Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 18
hvarvetna hefur ríkt og hljómað óvissan um,
hvort yrði skóli næsta ár. Slíkur málblær hlýtur
að hafa neikvæð áhrif allsstaðar og á alla,
hugsanlega nemendur, hugsanlegt starfsfólk og
alla, sem við málið koma. Og fyrir þann, sem er í
forsvari er afar erfitt að magna og efla starf á
slíkum óvissu grundvelli.
Hlíðardalsskóli sem slíkur
Þessi skóli ætti að vera í stakk búinn til að
framkvæma framhaldsmenntun allt upp í há-
skólastig. Grunnskólinn ætti að afgreiðast í
safnaðarskólunum, Hlíðardalsskólinn fyrir fram-
haldið.
Framkvæmdir
Hér væri réttara að segja: Stórframkvæmdir, því
að á liðnu starfstímabili hefur slíkt átt sér stað:
1. Heimavist Miðheima - kvennavist - var
endurnýjuð í hólf og gólf með því að allar
innréttingar, hurðir og dyrakarmar meðtalin,
gólfdúkar, gólfteppi, allt hvað heitir og er,
var endurnýjað, allt málað í hólf og gólf.
Stendur sú vist því sem ný væri og vel til
allra hluta vandað.
2. Ráðist var í að standsetja böð og búningsklefa
við Leikheima - fimleika- og hátíðarsal skólans
Því miður var ekki hægt að fullljúka því verki
einungis að koma þessu húsnæði í nothæft
ástand.
3. Á síðastliðnu sumri voru öll húsakynni
staðarins máluð að utan og er ytra svipmót
staðarins svo sem best verður á kosið.
4. Keyptir voru stólar í báðar vistir og eina
kennslustofu.
5. Sófar beggja vista voru búnir nýju áklæði, svo
og ýmsir gamlir stólar, sem slíks þurfti með.
6. Nýja, vandaða ljósritunarvél eignaðist skólinn
á yfirstandandi skólaári.
Þannig hefur margt stórvægilegt áunnist á þessu
tímabili og erum við þakklát fyrir það, öllum sem
við málin hafa komið.
Bíðandi verkefni
Hér skal nefna ýmislegt, sem bíður afgreiðslu.
1. Uppþvottaherbergi skólans vantar endurnýjun
- flísalagningu, vinnuborð, vaska og rör-
lagnir. Þessar vistarverur eru í óhæfu
ástandi.
2. Vesturvæng Sveinheima - piltavistar vantar
endurnýjun.
3. Böð og búningsklefar við Leikheima vantar
flísalagningu, bekki með veggjum og fata-
hengi.
4. Sundlaugina þarf að tengja hitaveitu skólans.
Fram að þessu, og enn, er heita vatnið leitt
í ofanjarðarröri beint frá Ókólni (borholunni)
þetta er alls ófullnægjandi og stórhættulegt.
Þegar hefur orðið af þessu eitt alvarlegt slys,
þó fyrir Guðs mildi ekki yrði svo slæmt sem
tilefnið var. Sárt er, að ævilangt mun maður,
sem nú er bara smásveinn bera merki ólokins
verks.
5. Enn vantar glugga í snyrtingu tengibyggingar
milli Leikheima og Sveinheima, svo í kjall-
araglugga þar.
6. Enn vantar húsgögnin í dagstofu Miðheima
(kvennavist). Að koma þar inn er sem að
ganga út á eyðimörk
7. Þá vantar skólann ritvél, hér er aðeins til
ein, eldgömul ritvél. Slíkt gekk fram af
skólaskoðunarmönnum erlendum. Þetta er
auðvitað óviðunandi, en þar kemur til
mótvægis, að tölvan, sem var á skrifstofunni
í Reykjavík á að ganga hingað, þegar búið er
að losa hana fyllilega þaðan. Þrátt fyrir það
vantar samt ritvél í raun og veru.
8. Þá vantar tilfinnanlega dýnur í leikfimi-
salinn.
9. í eldhúsið þyrfti að koma loftræstitæki yfir
eldavélina, gufugleypir hefur slíkur búnaður
verið nefndur.
10. Báðar snyrtingarnar í Miðheimum bíða endur-
nýjunar.
11. Eins og er á skólinn engin bollapör.
Af þessum lista sést, að ýmislegt bíður enn, í
afgreiðslu, en misjafnlega brýnt og kostnaðarsamt.
Fyrir hönd skólans skal þakka allar gerðar
umbætur.
Skírn
Þó ekki sé hægt að tilfæra tölur um skírða
einstaklinga í þessari greinargerð, því miður,
Aðventfréttir 5. 1988