Aðventfréttir - 01.05.1988, Side 17
vilji Makedóníumanna til að fórna ávöxtur
heilshugar helgunar þeirra. "Óeigingjörn gjafmildi
sendi frumsöfnuðinn í gleðivímu, hinir trúuðu
vissu að erfiði þeirra hjálpaði þeim til að senda
boðskap fagnaðarerindisins til þeirra sem dvöldu
í myrkri. Gjafmildi þeirra bar vitni um að þeir
höfðu ekki veitt náð Guðs viðtöku til einskis.
Hvað annað en helgun Andans gat framleitt slíka
gjafmildi? í augum trúaðra og vantrúaðra var
þetta kraftaverk náðarinnar." - AA 342-344.
"Ef við höfum í raun og veru sannleikann fyrir
þessa síðustu tíma verður að flytja hann
sérhverri þjóð, kynkvisl, tungu og lýð...Til að
koma þessu í kring er þörf á fjármunum (RVR
bls. 26).
Megi Guð gefa okkur styrk til þess að fara á
sem bestan hátt með það sem hann hefur treyst
okkur fyrir.
Ég bið þess nú að næstu 3 ár færi ekki aðeins
fjárhagslegt örygg fyrir starf Sjöunda dags
aðventista á íslandi, en einnig ríkulega
uppskeru sálna sem gætu verið búnar undir
endurkomu Jesú Krists.
Við gerum okkur jafnframt ljóst að meiri helgun
þarf að koma til og meiri áhugi á starfi Guðs og
freslun sálna.
Mættu orð Jósúa spámanns verða okkur að
Ieiðar- ljósi í þessu verki: "Helgið yður, því að á
morgun ætlar Drottinn að gera undursamlega
hluti fyrir yður."
Guð blessi ykkur öll og starfið á íslandi.
Jóhann E. Jóhannsson, gjaldkeri •
SKÝRSLA SKÓLASTJÓRA HLÍÐARDALSSKÓLA
Þó að yfirstandandi skólaár sé ekki runnið, er það
innifalið í eftirfarandi greinargerð. Þegar ég tók
við skólanum fyrir þrem árum var hann
starfræktur með 8. og 9. bekk, og svo hefur farið
fram síðan.
Nemendur
Nemendafjöldinn hefur lengst af legið milli 30
og 40, stúlkur og piltar svo til jöfn að tölu. Þar
af hafa verið tveir til fimm unglingar frá
aðventheimilum. Það er ekki ný saga, að þeir hafa
verið í minnihluta. Sú staða hefur þó aldrei
breytt neinu um, að skólinn hefur jafnan verið
starfræktur svo sem þar væru allir aðventistar,
og svo er enn. Hér temjast allir við meginreglur
okkar og siðfræði. Námsárangur hefur verið mjög
sambærilegur við aðra hliðstæða skóla í landinu.
Hvað aðsókn snertir kemur fram síðar. Þó skal það
sagt, að tölurnar, sem eru tilfærðar hér að ofan
miðast auðvitað við þann fjölda, sem inn í skólann
var tekinn - ekki endilega þann fjölda, sem um
sótti.
Þar sem skórinn kreppir - fjármál - starfslið
Undanfarin ár hefur styrkur hins opinbera verið
ríflegur við skólann bæði hvað snertir laun
kennara og fé til viðhalds. Þar höfum við mátt
nokkuð vel við una. Regin vandinn hefur tengst
starfsmannaeklu -langtíma starfsmanna, réttilega
menntaðra. Um leið og þetta er sagt, skal það
skýrt tekið fram, að ekki er varpað rýrð á þá,
sem til starfanna komu. Þvert á móti skal þeim
sérstaklega þakkað fyrir að hafa komið til
hjálpar þar sem nauðsyn knúði dyra. Hitt er
óbreytt staðreynd, að þessi þrjú ár hefur
skólahaldið að hluta byrjað með nýjum, óreyndum
starfskröftum hvert haust. Þá tala ég einnig um
kennara og vistarstjóra. Ekki þarf að eyða orðum
að því, að slík framvinda getur hvergi skapað
markaða festu né staðal - ekki heldur í skóla-
starfi þar sem einn tekur við af öðrum ár frá ári.
Þetta ástand hefur leitt það af sér, að ekki hefur
verið hægt að auglýsa skólann. Hefði skólinn verið
búinn sterku, grundvölluðu langtímastarfsliði gat
tvennt gerst:
1. Að auglýsa skólann djarflega búinn þraut-
reyndu úrvalsstarfsliði, starfandi við hin
ágætustu skilyrði, því þau eru hér fyrir hendi
bæði aðstöðu- og umhverfislega talað frá
skólamennsku- og uppeldislegu sjónarmiði.
2. í ofangreindri stöðu er algjörlega ósögð saga,
hvað kynni að hafa gerst um eftirspurn og að-
sókn nemenda. Öll ástæða er þó til að álíta, að
þar hefðu málin snúist á annan veg, en raunin
sýnir.
Að starfa í óvissu
Reynsla mín þessi s.l. þrjú ár hefur verið sú, að
Aðventfréttir 5. 1988