Aðventfréttir - 01.05.1988, Side 33
2. Strangari kröfur um nemendaval sem eigi
sér stoð í fjárhagsgrundvelli skólans.
3. Nýtt "prógram"
4. Fjármögnun.
a. Fjárhagslegur grundvöllur tryggður.
b. Viðunandi lausn á skuld skólans.
Lausn á þessum skilyrðum verða að vera fyrir
hendi fyrir 1. Júní n.k.
ÞAKKIR
Fulltrúar á 30. aðalfundi Sjöunda dags aðventista
á íslandi vilja þakka:
Guði fyrir kærleika hans og leiðbeiningu á liðnum
tíma.
Stór-Evrópudeildinni fyrir skilning á málefnum
safnaðarins hér á íslandi og góðan stuðning.
Bræðrunum, Dr. Jan Paulsen og Karel van
Oossanen veru þeirra og leiðsögn á þessum aðal-
fundi
Megi Guð blessa sérhvern safnaðarmeðlim og
undirbúa okkur til að taka á móti frelsara okkar
og Drottni Jesú Kristi.
FORMANNSSKIPTI
Við upphaf nýafstaðins aðalfundar gaf Erling B.
Snorrason til kynna að æskilegt væri að nýr
maður tæki við sem formaður Samtakanna. Hann
hefði verið átta ár í þessu starfi og að rétt væri
að breyta til. í framhaldi af þessu var nýr
formaður kosinn, Eric Guðmundsson sem verið
hefur safnaðarprestur í Reykjavík síðast liðin
fjögur ár.
Við viljum hér með þakka Erling B. Snorrasyni
fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu
safnaðarins sem leiðtogi starfsins á íslandi og
Jeanette A. Snorrason, eiginkonu hans, fyrir
stuðning hennar og fórnfýsi í gegnum árin.
Á sameiginlegum fundi skólanefndar Hlíðardals-
skóla og stjórnar Samtakanna sem haldinn var
sunnudagskvöldið 17. apríl, 1988, var Erling
kallaður til starfa fyrir söfnuðinn sem skólastjóri
Hlíðardalsskóla og Jeanette A. Snorrason kona
hans sem kennari að Hlíðardalsskóla og hafa þau
hjónin tekið þessu kalli. Um leið og við þökkum
þeim hjónum vel unnin störf á liðnum árum
óskum við þeim alls góðs og Guðs blessunar í því
starfi sem þau hafa tekið að sér næstu árin.
Við viljum bjóða Eric Guðmundsson hjartanlega
velkominn til starfa sem formaður Samtakanna
og leiðtogi starfsins á íslandi, óskum við honum
og eiginkonu hans Lailu Guðmundsson Guðs
blessunar í þessu mikla ábyrgðarstarfi.
Jóhann E. Jóhannsson, ritari. •
KVEÐJUR OG ÞAKKIR
S.l. rúm átta ár hafa verið fljót að líða.
Þetta hefur verið ánægjulegur tími með góðu
samstarfsfólki og aldrei höfum við mætt öðru en
hlýju, góðum hug og miklum stuðningi frá safn-
aðarsystkinunum. Við hjónin höfum fundið það
greinilega að þið, kæru systkini, hafið borið
okkur á örmum bænarinnar.
í samræmi við meginreglur okkar starfs, að
leiðtogar í ábyrgðarstöðum séu ekki of lengi á
sama stað, þótti okkur rétt að láta það í ljósi
við upphaf aðalfundarins að tími væri kominn til
að finna nýjan forstöðumann starfs okkar hér á
landi.
Um leið og ég þakka samstarfsmönnum
mínum öllum og ykkur, kæru systkini, kærlega
fyrir gott og ánægjulegt samstarf á undan-
förnum árum, vil ég óska Eric og Lailu allrar
Guðs blessunar svo og öllum starfsmönnunum.
Megi Guð blessa hvern og einn safnaðarmeðlim,
sérhvert aðventheimili og allt starf safnaðarins á
þessu landi. Mættum við sjá mikla trúmennsku
og safnaðarvöxt á komandi árum og mættum við
ekki aðeins vænta heldur einnig flýta fyrir komu
Jesú Krists.
Erling og Jeanette (
Aðventfréttir 5. 1988