Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 12
MINNINGAR
SIGURÐUR BJARNASON,
fyrrverandi forstöðumaður Samtaka
Sjöunda-dags aðventista á Islandi
Fæddur: 9. des. 1930
Dáinn: 14. des. 1994
Sigurður Bjarnason lést 14. des. s.l. í
Landspítalanum.
Hann fæddist 9 des. 1930 að
Hrútsholti, Eyjahreppi á Snæfells-
nesi á heimili móðurforeldra sinna,
en foreldrar hans voru þau hjónin
Bjarni Guðjón Guðmundsson húsa-
smíðameistari í Keflavík og Sigríður
Kristín Magnúsdóttir húsmóðir
Sigurður ólst upp í Keflavík hjá
foreldrum sínum sem eina barn
þeirra til 11 ára aldurs þegar ynpi
bróðir hans, Guðmundur Oli
fæddist. Sigurður átti einnig 3 hálf-
systkini, þau Margréti, Arna og
Hrafnhildi, en þau eru börn Bjarna
frá fyrra hjónabandi.
Sigurður fór að heiman 17 ára til
náms að Reykholti og lauk þaðan
landsprófi eftir að hafa dvalist þar
einn vetur. Næsta haust innritaðist
Sigurður í Kennaraskólann og hóf
þar nám í 2. bekk og lauk kennara-
prófi eftir 3 ára nám vorið 1951. Má
segja að þetta sé einkennandi fyrir
Sigurð eins og við þekktum hann,
þennan frábæra og einstaka náms-
og atorkumann sem aldrei lét
deigan síga, þrátt fyrir mótlæti og
fjötrun sjúkdóms sem hélt honum í
sínum ógnargreipum síðustu árin.
í raun varð árið 1951 mikið
merkisár í ævi Sigurðar því auk
kennaraprófsins áttu tveir aðrir
merkir atburðir sér stað þá sem
mörkuðu stefnu lífs Sigurðar upp
frá þessu: Þetta ár kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni, Aðalheiði
Olafsdóttur frá Reykjavík, en henni
kynntist hann fyrst á meðan á Reyk-
holtsdvölinni stóð. í öðru lagi
sameinaðist Sigurður söfnuði
Sjöunda daga aðventista á þessu ári,
en þau Aðalheiður tóku skírn sama
daginn, þ. 26. maí 1951. Þessi
ákvörðun átti eftir að móta starfsævi
Sigurðar og líf þeirra hjóna þar eð
hann helgaði þessum söfnuði nær
alla starfsævi sína, á meðan kraftar
leyfðu.
Haustið þetta sama ár tók
Sigurður til starfa á Hlíðardalsskóla,
heimavistarskóla safnaðarins í
Ölfusi, sem þá hafði einungis starfað
í eitt ár. Sigurður átti ríkan þátt í að
efla veg skólans og vanda, ekki síst
hvað háan námsstaðal snerti,
jafnvel þannig að velþekkt varð á
landsvísu. Skólinn var jafnvel
nefndur í „allrafremstu röð íslenskra
unglingaskóla" eins og komist var
að orði í einu dagblaðanna árið 1956.
Það er frá þessum árum að mörg
okkar sem nú erum á miðjum aldri
og nutum kennslu Sigurðar eigum
dýrmætar minningar. Frábær
kennsla hans líður engum úr minni
sem hennar nutu. Sigurður naut
óskiptrar virðingar nemenda sem
kennari.
Sigurður þjónaði í stöðu kennara
við skólann til ársins 1960 með eins
árs hléi þó, skólaárið 1957-58, þegar
fjölskyldan dvaldist í Englandi og
Sigurður lagði stund á guðfræðinám
í háskóla Aðventista þar. Sumarið
1960 lauk Sigurður BA gráðu í guð-
fræði frá þeim skóla. Haustið 1960
tók hann við stöðu skólastjóra við
Hlíðardalsskóla sem hann gegndi til
vorsins 1964. Næsta ár dvaldist
fjölskyldan vetrarlangt í Reykjavík
er Sigurður hóf íslenskunám við Há-
skóla íslands en næsta haust fluttust
þau hjónin að Hlíðardalsskóla að
nýju og sinnti Sigurður þar kennslu-
störfum til ársins 1969. Það ár lauk
Sigurður BA prófi í íslensku frá Há-
skóla Islands.
Um haustið 1969 tók Sigurður hl
starfa í Reykjavík sem deildarstjóri
Samtaka Sjöunda-dags aðventista
og sinnti æskulýðsmálum, leik-
mannastarfi og bóksölustarfi safn-
aðarins svo og árlegri landssöfnun á
vegum Hjálparstarfs aðventista til
styrktar líknar- og þróunarstarfi
safnaðarins í þróunarlöndunum
auk prédikunarstafs í hinum ýmsu
söfnuðum aðventista á Islandi.
Þessu starfi gegndi Sigurður til
ársins 1973 er hann tók við stöðu
forstöðumanns Samtaka aðventista
á Islandi sem hann þjónaði til ársins
1980. Samfara því starfi þjónaði
hann sem prestur Reykjavíkur-
safnaðar, hélt opinbera fyrirlestra,
sinnti bókaútgáfu Bókaforlags
aðventista og var ritstjóri Bræðra-
bandsins, svo eitthvað sé nefnt.
Fyrstu árin á Hlíðardalsskóla
fæddist þeim hjónum Sigurði og
Aðalheiði börnin þeirra 3 en þau
eru: Gunnar, fæddur 1953, nú bú-
settur í Seattleborg í
Washingtonfylki. Þá Bjarni, fæddur
1956, kvæntur Helgu Arnþórsdóttur
kennara, en þau eiga tvær dætur,
Rakel Yr og Rebekku og eru þau bú-
sett hér í Reykjavík. Yngst var
Sigríður Kristín, fædd 1957 en Sirrý,
eins og hún var kölluð, lést árið
1991, aðeins 34 ára gömul. Hún
skildi eftir sig eiginmann, Ian
Graham sem er Breti og tvö börn:
Hildu Kristínu og Mark Edward.
Þau eru búsett í Bretlandi.
Árið 1981 lauk Sigurður Cand.
mag. prófi í íslenskum bókmenntum
en frá árinu 1980 til ársins 1987
starfaði Sigurður við íslensku-
kennslu við Garða- og Fjölbrautar-
skóla Garðabæjar en þá lét hann af
störfum fyrir heilsu sakir. Hann fór
þá að taka að sér þýðingaverkefni,
bæði bækur og greinar, nokkuð sem
hann gat unnið við tölvu heima fyrir
og sinnti Sigurður þessum hjartans
áhugamálum sínum eins lengi og
heilsa og kraftar leyfðu. Ófáar eru
þær bækur og greinar sem Sigurður
hefur þýtt fyrir söfnuðinn gegnum
árin.
Allt þetta starf, svo sem öll störf
Sigurðar, var unnið af mikilli elju og
vandvirkni og var söfnuðinum til
mikillar blessunar og sóma.
Sá sjúkdómur sem hrjáði Sigurð
svo mjög seinni árin gerði fyrst vart
við sig árið 1979 en, eðli sínu
samkvæmt, var hann mjög hægfara
12
AðventFréttir 1,1995