Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 12
SKIPTING TÍUNDAR MILLI SAFNAÐA 1985-1987
Skýringarmynd 2
munar þar mestu um minnkandi framlög til
barnaskólans og Hlíðardalsskóla, sem hafa
minnkað verulega á tímabilinu.
HJÁLPARSTARF AÐVENTISTA
Heildarinnsöfnun síðustu 3 ár var kr.
9,357,823.34. Hækkun frá upphafi til loka
tímabils var 109.2%, sem er heldur minna en
verðbólga áranna (sjá skýringarmynd 3).
FJÁRHAGUR SAMTAKANNA
Rekstrartekiur og -gjöld Samtakanna
Eins og fram hefur komið áður var reksturinn
mjög erfiður á síðasta starfstímabili, en er nú á
réttri leið. Til upplýsingar fyrir fulltrúa hef ég
sundurliðað skiptingu tekna Samtakanna (sjá
skýringarmynd 4). Tekjur Samtakanna skiptast
því þannig að 75.8% er tíund, 14.9% aðrar tekjur
og 9.4% fjárveitingar.
Á sama hátt skiptast rekstrarútgjöld Samtakanna
þannig (sjá skýringarmynd 5): Laun og
launatengd gjöld 71.7%, önnur útgjöld 10.1%,
deildarstörf 1.3%, til Stór-Evrópudeildarinnar
11.4%, og útgjöld vegna fasteigna 5.5%.
Fiárhaesáætlun - nvr starfsmaður
Á fjárhagsáætlun Samtakanna fyrir árið 1988 er
gert ráð fyrir að hægt sé að bæta við nýjum
starfsmanni til prestsstarfa og er það ánægjulegt
að hægt sé að stækka starfsmannahópinn í
þessum hluta starfsins.
Bókhald Samtakanna
Frá árinu 1980 hefur bókhald Samtakanna,
Bókaforlagsins og Hlíðardalsskóla verið keyrt hjá
Aðventfréttir 5. 1988