Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 36
Dr. Jan Paulsen
Jan Paulsen er Norðmaður fæddur í
Narvik 1935, einn fjögurra systkina.
Foreldrar hans eru bæði aðventistar.
Faðir hans starfaði sem skósmiður.
Jan var 14 ára þegar hann var
skírður. Hann fór á skóla okkar í
Danmörku, Vejlefjord skólann. Síðan
Iauk hann B.A. prófi frá Emmanuel
Missionary College, 1957, M.A. prófi
frá Seventh day Adventist
Theological Seminary í Washington,
1958 og B.D. prófi frá Andrews
University, Michigan, Bandaríkjun-
um, 1962. Doktorsnám stundaði hann
við Tubingen háskólann í Þýskalandi
þar sem hann lauk Dr. Theol. prófi
1972.
Jan Paulsen hefur starfað sem
safnaðarprestur í Noregi, og sem
kennari við Bekwai Teacher Training
College í Ghana og sem kennari og
skólastjóri við Adventist Seminary í
Vestur-Afríku. 1968 - 1976 veitti
hann forstöðu guðfræðideildinni á
Newbold College og 1976 - 1980 var
hann skólastjóri Newbold College.
1980 - 1983 var hann ritari Norður-
Evrópudeildarinnar. 1983 var hann
kjörinn formaður deildarinnar. Síðan
1985 hefur Norður-Evrópudeildin
fengið nýtt nafn, Trans-European
Division, sem e.t.v. mætti kalla á
íslensku Stór-Evrópudeildina.
Jan Paulsen er giftur og eiga þau
hjónin þrjú börn - dóttur og tvo
syni.
Þá er Jan höfundur tveggja bóka og
fjölda blaðagreina.
Karel C. van Oossanen
Karel van Oossanen er Hollendingur,
fæddur í Breda 1931, einkabarn
foreldra sinna. Faðir hans og afi
voru báðir aðventprédikarar. Afi hans
var Svíi sem fór til Þýskalands til
náms, gerðist aðventisti og var einn
af fyrstu aðventprédikurum í
Þýskalandi. Dóttir hans giftist ungum
Hollendingi sem var á skóla okkar í
Þýskalandi. Sonur þeirra, Karel,
fetaði í fótspor föður og afa og
starfaði fyrst sem aðventprestur I
Haag, Delft, Leiden og Gouda á
árunum 1953 - 1959. 1960 var hann
kjörinn æskulýðsleiðtogi í Suður-
Hollandi og 1963 æskulýðsleiðtogi alls
Hollands. 1969 varð hann formaður
Samtaka Sjöunda dags aðventista í
Suður-Hollandi og 1971 - 1987
formaður Sambands Sjöunda dags
aðventista í Hollandi. í september
s.l. var hann kjörinn ritari Stór-
Evrópudeildarinnar (Trans-European
Division).
Karel van Oossanen stundaði nám við
skóla okkar í Hollandi, Oud
Zandbergen og á Newbold College,
einnig við háskólana í Utrect og
Amsterdam, en við þann síðarnefnda
hafði hann hafið doktorsnám þegar
hann var kjörinn formaður starfs
okkar í Hollandi.
Karel er giftur og á fjögur börn-
tvo syni og tvær dætur.
í mörg ár var Karel ritstjóri
æskulýðsblaðs safnaðarins í Hollandi.
Einnig hefur hann skrifað nokkrar
barnabækur.