Aðventfréttir - 01.05.1988, Blaðsíða 23

Aðventfréttir - 01.05.1988, Blaðsíða 23
SKÝRSLA LEIKMANNADEILDAR Allt safnaðarstarf er að miklum hluta leikmanna- starf. Hvíldardagsskóli fullorðinna og barna, skátastarfið, ungmennastarfið, söng- og tónlistar- starfið, margs konar félagsstarfsemi, aðstoð við opinbert starf, heimsóknarstarf, starf systra- félagsins, haustsöfnunin, fundar- og nefndarstörf, allt þetta og meira til er þrotlaust leikmanna- starf. Ýmislegt af þessu starfi fær umfjöllun í öðrum skýrslum. Hér vil ég því nema staðar sér- staklega við þrennt: Starf Systrafélaganna, haustsöfnunina og tækifærin til að vinna að boðun. Systrafélögin Starf systrafélaganna er sennilega það starf í söfnuðinum sem flestir verða sem minnst varir við og sem hvílir á alltof fárra herðum. Líknar- og hjálparstarf safnaðarins þarf að vera starf allra þótt það megi gjarnan vera og er best komið, undir stjórn systranna. Það sem við köllum starf systrafélaganna var afar ríkur þáttur I starfi frelsarans, og opnaði oft leiðina fyrir hinn andlega boðskap til hjálpræðis. Öflun fjár til þess að geta líknað og hjálpað öðrum er stór þáttur í öllu starfi systra- félaganna. Hinn árlegi basar er sjálfsagt þekkt- asti viðburðurinn á starfsári systrafélaganna. En hve mörg okkar þekkjum til fataúthlutunar og þess gífurlega undirbúnings sem það krefst? Eða flóamarkaðs og þeirrar vinnu sem hann kostar kvöld eftir kvöld? eða jólaúthlutunarinnar? Hér þyrftu sannarlega að koma til fleiri hendur. Þökk sé þeim, sem að þessu starfa, fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf. Haustsöfnunin Haustsöfnunin er árlegur viðburður sem varla fer framhjá nokkrum safnaðarmeðlim. Söfnunin er stórátak hjá ekki stærri hóp og skiptist í tvo hluta. Annars vegar eru söfnunarferðirnar til Akureyrar og umhverfis landið og sérstök ferð um Snæfellsnes og hinsvegar söfnunin í heimasvæðum safnaðanna. Sérstaka athygli vekur hinn mikli munur á söfnun í hinum vel - ræktuðu heima- svæðum og svo aftur þar sem engir safn- aðarmeðlimir búa og söfnunarhópur kemur að, oft á óhentugum tíma dags. Svo virðist sem þátttaka í haustsöfnun hafi almennt aukist á s.l. þremur árum, sérstaklega á meðal unga fólksins, bæði í ferðunum um Iandið og sérstaklega í sumum heimasvæðunum. Móttökurnar hjá almenningi hafa ætíð verið mjög góðar, og ef nokkuð þá hafa þær orðið betri með hverju árinu. Heildarsöfnunin s.l. þrjú ár var sem hér segir: * 1985 - 2.599.064,15 * 1986 - 3.058.759,19 * 1987 - 3.700.000,00 Boðun Á s.l. þremur árum hafa 10 smábækur, svokölluð fimmbóka sett, bæst við þær fimm eftir George Vandeman sem komu út árið 1984. Þessar bækur hafa verið afar vinsælar og fjöldi manns notað þær í sínu persónulega útbreiðslustarfi. Þessar bækur, 15 talsins heita: Nýtt líf Hið óhagganlega Óvæntir atburðir Blekkingarleikurinn Gleymdur dagur Sýkn saka Verða heilbrigðir að deyja? Að tjóðra sólina Hvers vegna stendur öllum á sama? Valkosturinn Undir opnum himni Hvað er handan grafar? Hemill á streituna Endimörk tímans ísrael og kirkjan Þessar bækur, ásamt fleirum, hafa legið frammi á biðstofum og i anddyrum og ekki staðið lengi við. Þörfin fyrir þessar bækur hefur verið ótvíræð. Leikmenn hafa einnig látið að sér kveða í bókaútgáfu, námskeiðahaldi og jafnvel sótt námskeið fyrir leikmannaprédikara. Allt lofar þettá góðu um vaxandi þátt leikmanna í starfinu. Að lokum vil ég geta þess sérstaklega að oft er starfinu rétt mikil hjálparhönd í kyrrþey þar sem vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gjörir. Stundum "kemst upp" um þessi hljóðlátu verk, því ávöxturinn dylst ekki. Guði sé þökk fyrir hin margvíslegu störf leikmanna, stór og smá, erfið sem ljúfari, því án þeirra væri ekkert safnaðar- starf. Erling B. Snorrason. • Adventfréltir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.