Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 14
MINNINGAR
í aðventsöfnuðinn gekk hún þann
1. maí 1926.
Hinn 4. október 1928 gekk Mál-
fríður að eiga Guðmund Frímann
Einarsson. Þeim varð tveggja barna
auðið - dóttur, Jóhönnu, og sonar,
Trausta, sem nú er látinn. Heimili
þeirra var alltaf í Reykjavík.
Þann 15. október 1962 missti Mál-
fríður eiginmann sinn. Bjó hún eftir
það lengi ein í húseign þeirra í Efsta-
sundi 36.
Síðast liðin 10 ár var hún lengst af
hjá dóttur sinni, Jóhönnu, sem
annaðist móður sína af mikilli alúð
og umhyggju, en með aldrinum
hnignaði heilsu hennar.
Síðustu mánuði ævi sinnar lá hún
á Landsspítalanum, en var flutt
þaðan í Sunnuhlíð, Kópavogi, þar
sem hún lést þann 20. janúar s.l.
Dagfarslega var Málfríður hæglát,
bar tilfinningar sínar ekki á torg, en
vel greind og fjölfróð kona.
Að ósk hennar og fjölskyldunnar
fór útför hennar fram í kyrrþey í
Fossvogskapellu. Undurritaður
jarðsetti.
Blessuð sé minning hinnar látnu .
Jón Hjörleifur Jónsson
EVAMARÝ
GUNNARSDÓTTIR
Fædd: 26. apr. 1982
Dáin: 19. jan. 1995
Á meðan þjóðin syrgði látna í snjó-
flóðunum fyrir vestan, andaðist ung
stúlka á Landsspítalanum. Engan
utan fjölskyldunnar getur órað fyrir
þeirri reynslu sem hún varð fyrir á
14
undangengnum dögum og vikum.
Eftir langa baráttu fékk hún loksins
hvíld. Sæluvonin um sársaukalausa
eilífa framtíð sem Biblían segir frá
var henni kær.
Eva Marý Gunnarsdóttir fæddist
26. apríl 1982 í Reykjavík. Foreldrar
hennar eru Gréta Jónsdóttir og
Gunnar Ingibergsson. Hún var ein
af 4 systkinum. Sigurður Jón er
elstur, þá kemur Ásdís Fjóla, Eva
Marý var þriðja í röðinni og Gunnar
Þór er yngstur.
Aðeins 10 daga gömul þurfti hún
að fara í aðgerð og reyndist vera
með húðkrabbamein. Næstu tvö
árin dvaldist hún mikið á sjúkrahúsi
og fór í fleiri aðgerðir. Eftir það var
fylgst vel með og farið reglulega
með hana í skoðun. Árið 1990 tóku
ýmis óljós einkenni að koma fram.
Það reyndist erfitt að setja allt í sam-
hengi. Ástand hennar versnaði
smám saman þangað til hún gat lítið
stundað skóla veturinn 1992-93.
Sumarið 1993 fór hún aftur inn á
sjúkrahús í tvo mánuði í húð-
flutninga sem tengdust bernsku
veikindunum og rannsóknir vegna
þessara nýju einkenna.
Ekkert ákveðið kom út úr þeim
rannsóknum en samt sem áður
veiktist hún alvarlega og fór enn
einu sinni á sjúkrahús. Greindist
hún með heilaæxli, svo kallað sortu-
æxli og var skorin upp 8. nóvember.
Héldu menn að þeir væru búnir að
fjarlægja meinið en raunin varð
önnur.
Skapgerð og æðruleysi Evu Marý
kom glögglega í ljós þegar hún bað
um, í desember, að fara í Kringluna.
Þar fór hún um í hjólastól, með
tölvustýrða morfíndælu - og ælu-
bakka sem hún þurfti alltaf að hafa
hjá sér. Hún ætlaði nefnilega að
kaupa jólagjafir handa ástvinum
sínum. En því miður, þegar jólin
nálguðust versnaði ástandið. Át-
akanlegt var að sjá hana kveljast dag
og nótt. Mönnum gekk illa að átta
sig á hvað var að gerast og þeim
gekk misjafnlega að ráða bót á
stöðugum nístandi höfuðverk og
ógleði. Um jólahátíðina komst hún
ekki einu sinni smá stund heim til
sín, en um áramótin komst hún
heim í sjúkrabíl og var það í síðasta
sinn.
Sjúkdómurinn olli því að á
skömmum tíma missti hún fyrst
sjónina og svo heyrnina og varð
þannig sambandslaus með öllu
nema snertingu þegar mest á
reyndi.
Omögulegt er að lýsa kvölum
hennar og angist foreldra hennar og
systkina. Þau Gréta og Gunnar
höfðu verið með annan fótinn á
sjúkrahúsinu í nokkrar vikur áður
en þau fluttust alveg inn í sjúkra-
herbergið hennar þann 21.
nóvember. Þau dvöldu þar þangað
til yfir lauk þann 19. janúar og voru
henni ávallt skjól og skjöldur nótt
sem dag á allan hátt. Engir foreldrar
gætu hafa gert meira en þau gerðu.
Eva Marý treysti Guði persónu-
lega. Eg vil gjarnan tileinka henni
orð Páls postula. „Hún hefur barist
góðu baráttunni, hún hefur
varðveitt trúna. Og nú er henni
geymdur sveigur réttlætisins, sem
Drottinn, hinn réttláti dómari, mun
gefa henni á þeim degi. Og ekki
einungis henni heldur og öllum
sem þráð hafa endurkomu hans."
2Tm 4.7,8.
Eg er sannfærður um að Guð mun
kalla Evu Marý fram til eilífs lífs á
upprisudeginum. Eg bið þess að
hún muni þá ekki sakna neins af
okkur - því að ég er viss um að það
er það eina sem mundi geta gert
hana dapra á þeim fagnaðardegi.
Utför Evu Marý var gerð við
fjölmenni frá Aðventkirkjunni í
Reykjavík, föstudaginn 27. janúar
s.l. Undirritaður jarðsetti.
Söfnuðurinn kveður með virðingu
og vottar ástvinum innilegustu
samúð.
Blessu sé minning hennar.
David West
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og
langafa
Guðsteins Þorbjörnssonar
Guð blessi ykkur öll
Margrét Guðmundsdóttir og
fjölskylda
AðventFréttir 1,1995