. Þetta hefur gert það að verkum að helstu „afrek“ íslenskrar utanríkisstefnu eru blóði drifin og svo heimskuleg að engu tali tekur. Nægir þar að nefna „afrekið“ er íslendingum var att á foraðið af BNA og þeir látnir vera í for- göngu fyrir stofnun Ísralesríkis. „Afrek“ þetta hvílir nú undir svo þykku lagi af storknuðu blóði að aldrei er minnst á. Ekki er heldur ýkja langt síðan að utanríkisráherra var sendur út af örkinni í opinbera heimsókn til Israel þar sem hann faðmaði Ariel Sharon, hvers verk hafa verið fjöldamorð hér áður fyrr og dráp á börnum á vorum dögum. í síðasta mánuði tókst hermönnum hans m.a. að skjóta til bana tveggja ára gamla stúlku. Tveggja ára gamla stúlku! Það hlálega er að öll þessi „afrek“ og allur þessi stuðningur við BNA er og hefur verið óþarfur. íslendingar hafa alla tíð vel getað haldið áfram sem aðilar að vestrænu samstarfi og NATÓ samstarfi alveg eins og fjölmörg önnur ríki hafa gert en án þessarar fylgispektar.

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.