Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 21

Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 21
SKÝRSLA BÓKAFORLAGSINS Frá síðasta aðalfundi hafa eftirtaldar bækur komið út á vegum Bókaforlagsins. Á árinu 1985 bættust við 5 nýjar bækur í 15 bóka smáritasafnið og bera þær nöfnin: Verða heilbrigðir að deyja? Hvers vegna stendur öllum á sama? Að tjóðra sólina Valkosturinn Sýkn saka Svo komu þær næstu fimm á árinu 1986 og hétu þær: Endimörk tímans Hvað er handan grafar? Hemill á streituna ísrael og kirkjan Undir opnum himni Þá eru þær komnar, allar fimmtán í smábóka- safnið, og er mikill fengur í því að hafa þau öll, þessi góðu og uppbyggilegu smárit nú til dreifingar. Á síðasta ári létum við líka endurprenta fyrstu fimm ritin eftir George E. Vandeman, því þau voru þá uppseld. "Maðurinn sem breytti heiminum" er teiknimyndabók sem kom út 1986. Þetta er bók um líf og starf Jesú og fyrstu ár postulanna. Teiknimyndabók þessi er sú eina sinnar tegundar hér á landi og er ætluð til að vega eitthvað upp á móti því flóði af misjafnlega góðum teiknimyndabókum sem nú flæðir yfir æsku þessa lands. "Hvers vegna?" er barna- og unglingabók sem við sendum frá okkur 1987. í þessari bók er svarað mörgum spurningum sem vakna hjá ungum sem öldnum við hin ýmsu og oft á tíðum óskiljanlegu atvik daglegs lífs. Þar er sýnt fram á blekkingar Satans og viðleitni hans til að spilla og eyðileggja sköpunarverk Guðs, en einnig hvernig góður Guð leiðir allt til góðs, fyrir þá sem hann elska. "Barátta um borð", bók sem áður hafði verið gefin út 1921 undir nafninu "Sigur kærleikans", kom líka á markaðinn á árinu 1987, endurþýdd af Sigurði Bjarnasyni. Þetta er sönn frásögn um afturhvarf og breytt líferni drykkfellds sjómanns um aldamótin, og hvernig fyrirbænum og tárum elskandi móður var svarað, honum og fjölda annarra til blessunar. Biblíulexíurnar fyrir alla aldurshópa hafa svo sem endranær komið reglulega út, ársfjórðungslega. Vonandi tekst okkur að koma þessum bókum inn á sem flest íslensk heimili, samlöndum okkar, smáum sem stórum til tímanlegrar og eilíflegrar blessunar. Trausti Sveinsson • SKÝRSLA UM FJÖLSKYLDUMÁL Vegna þeirrar upplausnar og kreppuástands sem ríkir í málefnum fjölskyldunnar í vestrænu þjóðfélagi í dag hefur þeim spurningum verið varpað fram af málsmetandi mönnum hvort hjóna- bandið og það fjölskyldumynstur sem við búum við í dag hafi gengið sér til húðar. En menn vilja gleyma því að hjónabandið er stofnað af Guði sjálfum við sköpun heimsins og þau lögmál sem liggja til grundvallar hjónabandinu og fjölskyldunni eru lögmál Guðs. Að þekkja þessi lögmál og fylgja þeim er frumskilyrði hamingjusams hjónabands. En í þjóðfélagi okkar í dag eru margir sem þekkja hvorki þessi lögmál né höfund þeirra. í stað þess að endurspegla dýpt hins guðdómlega kærleika í sambúð og samskiptum einstaklinga verður fjölskyldan oft vettvangur valdabaráttu í anda þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir innan þjóðfélagsins. Hve ógnvekjandi er ekki fjöldi hinna uppleystu heimila. Hver getur metið alla þá ógæfu sem af þessu hlýst, eða þann sársauka, ótta og kvíða bæði maka og barna sem hlut eiga að máli? í maí 1985 var sérstök fjölskyldudeild stofnuð innan Samtakanna og tilgangur hennar var skipu- lagning fyrirbyggjandi og leiðbeinandi starfs í ' sambandi við málefni fjölskyldunnar og var okkur hjónum falin stjórn þeirrar deildar. Þegar þetta átti sér stað hafði þegar verið hafið starf varðandi þessi mál og mót hafði verið haldið að frumkvæði Þrastar B. Steinþórssonar að Ölfusborgum, Hvera- gerði, í apríl það ár. Þangað var hjónum boðið að koma og fjallað var um ýmis mál hjónabandinu og f jölskyldunni aðlútandi. Síðan hefur fjölskyldudeildin formlega staðið að árlegum Aðvent/réttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.