Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 6
SKÝRSLA FORMANNS
Endurkoma Krists er það efni Biblíunnar sem er
Sjöunda dags aðventistum kærara en nokkuð
annað. Endurkomunni er gjarnan líkt við hámark
sögunnar þegar bundinn verður endir á synd og
þær hörmulegu afleiðingar sem hún hefur haft í
för með sér.
En endurkoma Krists beinist fyrst og fremst að
fólki Guðs sem hefur vænst og væntir komu hans.
Þetta er tími fagnaðar og gleði. "Á þeim degi mun
sagt verða: "Sjá þessi er vor Guð, vér vonuðum á
hann, að hann mundi frelsa oss. Þessi er Drottinn,
vér vonuðum á hann. Fögnum og gieðjumst yfir
hjálpræði hans" Jes 25.9. Þá hefur endurkomu
Krists einnig verið líkt við uppskeru.
"Kornskurðurinn er endir veraldar" segir Kristur
er hann útskýrir eina af dæmisögum sínum fyrir
lærisveinunum. í Opinberunarbókinni (14. 15-16.)
segir: "Og annar engill kom út úr musterinu.
Hann kallaði hárri röddu til þess sem á skýinu
sat: "Ber þú út sigð þína og sker upp, því að
komin er stundin til að uppskera, sáðland
jarðarinnar er fullþroskað. Og sá, sem á skýinu
sat, brá sigð sinni á jörðina og upp var skorið á
jörðunni". Hin fullþroska uppskera kemur ekki af
tilviljun. Starf Guðs á himnum, starf Krists og
starf Heilags anda, starf englanna, starf
safnaðarins hér á jörðu miðar allt að því að
ávöxtur fórnar Krists verði sem mestur, miðar allt
að því að "búa Drottni altygjaðan lýð" (Lk 1.17).
"Þannig styrkir hann hjörtu yðar, svo að þér
verðið óaðfinnanlegir og heilagir frammi fyrir
Guði föður vorum, við komu Drottins vors Jesú
ásamt öllum hans heilögu" ( 1Þ 3.13).
Starf Samtakanna er fyrst og fremst þjónusta,
þjónusta við Krist, að boða hinn eilífa fagnaðar-
boðskap, að frelsa sálir inn í Guðs ríki. Þjónusta
við þá sem þannig sameinast söfnuði Guðs,
þjónusta við söfnuðinn. "Og frá honum er sú gjöf
komin, að sumir eru postular, sumir spámenn,
sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. Þeir
eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim
þjónustu i té, líkama Krists til uppbyggingar,
þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og
þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og
náum vaxtartakmarki Krists fyllingar". (Ef 4.11-
13).
Safnaðarstarfið hvílir afar mikið í höndum leik-
manna, og kemur það væntanlega fram í hinum
ýmsu skýrslum sem fyrir fundinum liggja. En
einnig eru kjörnir og ráðnir starfsmenn eins og
hér greinir:
Aðventfréttir 5. 1988
STARFSFÓLK SAFNAÐARINS
Samtökin:
Vígðir prédikarar
Gjaldkeri
Skrifstofustúlka
Barnaskólakennarar
(annar þeirra í hluta- 2
starfi).
samtals: 8
Bókaforlag:
Forstjóri 1
Afgreiðslukona
(í hlutastarfi) 1
samtals: 2
Alls hjá Samtökunum og
Bókaforlaginu
(að starfsgildum 9) 10
Hlíðardalsskóli:
Fastráðnir
(einn í hálfu starfi) 8
Sjálboðaliðar 3
samtals: 11
Að starfsgildum 10,5.
TALA SAFNAÐARFÓLKS:
Á þessu tímabili, 1982-1985, bættust í
systkinahópinn fyrir skírn:
1985 - 5
1986 - 2
1987 - 5
1988 - 1
samtals: 13
4
1
1