Aðventfréttir - 01.05.1988, Page 8

Aðventfréttir - 01.05.1988, Page 8
nefndarinnar hefur verið alþjóðlega bænavikan í janúar ár hvert. Nokkrum sinnum hefur verið útvarpað frá upphafssamkomu bænarvikunnar og einnig hefur verið í nokkur ár undanfarin ár útvarpsguðsþjónusta á vegum nefndarinnar á skírdag. í ár gerðist það að leitað var til okkar um ræðumann í báðum þessum tilvikum. Undir- ritaður prédikaði í Dómkirkjunni 17. janúar og Eric Guðmundsson á skírdag, 31. mars. Að öðru leyti eru mánaðarlegir fundir nefnd- arinnar vettvangur til skoðana skipta, til að eyða fordómum og misskilningi, og koma góðu til leiðar.Nefndin er líka tækifæri fyrir okkar fulltrúa til að hitta framámenn í trúmálaheiminum eins og t.d. þegar framkvæmdarnefnd alkirkju- ráðsins fundaði hér í september 1986. Þá er einnig farið að ræða í nefndinni komu páfa á næsta ári og tel ég brýnt að við sem söfnuður fylgjumst grannt með og höfum skýrt afmarkaða stefnu gagnvart þeirri heimsókn. AFMÆLI 1986 voru merkisafmæli í okkar söfnuði eins og reyndar 1984 þegar Vestmannaeyjasöfnuður minnt- ist þess að 60 ár voru liðin frá stofnun hans. 19. maí 1986 voru liðin 80 ár frá stofnun Aðvent- safnaðarins í Reykjavík. Þá voru einnig liðin 60 ár frá vígslu kirkjunnar ( 24. janúar) og stofnun systrafélagsins "Alfa". ( 19. febrúar). Reykjavíkursöfnuður hélt upp á þessi afmæli af miklum myndarskap. Aðalræðumaður var Júlíus Guðmundsson. BRÆÐRABANDIÐ - INNSÝN - AÐVENT- FRÉTTIR. Það markar tímamót í útgáfumálum safnaðarins að Bræðrabandið og Innsýn voru lögð niður en í stað þeirra áttu að koma tvö ný blöð, annars vegar fréttablaðið "Aðventfréttir" og hinsvegar nýtt og vandað ársfjórðungslegt tímarit sem sameinað hlutverk Bræðrabandsins og Innsýnar að undan- skildu því sem "Aðventfréttir" gegnir. Fjögur tölublöð Aðventfrétta hafa nú litið dagsins ljós og mælst vel fyrir. Hitt blaðið sem reyndar mun heita Innsýn, er enn á undirbúningsstigi. Það blað verður hægt að nota jafnt fyrir safnaðar- meðlimi sem utansafnaðarfólk. Tel ég að þetta hafi verið afar brýnt og rétt skrefa að taka. ÚTVARPSSTARFSEMI Skrefið sem var stigið 16. apríl fyrir réttu ári var Aðventfréttir 5. 1988 e.t.v. ekki svo stórt en þeim mun mikilvægara. Þá hófu Sjöunda dags aðventistar í fyrsta skipti eigin útvarpsstarfsemi. Þröstur B. Steinþórsson hefur haft veg og vanda af þessum þáttum "Logos" sem hefur verið útvarpað á stöðinni Alfa (102,9). Alfa er kristileg útvarpstöð í einkaeign. Þröstur hefur byggt upp þættina á tónlist, hug- vekju og Biblíurannsókn. HLÍÐARDALSSKÓLINN Stöðu Hlíðardalsskóla er nú svo komið hvað snertir fjárhagsstöðu, varanlegt starfslið og samsetningu nemendahóps, að flestir sem málin hafa skoðað geta ekki séð hvernig hægt er að halda áfram að óbreyttu. Það má vera erfitt að halda áfram en e.t.v. öllu erfiðara að hætta. Tillaga um Hlíðardalsskóla liggur fyrir frá fráfarandi skólanefnd og stjórn Samtakanna. Verður hún væntanlega kynnt fyrir hvíldardaginn og jafnvel afgreidd. TIL FRÓÐLEIKS Ræðumenn sumarmótanna voru sem hér segir: 1985 - Dr. E.E.White 1986 - Dr. J. Gallagher 1987 - Dr. S. Bacchiocchi og Guðmundur Ólafsson Ræðumenn útvarpsguðsþjónusta ár hvert: 1985 - Jón Hj. Jónsson Hlíðardalsskóli 1986 - Eric Guðmunsson Aðventkirkjan Reykjavík 1987 - Erling B. Snorrason Aðventkirkjan Reykjavík ÞAKKIR Þá vil ég þakka samstarfsfólki og safnaðar- systkinum einstakan hlýhug og skilning í starfi, trúmennsku og kærleika til safnaðarins á þessu landi. Sérstakar þakkir til Stór-Evrópudeild- arinnar fyrir mikinn og dýrmætan stuðning á margvíslega vegu, ekki síst þegar við fengum í okkar hlut 13. hvíldardagsskólafórnina 1989. Framar öllum öðrum, Guði sé þökk fyrir gæsku og náð, umburðarlyndi við okkur mannanna börn, og óendanlega kærleika.

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.