Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 26
SKÝRSLA ÆSKULÝÐSDEILDAR
Það má með sanni segja að söfnuðurinn sé ríkur í
dag. Við eigum stóran hóp af ungu fólki sem er
virkt í söfnuðinum og sem trúir einlæglega á Guð
og vill fylgja honum. Þennan fjársjóð þarf að
hugsa vel um og ávaxta. Unga fólkið er söfnuður
framtíðarinnar, og með þennan góða hóp þurfum
við ekki að óttast framtíðina.
Ungmennafélög eru í tveim söfnuðum, í Reykjavík
og á Suðurnesjum, ungmenni annarra safnaða hafa
tekið þátt í starfssemi þessara ungmennafélaga.
Það má segja að nú séu um 40 virkir
ungmennafélagar á aldrinum 16-30 ára auk þess
annar eins hópur sem hefur samband við
ungmennafélögin og taka þátt í starfssemi þess
öðru hvoru. í aðventskátastarfinu eru síðan um
30 ungmenni á aldrinum 10-15 ára.
Starfssemi ungmennafélaganna hefur að miklu
leyti farið fram um helgar, en þá er yfirleitt
alltaf eitthvað um að vera. í vetur hefur mikið
snúist í kringum Æskulýðskórinn, einnig hefur
Hlíðardalsskóli verið heimsóttur reglulega.
Aðventskátastarfið hefur hinsvegar farið að mestu
fram í miðri viku með vikulegum fundum, en síðan
verið farið í helgarferðir öðru hvoru.
Ungmennamót hafa verið haldin á hverju sumri.
Sumarið 1985 var það haldið í Njálsbúð í Vestur
Landeyjum, 1986 var mótið að Laugagerðisskóla á
Snæfellsnesi. Sumarið 1987 var sérstakt fjöl-
skyldumót að Hlíðardalsskóla og áhersla lögð á
dagskrá fyrir unga fólkið. Það sumar voru farnar
helgarferðir með unga fólkið og má þar helst
nefna ferð upp í Þverárrétt, Borgarfirði.
Sú breyting hefur nú orðið á Æskulýðsblaðinu að
það hefur verið lagt niður sem sérstakt blað, sem
hluti af heildarbreytingu blaðaútgáfu í Samtök-
unum, en í staðinn er áætlunin að þjóna unga
fólkinu enn betur en fyrr í gegnum nýju blöðin.
Aðventfréttir mun flytja frásagnir af því sem er
að gerast í æskulýðsstarfinu, auk þess að koma
betur til skila þeim áformum sem eru í undir-
búningi. Síðan mun ársfjórðungsleg útgáfa af
Innsýn vera með greinar sem snerta þarfir unga
fólksins.
Hvert skal stefna? Það er margt sem ég get lagt
til, en læt þó þetta þrennt duga hér:
í fyrsta lagi gagnvart aðventskátunum, hér vil ég
skora á foreldrana. Aðventskátastarfið er gríð-
arlega krefjandi starf og tímafrekt ef vel á að
fara. Aðventskátaforingjarnir leggja mikið á
sig til þess að sinna börnum okkar, en foreldrar
og aðrir safnaðarmeðlimir geta hjálpað mikið,
með því t. d. að aðstoða við keyrslu, leiðbeina til
undirbúnings dugnaðarmerkja og taka almennt
virkan þátt í skátastarfinu í samvinnu við skáta-
foringjana, og með því að hvetja börnin sín til að
mæta reglulega.
í öðru lagi, vil ég skora á unga fólkið. Mikill
tími og orka hefur farið í innbyrðisstarf, sem er
jákvætt, en getur leitt til skorts á tilgangi og
jafnvel sundrungar ef æskulýðsstarf er einskorðað
þannig. Þess vegna vil ég beina því til ykkar að
leggja áform um virkt boðunarstarf. Möguleikarnir
eru ótakmarkaðir. Hæfileikarnir sem Guð hefur
gefið ykkur eru stórkostlegir. Það er ekkert því
til fyrirstöðu að þið getið sagt öðrum frá fagn-
aðarerindinu um Jesú Krist á skemmtilegan hátt.
í þriðja lagi vil ég beina því til safnaðanna í
heild að virkja unga fólkið í almennu safnað-
arstarfi. Af eldri safnaðarmeðlimum krefst þetta
stundum þolinmæði og skilnings. Samtímis þarf
unga fólkið að axla þá ábyrgð sem fylgir
safnaðarstarfinu.
Þessi söfnuður á mikla framtíð fyrir sér og unga
fólkið mun eiga stóran þátt í því. Vinnum þess
vegna saman að undirbúningi endurkomu Jesú
Krists.
Þröstur B. Steinþórsson •
Harpa Theodórsdóttir
Aðventfréttir 5. 1988