Dagfari - 15.04.2003, Page 5

Dagfari - 15.04.2003, Page 5
Og nú hafa menn aftur „tekið sér stöðu”. Og aftur á upplognum forsendum. Og aftur er með innantómum loforðum stuðningur veittur við stríð. Stríð sem eins og öll hin stríðin hafa engan sigurvegara þegar upp er staðið. Stríð sem eins og öll hin stríðin stafa af heimsku og illsku allra sem fyrir stríðið gerðu ekki skyldu sína og tóku afdráttarlausa stöðu með lífinu. „Lýðræði og uppbygging í lrak“ hljómar vel. Fögur orð forsætisráðherrans eru sorgleg endurómun á þekktustu, hlálegustu og í raun firrtustu ummælum bandarísks foringja úr stríðinu í Vietnam sem sagði er hann hafði lagt enn eitt „óvina- þorpið“ í rúst. „In order to save the village, we had to destroy it’’. Ritskoðun Morgunblaðsins Hörmulegast er þó að horfa á ritskoðunartilburði Morgunblaðsins til réttlætingar þessu stríði þar sem blaðið gefur sig er nú einu sinni út fyrir að styðja pren- og málfrelsi. Enn einu hefur það sýnt sig að prentfreslið tilheyrir þeim sem eiga prentmiðlana og ömurlega vænissjúk og þekkingarsnauð um- fjöllun Moggans um Íraksstríðið hefur, kannski sem betur fer, staðfest enn á ný algert gagnleysi blaðsins sem ábyrgs fréttamiðils. Fimmtudaginn 11. apríl mætti ég í bandaríska sendiráðið hér í Reykjavík, afhenti bandarískt vegabréf mitt og afsalaði mér bandarískum ríkisborgara- rétti. Það viti firrta samfélag sem hefur ofbeldisdýrkun, stríð og aftökur til vegs og virðingar, sem fyrirlýtur og misnotar alþjóðastofnanir, sem brýtur alþjóðalög, og sem í gegnum tíðina ber ábyrgð á tilefnislausum dauða mill- jóna og aftur milljóna manna, það samfélag getur ekki verið mitt, ekki lengur. Og þótt ísland, í þínu nafni lesandi góður, sé á sama báti og BNA í þessu stríði eins og oft áður, munum við þó vonandi, með samstilltu átaki, ná að stöðva þessa utanríkisstefnu andskotans, þó ekki verði fyrr en í kosningun- um þann 10. maí næstkomandi. Við verðum. Þór Saari www.fridur.is

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.