Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 10
TIL HVERS ER SÖFNUÐURINN EIGINLEGA? EFTIR V. NORSKOV OLSEN essi spurning sem ég sá ný lega á auglýsingatöflu kirkju einnar, vakti athygli mína vegna hinnar tvíþættu merkingar, sem í henni felst. Eftir því hvar menn leggja áhersluna, þá gefur spurningin til kynna óvissu margra um eðli og tilgang safnaðarins. Jafnvel sumir kristnir menn gera sér ekki grein fyrir, hvert sé hlutverk safnaðarins. Sé spurningin skilin á annan hátt, gefur hún til kynna sannan áhuga á hlutverki safnað- arins á jörðinni. Það eru tvær spurningar sem þarf að íhuga: 1. Hvað er söfnuðurinn? 2. Hvert er hlutverk hans? Þegar við reynum að fá svör við þessum tveim spurningum, munum við komast að raun um að þær eru óaðskiljanlegar. Ef við svörum annarri, svörum við hinni líka. Fólk, ekki staðir Þegar þið heyrið orðið söfnuður1, hvað kemur ykkur þá strax til hugar? Dettur ykkur þá í hug bygging með turnum með lituðu gleri í gluggum? Kemur þá upp í hugann splunkuný og falleg skrif- stofubygging Samtaka safnaða, Sambanda eða heimsstarfsins? Eg vona að þið svarið: „Ekkert af þessu." Því að bygging úr stein- steypu er ekki frekar söfnuður en fötin, sem við göngum í. Söfnuðurinn er ávallt fólk. Hann er þeir sem tilbiðja, ekki hvar þeir til- biðja. En söfnuðurinn er meira en saman kominn mannfjöldi, sem safnast saman af því þeir eiga sameiginleg áhugamál, trúar- skoðanir eða gildi. Golfklúbbur eða lokaður karlaklúbbur í London er þess konar mannsöfnuður. En söfnuðurinn2 varð ekki til fyrir neina mannlega ákvörðun eða athöfn. Nei, það var Guð sem af náð sinni kallaði hann saman. Uppruni eða merking íslenska orðsins söfnuður er „þeir sem safnast hafa saman"3. Hér er ekki um mann- lega stofnun að ræða. Líkt og skoska orðið kirk og þýska orðið kirche, er íslenska orðið kirkja dregið af gríska orðinu kurike, sem merkir „að til- heyra Drottni." í öðrum Evrópu- málum (eins og franska orðið église, ítalska orðið chiesa og spænska orðið iglesia) eru þau dregin af öðru grísku orði, ekklesia, sem merkir: „þeir sem hafa verið kallaðir saman af sendiboða." Með báðum orðunum er lögð áhersla á að tilvera safnaðarins4 byggist á athöfn Guðs. Þannig hefur Guð ávallt hagað samskiptum sínum við fallið mann- kyn. Frásögnin um köllun Abrahams er fullkomið dæmi. Þegar við fyrst mætum Abraham (1M 11.26-32), er hann bara einn af niðjum Sems og bjó í Ur í Kaldeu. Ekkert greindi hann frá öðrum sem bjuggu á þessu svæði. Fjölskylda hans „tilbað aðra guði" (Js 24.2) rétt eins og nágrannarnir gerðu. En myndin breytist verulega í 1M 12. Drottinn sagði við Abraham: „Far þú burt úr landi þínu ... til landsins, sem ég mun vísa þér á. Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig ... og blessun skalt þú vera." Ekki er heldur með einu orði gefið til kynna að Abraham hafi verð- skuldað slíkt. Þetta var heldur ekki kall til neinnar forréttindastöðu. Heldur var það til þess að Guð gæti blessað allan heiminn fyrir tilstilli Abrahams. Söfnuður Guðs núna varð tíl mjög svo á sama hátt. Eins og Pétur orðar það: Þið hafið verið kölluð út úr heiminum til að vera „heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss." Upphaf safnaðarins I öllu Gamla testamentínu lesum við að Guð átti útvalda kynslóð sem áttí að kynna hann fyrir heiminum, þótt það væri sjaldan skilið svo. í Nýja testamentinu er það hlutverk falið leifum „útvöldum af náð" (Rm 11.5), hinum andlega Israel, söfnuðinum5. Og þó að fólks Guðs sé getið í allri hjálpræðissögunni, allt frá 1M til Opinberunarbókarinnar, er söfnuðurinn samt Nýja testamentis fyrirbæri. I lífi sínu á jörðinni undirbjó Jesús söfnuðinn með því að kalla læri- sveina til að „veiða menn" (Mt 4.18- 20). Hann sendi þá út tíl að reka út illa anda, lækna sjúka og prédika að himnaríki væri í nánd (Mt 10.1-7). í öðru tilviki sendi hann 70 af fylgjendum sínum með sömu starfs- skipun (Lk 10.1). Þeim sóttist verk sitt með misjöfnum árangri. Sumir gátu sagt: „Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni" (17. vers). En í öðrum tilvikum komust sumir aðrir að því að þeir gátu ekki, sökum trúarskorts, sigrast á valdi hins illa (Mt 17.14-20). Þó að lærisveinarnir höfðu verið sjónarvottar að lífi og starfi Jesú í meira en þrjú og hálft ár, brotnuðu þeir saman undan þrýstingi við réttarrannsóknina yfir honum. En hvítasunnan var tími algerra um- skipta hjá þeim. Meðan þeir báðu tíl Guðs, kom Andinn yfir þá, og það varð til þess að þessir óframfærnu og skömmustulegu lærisveinar urðu óbugandi. Hvað hafði gerst í millitíðinni? Fyrir það fyrsta höfðu þeir mætt hinum upprisna Kristí. Nú voru þeir ekki lengur að boða ríki í nánd, án þess að skilja það í raun og veru. Nú vissu þeir hverju þeir trúðu. Og það sem þýðingarmeira var, þá vissu þeir á hvern þeir trúðu. Það var þessi þekking á persónulegum frelsara, sem dó, og reis aftur upp og lifði eilíflega, sem var grundvöllurinn að söfnuðinum. Sáttargjörð Annað Korintubréf 5.11-20 er ein af þeim ritningargreinum sem hjálpar okkur að skilja mikilvægi upprisunnar fyrir líf safnaðarins. Okkur (söfnuðinum), segir Páll hefur verið falin þjónusta sáttar- gjörðarinnar. Vegna þess að við erum sannfærð um, að Kristur dó fyrir alla og var reistur upp aftur, hefur allt breyst. „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til" (17. vers). Það eru forréttindi safnaðar Guðs að sinna verki hans. „Það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig, er hann tílreiknaði þeim ekki afbrot þeirra" (19. vers). Sama verkefnið heldur áfram að vera höfuðástæða fyrir tilvist safn- aðarins. Þannig metum við ekki framar aðra að „mannlegum hætti" (16. vers). Með öðrum orðum, þá dæmum við ekki ( eða ættum ekki að dæma) fólk eftir ytra útliti. Ekki ættum við að fara í manngreinarálit vegna þjóðfélagsstöðu, kyns eða þjóðernis. Við eigum að líta á hvern 10 AðventFréttir 1,1995

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.