Aðventfréttir - 01.07.1988, Síða 14
Framhald af forsíðu
svo og annast öll samskipti við
borgaryfirvöld. Nú liggja fyrir
teikningar af fyrirhugaðri
byggingu og ekkert er því til
fyrirstöðu að tekin verði fyrsta
skóflustunga alveg á næstunni
og hafist verði handa við að
grafa fyrir grunni hússins. Þess
vegna þótti rétt að kynna þetta
verkefni sérstaklega í þessu
tölublaði Aðventfrétta.
Sameinað átak
Hér liggur mikið verkefni fyrir
sem ekki verður unnið nema með
sameinuði átaki, ekki einungis
alls Reykjarvíkursafnaðar, heldur
allra safnaðarmeðlima á íslandi.
Einnig væri dásamlegt að finna
stuðning íslenskra safnaðar-
meðlima erlendis við þetta
framtak. Það er staðföst trú
okkar að skóli og menningarmið-
stöð í Suðurhlíðum muni verða
söfnuðinum í heild sinni og
boðunarstarfi hans til ómældrar
blessunar. Sú starfsemi sem hér
mun fara fram mun verða söf-
nuðinum sú lyftistöng sem hann
þarfnast á okkar tíma. Sam-
einumst um að bera þetta
verkefni fram fyrir almáttugan
Guð á örmum bænarinnar. Án
máttar hans erum við alls einskis
megnug. •
Framhald af bls. 11
röngum forsendum verður það að
vera boðun o^ andleg endur-
nýjun. Ef við höfum lagt áherslu
á annað af þessum atriðum þann-
ig að hitt hefur fallið í skuggann
þurfum við að breyta til. Ef til
vill þurfum við að hafa markmið
í huga fyrir timabilið 1990 - 95
sem stuðlar að jafnvægi í þessum
efnum. •
KVIKMYNDATÖKU-
MAÐUR SNYR TIL
KRISTINNAR TRÚAR
Kvikmyndatökumaður nokkur
sem hefur verið með í hóp sem
var að taka kvikmynd um sköp-
unina og vísindi, varð svo
hugfangin af boðskap myndar-
innar að hann ákvað að þjóna
Kristi. Myndin heitir á frum-
málinu "The Genesis Solution,"
eða "sköpunar lausnin" og er
litmynd 45 mínútna löng.
INDÓNESIA
Fyrrverandi leiðtogi bóksala
heimsótti nýlega bæinn Manado
í Austur-Indónesíudeildinni.
Hann sagði að þegar hann hefði
komið til þessa bæjar árið 1952
þá hefðu aðeins verið 4 bóksala-
leiðtogar og 43 bóksalar. í dag
eru 19 bóksalaleiðtogar og 259
bóksalar í fullu starfi í deildinni
og meðlimatala safnaðarins hefur
aukist frá 4000 þúsund árið 1952
til 53.000 þúsund árið 1988.
TRÚBOÐI RÁÖIN AF
DÖGUM Á NYJU
GUIENU
Peter Knopper, 32 ára leiðtogi
þjálfunarskóla leikmanna í Homu,
Papua á Nýju Guineu, var skot-
inn til bana af ræningja þann
16. mars, 1988. Hann var fæddur
í Hollandi en kom til Ástralíu á
unglingsárum. Hann var vígður
til prestsstarfa 1987.
ÞÁTTUM GERORG
VANDEMANS SJÓN-
VARPAÐ í EVRÓPU
Stórkostlegt nýtt tækifær gefst
nú til þess að sjónvarpa
aðventboskapnum yfir gerfihnött
í Evrópu. Fyrir fáeinum vikum
var George Vandeman boðin
aðgangur að sjónvarpsstöðinni
Super Channel. Vandeman er
okkur vel kunnur hér á landi
gegnum fimm-rita flokkinn
vinsæla, sem var gefin út hér
nýlega. Sjónvarpsstöðin Super
Channel sendir dagskrá sína yfir
gerfihnött til meira en 12
milljóna heimila í 15 löndum í
Evrópu. Super Channel, sem er
að endurskipuleggja dagskrá sína,
óskar eftir því að sjónvarpa
hinum vinsælu 30 mínutna
þáttum Vandamans "Ritað er" á
sunnudags morgnum. Átta lönd í
okkar deild geta tekið á móti
dagskrá Super Channel og þar af
leiðandi nýtt sér þetta frábæra
tækifæri: Danmörk, Finnland,
Ungverjaland, írland, Holland,
Noregur, Sviþjóð og Stóra-
Bretland. En til þess að þessar
sjónvarpssendingar beri
tilætlaðan árangur verður
söfnuðurinn í þessum löndum að
vera undirbúin undir að senda
þeim áhorfendum þáttanna meira
efni og upplýsingar sem þess
óska. Allir þessir þættir eru á
ensku og því er þessi póst-
þjónusta þeim mun mikilvægari.
Einnig þarf símaþjónusta að vera
fyrir hendi. Án þess konar
þjónustu til fylgdar við þættina,
myndu þeir hafa sáralítil sem
engin áhrif.
Hver er svo kostnaðurinn við að
sjónvarpa þessum þáttum yfir
gerfihnött? Fyrsta árið myndi
verðið vera 350.000 - 400.000
dollara eða milli 17 og 20
milljónir króna, svimandi upphæð
í okkar augum, en í rauninni
einungis brot af því, sem álíka
sendingar kosta í Bandaríkjun-
um. Þar eð verðið fer eftir fjölda
heimila sem eru áskrifendur
Super Channel, og þar eð fjöldi
áskrifenda fer ört vaxandi, er
það mjög líklegt að verðið verði
enn hærra á komandi árum.
Formaður deildar okkar í segir
um þennan nýja möguleika sem
nú er að skapast: "Ef við erum
fær um að veita þessu nýja
tækifæri sem nú gefst til
boðunar fullan stuðning, er mjög
Aðventfréttir 6-7. 1988