Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 1
58. árg. - 1. tbl. 1995 &Tr !
LÍTUM TIL BAKA OG
UNDRUMST
Frá formanni Stór-Evrópudeildarinnar
Þegar þú
stígur út
úr einu ári
og inn í annað þá
þarft þú fyrir
hjálp hulins
máttar að staldra
við og líta yfir
farinn veg og
velta því fyrir þér
hvað sé fram
undan. Kannski
er þetta ekki
alltaf þægilegt en
í raun eigum við
engra annarra
kosta völ. Þetta er
eins og að vakna.
Það er eðlilegt.
Þú og ég erum
hluti af okkar
eigin sið-
menningu, af-
leiðing uppeldis
okkar, börn
okkar tíma. Þessu getum við ekki af-
neitað. Við lítum yfir farinn veg og
við horfum fram á veginn full
undrunartilfinningar, við finnum
fyrir eftirsjá og von bærist innra
með okkur. Þannig erum við gerð.
Ofan á öllu þessu er svo að finna
sannfæringar okkar og val hverju
sinni.
1994. Gleður það þig að vera laus
við það? Hefur það skilið eftir sár í
minningunni? Vonbrigði? Líklega
munu öll okkar segja já við þessum
spurningum með mismunandi
áhersluþunga. Það er ýmislegt varð-
andi 1994 sem við erum ánægð yfir
að sjá hverfa inn í þokuslæðu for-
tíðarinnar. En annað er meira um
vert: Lærðirðu eitthvað af því sem
átti sér stað? Lækning byggir á því
að við getum einnig sagt já við þeirri
spurningu.
Sem einstaklingur lít ég yfir árið
1994 og velti því fyrst af öllu fyrir
mér hvað hafi átt sér stað hjá mér
sem einstaklingi. Hvað hefur gerst
varðandi fjölskyldu mína? Það eru
einstaklingar sem eru svo nátengdir
mér að ég mundi vilja fórna lífinu
fyrir þá. Er þein^«Uaargið? Ég tala
KASA FiNTÍTSí .
oft við Drottinn
um þá og einnig
um sjálfan mig og
ég hef einsett mér
að halda þeim
samræðum áfram
á árinu 1995.
En sem formað-
ur Deildarinnar
velti ég því einnig
fyrir mér hvað
hafi átt sér stað
innan safnaðarins
míns. Ég geri mér
grein fyrir því að
árið 1994 táknar
ekki fullkomna
sælu hvað alla
hluti snertir varð-
andi safnaðarfólk
okkar og starfs-
fólk safnaðarins.
Á árinu sem leið
misstu sumir starf
sitt og sums
staðar eru beiskar tilfinningar til
staðar. Starfsáform og þættir innan
starfsins sem sumir hafa unnið að
hörðum höndum standa
andspænis mjög óöruggri framtíð
og þessu er erfitt að taka. Það hefur
þurft að draga saman seglin fjár-
hagslega varðandi sumar stofnanir
og starfseiningar safnaðarins og
þetta orsakar bæði vonbrigði og
kvíða hvað framtíðina snertir. Vafa-
laust veltir þú því stundum fyrir þér
hvort „bræðurnir" viti hreinlega
hvað þeir eru að gera. Ég get
fullvissað ykkur um að þeir gera sitt