Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 32

Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 32
áliti til stjórnar samtakanna eigi síðar en janúarlok 1989. 6. að stuðlað verði að aukinni þjónustu við safnaðarmeðlimi sem njóta ekki safnaðar- og/eða prestsþjónustu að staðaldri. 7. að unnið verði að því markvist að örva upplýsingaflæði milli hinna ýmsu stjórna safnaðarins og hins almenna safnaðarmeðlims. 8. að áhersla verði lögð á, að unga fólkið taki virkan þátt í almennu safnaðarlífi, svo sem hvíldardagsskóla, guðsþjónustu og stjórnunar- störfum. III. Aðferð Jesú í boðunarstarfi sínu var sú að hann notaði tíma til að umgangast almenning og sinna líkamlegum og tilfinningalegum þörfum fólks og þannig undirbjó hann jarð- veginn fyrir þann andlega boðskap sem hann hafði fram að færa. í ljósi þessa leggjum við enn frekar til í sambandi við boðunarstarf safnaðarins: 1. að könnuð verði sérstaklega þörf einstaklinga og þjóðfélagsins hverju sinni og að sérhver boðun safnaðarins í formi útgáfustarfs og þjónustu bóksala, Biblíubréfaskóla, nám- stefna o.s.frv. hafi sem takmark að full- nægja ríkjandi þörf. 2. að áhersla verði lögð á að safnaðarmeðlimir verði virkir í boðunarstarfi safnaðarins t.d. sem leiðbeinendur og/eða aðstoðarmenn við námstefnur. 3. að kannað verði gaumgæfilega hvernig hægt sé að nýta fjölmiðlana í þeim tilgangi að snerta líf almennings í landinu og að gerð verði langtíma áætlun um uppbyggingu fjölmiðlastarfs. 4. að stefnt verði að því að minnsta kosti einn nýr söfnuður verði stofnaður á komandi þriggja ára starfstímabili. VI. Varðandi skólamál leggur aðalfundurinn enn frekar til: að kannaðir verði möguleikar á að nýta að- stöðuna á Hlíðardalsskóla til uppbyggingu starfs safnaðanna. V. Aðalfundurinn mælist til þess að stjórn Abventfréttir 5. 1988 Samtakanna og hver safnaðarstjórn um sig leggi drög að framkvæmd ofangreindra tillagna eftir því sem við á, og að slík framkvæmdaáætlun verði birt í Aðventfréttum eigi síðar en Október ár hvert á komandi þriggja ára tímabili. * * * * Tillaga sem barst frá sameiginlegum fundi fráfarandi stjórn samtakanna og skólanefnd HDS. HLÍÐARDALSSKÓLI Fulltrúar á 30. aðalfundi SDA á íslandi leggja til að halda áfram skólahaldi á Hlíðardalsskóla af þessum ástæðum: 1. Getum komið kristnum áhrifum, boðskap Krists, hinum sérstaka boðskap fyrir okkar tíma, að aðventboðskapnum til margra ung- menna, fjölskyldna þeirra, ættingja og vina. 2. Einhverjir nemenda gætu unnist. 3. Framlag til þjónustu við þjóðfélagið eins og verið hefur. a. Liður í fyrirbyggjandi starfi gegn ýmsum neikvæðum áhrifum sem herja á ungt fólk. b. Hjálpa unglingum sem eiga við erfiðar heimilisástæður að etja. c. Sumarbúðastarf. 4. í dag má segja að skólinn og staðurinn allur sé vel búinn til áframhaldandi skólastarfs - að byggingu og ýmsu öðru. 5. Fyrir jákvæða kynningu af aðventsöfnuðinum og aðventboðskapnum má eyða fordómum og vanþekkingu þar sem slík kynning næði eyrum og athygli. 6. Gefur möguleika á aðventframhaldskóla síðar meir þyrftum við á slíkum skóla að halda. 7. Gæti verið góð nýting á fjármunum (ríkis- styrk, skólagjöldum) sem annars hyrfu úr starfi safnaðarins. SKILYRÐI FYRIR ÁFRAMHALDANDI SKÓLA- HALDI. 1. Gott samhent starfslið ráðið til minnst 3-5 ára tímabil.

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.