Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 15

Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 15
1986 kr. 175,415.21 1987 kr. 185,398.90 Enn eiga ýmsir eftir að koma með sín framlög og munu væntanlega gera það á næstunni eða eftir efnum og aðstæðum. Nánar er greint frá þessu Fossvogsbyggingunni í skýrslu menntamálaritara Samtakanna. HLÍÐARDALSSKÓLI Eins og áður hefur komið fram gekk rekstur Hlíðardalsskóla erfiðlega á tímabilinu. Halli á rekstri skólans skólaárið 1985-86 var kr. 595,782 og kr. 296,737 skólaárið 1986-1987. Halli á rekstri Hlíðardalsskóla var þó í raun meiri síðastliðið skólaár en þessi upphæð gefur til kynna. Mikill halli var á sjálfum skólarekstrinum á sama skólaári var fjárbúskap hætt og var öllu slátrað. Varð því verulegur hagnaður á Breiðabólstaðarbúinu það árið sem vóg á móti tapi skólarekstursins. Enn liggur ekki fyrir rekstrarútkoma yfir- standandi skólaárs en ljóst er að um einhvern halla er að ræða. Fjárhagsáætlun fyrir þetta skólaár var gerð fyrir 31 nemanda. 38 nemendur innrituðust sl. haust og var þvi útlitið bjart i upphafi árs. En skjótt skipast veður í lofti. Óvanalega margir nemendur hættu námi um áramót af ýmsum ástæðum og er því útlit fyrir enn eitt þungt ár í rekstri skólans. Ljóst er að frá fjárhagslegu sjónarmiði er ekki hægt að halda áfram á sama hátt og verið hefur. Varanleg lausn þarf að finnast á þeim vandamálum sem glímt hefur verið við undan farin ár. Framtíð Hlíðardalsskóla kann að ráðast á þessum aðalfundi og er mikilvægt fyrir starfið í heild að rétt sé á málum haldið. Framlag ríkissjóðs til reksturs Hlíðardalsskóla hefur hækkað ár frá ári og nemur nú 37.3% af rekstrartekjum skólans. Fjárveiting ríkisins fyrir árið 1987 er kr. 3,000,000. Skólagjöld standa undir 46.5% af skólarekstrinum, Stór- Evrópudeildin 5.4% og aðrar tekjur 10.7% (sjá skýringarmynd 6). Eins og komið hefur fram áður skuldar Hlíðar- dalsskóli Samtökunum um 4 milljónir króna. Ef lausn finnst á því vandamáli tel ég að hægt sé að starfrækja Hlíðardalsskóla fjárhagslega með 35 til 40 nemendum. SKIPTING REKSTRARTEKNA HLÍÐARDALSSKÓLA SKóLftGJoLD 46.5 X RiKISSTVRKUR 37.3 X STÓR-EURÓPUD. 5.4 X m ADRflR TEKJUR 10.7 X Skýringarmynd 6 Adventfréttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.