Aðventfréttir - 01.07.1988, Page 13
KRISTNI í HEIMINUM
STÓRA VIKAN 1988
HUGUR OKKAR LEITAR AFTUR
TIL PAKISTAN
Á vetrarfundi Stór-Evrópudeildarinnar 1987 var ákveðið að fórn
Stóru-vikunnar 1988 skyldi vera notað til að útvega trúboðum okkar
í Pakistan betri bústaði til að búa í, og að bæta aðstöðu kirkna og
safnaðarskóla okkar í Sind og Punjab héruðunum í Pakistan.
Ray Dabrowski segir frá:
"Formaðurinn fyrir starfi okkar
í Sind héraðinu, br. Ditta, sýndi
mér stað þar sem 6 af okkar
prestum búa. Þegar við gengum
gegnum þriggja hæða byggingu í
Paposhangar og heimsóttum íbú-
ana sögðu þeir að það væri nauð-
synlegt að skipta íbúðunum enn
frekar því það þyrfti pláss fyrir
enn eina fjölskyldu í viðbót. "Við
búum tólf manns í tveim
íbúðum." Það getur ekki verið létt
fyrir þetta fólk að lifa við slík
skilyrði í einu litlu herbergi og
litlu eldhúsi. Ungur kennari
sagði: "Við getum ekki boðið fólki
í heimsókn, því það er ekki einu
sinni pláss til að sitja á gólfinu,
og oft fáum við ættingja í heim-
sókn."
í Sind leitumst við nú við að
útvega trúboðum okkar betri
húsakost. Við höfum áform um
að selja núverandi íbúðir og
kaupa lóð og byggja stærra hús.
Þegar við gefum gjafir okkar í
Stóru-vikufórninni, munu þær
geta gert lífið aðeins léttara
fyrir kristniboða okkar í Pak-
istan."
Á ferð sinni um Karachi heyrði
Ray Dabrowski trúarsöngva
koma frá hátölurum sem voru
staðsettir á einu af húsunum.
Einhver sagði við hann: "Þegar
fólk heyrir söngvana kemur það."
Litlu síðar byrjaði fólk að
streyma að litlu húsi sem notað
var sem kirkja. Prestur safnað-
arins sagði: "Þetta er Essa Negri
safnaðarskólinn. Við höldum hér
hvíldardagsskóla á eftirmiðdög-
um hvíldardagana. Við köllum
fólk saman með hjálp hátalarana.
Eftir fáeinar mínútur er hér allt
fullt af fólki." Þau halda
guðsþjónustur í safnaðarskólan-
um, þau vonast til að geta eign-
ast kirkju einhverntíma og að
geta stækkað skólann.
Leiðsögumaður minn segir:"Við
höfum 125 börn og fjóra kenn-
ara, en hér er ekki nóg pláss.
Við vildum gjarnan geta stækkað
skólann. Við getum ekki náð góð-
um árangri eins og aðstæður eru
nú. Essa Negri er betri enn
Hussan D’Silva skólinn, þau hafa
95 börn og þrjá kennara, en
aðeins eina kennslustofu."
í Sind hafa menn hugsað sér að
setja skilvegg í þessa einu
kennslustofu, en í hinum skól-
anum vilja þeir byggja aðra hæð
til og hafa þar tvær kennslu-
stofur og íbúð fyrir prestinn.
Einn af þjóðarleiðtogum Pakistan
segir: "Það besta sem samfélag
okkar getur boðið Pakistan, er
menntun. Þegar börnin læra að
lesa og skrifa og læra að þekkja
hugmyndir kristninnar verða þau
góðir borgarar." .
Nær helmingur allra jarðarbúa,
eða 2,5 milljarðar, hafa enga
þekkingu á kristindómnum. Það
finnast engir kristnir söfnuðir
meðal 16,750 afmarkaðra hópa
fólks víða í heiminum. Það eru
miklar líkur fyrir því að stærsti
hluti þessa fólks muni deyja án
þess að heyra nafn Jesús nefnt.
Það mun ske - nema kristið fólk
sé fúst til að yfirgefa þægilega
tilveru sína heimafyrir, til að
gerast kristniboðar hjá fólki sem
hefur allt aðra menningu og
kenna þeim hinn undursamlega
boðskap kristinnar trúar.
HEIMSÚTVARP
AÐVENTISTA
Útvarpsstöðin í Forli tók á móti
3,184 póstkortum árið 1987. Það
var 34% meira en árið 1986.
Hlustandi frá Englandi skrifar:
"Ég vil mjög gjarnan segja frá
því að það er mjög uppörvandi að
hlusta á útsendingar ykkar. Það
gleður hjarta mitt þegar ég stilli
inn á AWR, það er vingj-
arnlegasta röddin sem ég fæ að
heyra á stuttbylgju sending-
unum. Haldið áfram ykkar góða
starfi."
PÁFINN OG SOVÉT-
RÍKIN
Það hafa verið settar fram
hugmyndir um að Jóhannes Páll
páfi II myndi heimsækja Sovét-
ríkin árið 1988 á 1000 ára af-
mæli kristnitöku í Rússlandi.
Yfirbiskup rússnesku rétttrún-
aðarkirkjunnar sem er biskup
Moskvuborgar og alls Rússlands
hefur sagt í viðtali við kaþólskt
blað á Ítalíu, að sambandið milli
kaþólsku- og rétttrúnaðarkirkj-
unnar yrði að vera betra áður en
páfinn gæti og heimsótt Sovét-
ríkin.
Aðventfréttir 6-7. 1988