Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 22

Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 22
hjónamótum en hefur notið aðstoðar ýmissra starfsmanna og maka þeirra, ekki minnst Jónu og Þrastar sem stutt hafa þetta starf með ráðum og dáð, sem þau lögðu grundvöllinn að. Einnig hafa aðrir tekið virkan þátt í framkvæmd hvers móts og tvenn hjón hafa verið valin til að taka sérstakan þátt í undirbúningi, stjórnun og framkvæmd hvers móts og kunnum við þessum aðilum innilegustu þakkir fyrir velunnin störf. Árin 1986 og 1987 voru mót haldin að Munaðar- nesi og Húsafelli og í fyrirlestrum og umræðum var fjallað um ýmis efni svo sem sjálfsímynd, samskipti foreldra og barna, traust, gagnkvæma virðingu, tjáskipti o.fl. Af öðru sem gerst hefur á vegum fjölskyldu- deildarinnar má nefna guðsþjónustur sem haldnar hafa verið í Reykjavík þar sem fjallað hefur verið um málefni fjölskyldunnar og einnig hefur farið fram ráðgjafastarfssemi. Söfnuðurinn hefur verið kallaður til þess að gegna mikilvægu hlutverki á okkar tímum, einnig hvað varðar verndun og eflingu fjölskyldnanna. Hér er verk að vinna bæði innan safnaðarins sem utan. í ljósi þessa er það augljóst að það verk sem hér hefur verið greint frá stuttlega er hvergi nærri fullnægjandi, og betur má ef duga skal. Það er einlæg ósk okkar að starf fjölskyldudeildarinnar mætti eflast fyrir kraft Heilags anda og visku Guðs á komandi starfstímabili. Reykjavík 7. apríl 1988 Laila og Eric Guðmundsson • SKÝRSLA HVÍLDARDAGSSKÓLA DEILDARINNAR Síðaðstliðið þriggja ára starfstímabil hefur enginn deildarstjóri fengist til að veita forstöðu hvíldar- dagsskóladeildinni. Samt hefur hvíldardagsskólinn verið í sókn og á því sést vel hve rótgróinn hann er og hversu ríkan sess hann skipar í lífi safnaðarins. Mjög stórt skref var stigið í málefni hvíldardags- skólans á síðasta aðalfundi, þá var samþykkt að gefa út sérstakar hvíldardagsskólalexíur fyrir unglinga. Þetta hefur verið gert og hefur Bóka- forlagið haft veg og vanda af þeirri útgáfu. í haust verður komin heil lexíuröð, þriggja ára lexíuröð, sem síðan má nota aftur, líkt og gert er með lexíur yngri aldurshópa. Annað framfaraspor, afar skemmtilegt, er nýtt útlit og viðbótarefni í lexíum fullorðinna. Þær eru nú prentaðar í Danmörku og fáum við þar sömu litkápu og er á dönsku lexíunum. Auk lexíanna sjálfra er svo að finna "Fréttir frá heimsstarfinu" (áður kallað kristniboðsfrásagnir), kirkjuárið, sólarlagstöflu, morgunvöku og loks skrá yfir bækur Ellen G. White. Fjölmargir hafa lokið lofsorði á þessar nýju lexíur og látið í ljósi þakklæti fyrir þetta viðbótarefni. Sérstaklega hafa "Fréttir frá heimsstarfinu" létt undir með þeim sem áður voru að þýða þessa lestra úr ensku og dönsku. Einnig hefur þetta nýja fyrirkomulag orðið óvæntur liðsauki í að virkja marga fleiri til þátttöku í hvíldar- dagsskólanum. í heildina virðast safnaðarmeðlimir vera trúfastir meðlimir hvíldardagsskólans. Mikið og fórnfúst leikmannastarf er unnið vikulega á þeim vettvangi ekki síst í barnahvíldardagsskólanum. Oftast hvílir hið mikla starf barnahvíldardagsskólans á fárra herðum ár eftir ár. Og því vandaðri sem barnahvíldardagsskólinn er, og þannig er hann hér á landi, þeim mun meiri vinna í undirbúningi. Sérstakar þakkir til þeirra sem þannig vinna dýr- mætt starf fyrir börnin okkar vikulega, ár eftir ár. Um hvíldardagsskólagjafir vísast til skýrslu gjaldkera Samtakanna. Gagnlegt væri að fulltrúar ræddu ýmis mál hvíldardagsskólans, þann tíma sem þessum málaflokki er ætlaður, svo sem: namskeið fyrir hvíldardagsskólakennara, tímann sem yfirferð Iexíu er ætlaður, breiðari þátttöku í stjórnun hvíidardagsskólans, öflugra átak í að bjóða vinum og kunningjum í hvíldardagsskólann. Þökk sé öllum þeim sem gert hafa hvíldar- dagsskólann að þeirri blessun sem hann er og hefur verið. Erling B. Snorrason • Aðvent/réttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.