Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 13
MINNINGAR
í þróun. Þeim mun átakanlegri voru
þeir fjötrar sem sjúkdómurinn lagði
á þennan andans- og atorkumann
sem Sigurður var. En hann barðist
hetjulega fyrir því að vera sjálf-
bjarga sem lengst. Hann var stöðug-
lega eins virkur í starfi eins og
honum var framast unnt þessi sjúk-
dómsár.
Þó kom að því að hann varð að
leggjast inn á sjúkrahús og dvaldist
hann meira eða minna á sjúkrahúsi
frá 27. mars 1992. Lengst af dvaldist
hann á deild 32A á Landspítalanum.
Nú er hann sofnaður, þessi hetja í
ísrael, eftir að hafa barist trúarinnar
góðu baráttu og líf hans er falið
frelsaranum. Og nú bíður hann
upprisunnar þegar Drottinn kallar
hann fram úr gröfinni og segir:
„Gakk inn til fagnaðar herra þíns."
Utför Sigurðar fór fram frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík 14.
desember s.l. að viðstöddu
fjölmenni. Undirritaður jarðsetti
með David West, safnaðarpresti
Reykjavíkursafnaðar. Söfnuðurinn
kveður með virðingu og innilegu
þakklæti fyrir fórnfúst starf og
vottar ástvinum samúð.
Blessuð sé minning hans.
Eric Guðmundsson
t
Alúðarþakkir fyrir alla vinsemd
og samúð vegna fráfalls
eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa
Sigurðar Bjarnasonar
Guð blessi ykkur öll
Aðalheiður Ólafsdóttir
Gunnar Sigurðsson
Bjarni Sigurðsson
Helga Arnþórsdóttir
Rakel Ýr Bjarnadóttir
Rebekka Bjarnadóttir
snillingur til allra hluta og allt lék í
höndum hans.
Lengst af var hann heilsugóður.
En fyrir þrem árum greindist hann
með alvarlegan sjúkdóm, sem varð
hans aldurtili, er hann lést á Lands-
spítalanum hinn 13. janúar s.l.
Við mikið fjölmenni var útför
hans gerð frá Selfosskirkju, Selfossi.
Undirritaður jarðsetti, en naut við
athöfnina aðstoðar staðarprestsins,
sr. Þóris Jökuls Þorsteinssonar og
David West prests Aðventsafnað-
arins í Reykjavík.
Söfnuðurinn kveður með
virðingu og þakklæti og vottar
ástvinum innilegustu samúð.
Ástvinum öllum votta ég
innilegustu samúð
Hér er góð drengur genginn,
blessuð sé minning hans.
Jón Hjörleifur Jónsson
MÁLFRÍÐUR LOFTSDÓTTTR
Fædd: 3. jún. 1897
Dáin: 20. jan. 1995
Systir Málfríður Loftsdóttir
fæddist 3. júní 1897. Hún var næst
elst í 12 systkina hóp. Málfríður ólst
upp í foreldrahúsum og lauk til-
skyldri barnafræðslu í heimabyggð
sinni. Árið 1915 lést faðir hennar.
Leystist þá heimilið upp.
Þá enn ung lagði Málfríður leið
sína til ísafjarðar. Þar lærði hún karl-
mannafatasaum. Þótti sú iðn vegleg
og vænleg og vann Málfríður fyrir
sér við saumaskap, auk vist-
mennsku.
JÓSEF SMÁRI
GUÐMUNDSSON
Fæddur: 4. nóv. 1928
Dáinn: 13. jan. 1995
Bróðir Smári Guðmundsson fæddist
4. nóvember 1928, yngstur í hóp 12
systkina. Hann ólst upp í foreldra-
húsum - frá 13 ára aldri að Hólum í
Biskupstungum og vann við almenn
sveitastörf fram til 24 ára aldurs.
Þann 4. maí 1946 gekk hann í
Aðventsöfnuðinn.
Hinn 19. maí 1952 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Guðrúnu ídu
Stanleysdóttur. Þeim varð sex barna
auðið, sem öll lifa föður sinn.
Fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu
þau að Hólum, Biskupstungum.
Eftir það fékkst Smári lengst af við
akstur fólksflutningabifreiða, á
áætlanaleiðum, hópferðaakstur inn
á öræfi Islands, matfangaflutning til
virkjanastöðva sunnanlands, svo og
inn á afrétt til gangnamanna við
haustsmalanir, auk ýmiss konar
annarra flutninga. Einnig brá hann
fyrir sig akstri leigubifreiða,
stundaði búskap að Arnarbæli,
Biskupstungum, var staðarsmiður
og verkstjóri að Hliðardalsskóla,
Ölfusi og rak eigið fyrirtæki, Sendi-
bílastöð Selfoss frá árinu 1974 að
telja.
Eftir nokkur búsetuskipti í fyrstu
og allmargra ára dvöl á Selfossi,
keyptu Smári og Ida eignina Rein í
Ölfusi og áttu þar heima æ síðan.
I áralöngu, umfangsmiklu starfi
sínu kom bróðir Smári víða við og
átti samskipti við reginfjölda fólks.
Alls staðar var hann eftirsóttur fyrir
ljúfmennsku og lipurðar sakir, auk
þess sem hann var hinn mesti verk-
AðventFréttir 1,1995
13