Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 7
ríki. Hann sagði: „Við verðum að verða eins og börnin." En Jesús steig skrefi framar. Ef einhver truflar þetta barn í trúar- iðkun þess, í trúnaði þess, í því að ganga inn í himnaríki, verður ekki neitt gott sem bíður slíks manns. Já, reyndar væri betra fyrir - það er rétt, betra - að vera sökkt í sjávardjúp! Og ég álykta, að sé það að drukkna hið betra sem gæti gerst þá gæti hið verra varla verið sérlega gott. Svo að orð Drottins er þetta: Ekki skemma fyrir börnunum mínum! Undravert mál! Það er athyglisvert að Jesús viðurkennir að slíkt muni gerast. En hann segir: „Biðjið að þið verðið ekki þess valdandi." Ef það er eitthvað það í okkur, sem gæti orðið þess valdandi að eitt af litlu börnum Guðs hrasaði, losið ykkur þá við það hvað sem það kostar! Betra væri að þola kvalir og pyndingar og vera blindur og limlestur en að hrasa og missa af ríki Guðs. Aftur og aftur talar Jesús um börnin og hvað þau eru honum kær. Þetta er kenning! Þetta er guðfræði. Og við sem eigum þá von að eignast hlutdeild í ríki Guðs ættum að rannsaka upphafsvers þessarar greinar og að gæta okkar. Börn eru fyrirmyndir þessfólks sem erfir Guðs ríki. Skapgerðareinkenni, sem við þurfum að tileinka okkur Hver eru þessi sérstöku einkenni barna, sem Jesús áminnir okkur að tileinka okkur? Er það hæfileiki þeirra til að treysta og trúa? Til að elska skilyrðislaust? Er það hæfileiki þeirra til að finna gleði á hinum ólík- legustu stöðum? Forvitni þeirra? Bjartsýni þeirra? Hæfileiki þeirra til að fyrirgefa og gleyma? Eða það að þau eru laus við veraldlegan metnað? Eða það hve þau eru ánægð með hið einfalda? Já, það er allt þetta. Samt trúi ég því að það sé fyrst og fremst hversu hjálparvana þau eru, öðrum háð, eru laus við uppgerð og breyskleiki þeirra. Það eru hinir barnslegu, sem sæluboðanirnar eru stílaðar til - hinir óstyrku, særðu og hjálparvana. Börn eru fórnarlömb í Sómalíu. Börn þjást í Sarajevo. Börn eru særð í Suður-Ameríku. Og í Banda- ríkjunum eru börn hin herteknu, sem Jesús hefur heitið að leysa. Þegar ég heyri um börn, hugsa ég jafnframt til foreldra. Og ég sé fjórar gerðir foreldra. 1. Kærulausir foreldrar. Á þessu heimili búa börn og foreldrar í sama húnsnæði, en börnin ala sig upp sjálf. Það er ekkert ábyrgt tillegg af hálfu hinna full- orðnu. Börn þarfnast leiðsagnar, fræðslu, verndar og leiðrétt- ingar. Vanræksla er særandi og særindin eru raunveruleg. Ein særð ung persóna túlkaði það með þessum orðum: „Þeim er alveg sama." Þannig er mynd Guðs brengluð. Krakkar, vinsam- legast fyrirgefið okk- url jafnvel þótt þeir gangi að þeim dauðum - það er að segja börnunum. Þeir mæla árangur sinn sem foreldra með óþægindum þeim og kvörtunum sem þeir geta vakið hjá börnunum. Að hafa réttinn sín megin skiptir öllu máli og faðirinn hefur aldrei á röngu að standa. Ef börnin eru óhamingjusöm, hlýtur það að vera af því að það er þeim til góðs eða af því að þau eru syndug. Slíkir foreldrar reyna að leiðrétta sín eigin unglingavandamál fyrir tilstilli barna sinna. Endirinn verður sá, að með sinni sjálfsréttlátu og þrúgandi guðhræðslu, gefa þeir slíka mynd af Guði, sem verður til þess að sannfæra börnin um, að hægur og kvalafullur dauðdagi í helvíti væri þolanlegri en að verja eilífðinni með Guði, sem líkist foreldrum þeirra. Unga fólk, vinsamlegast fyrirgefið okkur! 2. Grimmdarlegir for- eldrar. Hér eru börnin notuð og farið illa með þau til að full- nægja þörfum foreldranna. Mis- notkunin birtist í mörgum myndum. Stundum getur verið erfitt að skilgreina hana, erfitt að gera sér grein fyrir henni. En engu að síður er hún skemmandi. Grimmdarlegir foreldrar eru sjálfir í brýnni þörf fyrir hjálp og verða að hljóta hana áður en skemmdin sem þeir valda verður ólæknanleg. Án hjálpar ala þeir upp brengluð börn, sem eru líkleg til að misnota sín eigin börn og þar með að viðhalda kvölinni. Þessar dapurlegu aðstæður eru algengari en flest okkar gera okkur grein fyrir. Og staðreyndin er sú, að misnotkun eykur möguleikana á því, að hinir misnotuðu verði sjálfir til þess að misnota aðra en það gerir aðstæðurnar enn hörmulegri. Börn - vinsamlegast fyrirgefið okkur! 3. Trúaðir foreldrar. I þessu húsi eru foreldrarnir ákveðnir í að frelsa börnin sín, 4. Foreldrar sem eru systur og bræður. Á þessu heimili einkennast sam- skiptin af heiðarleika, sambandi, AðventFréttir 1,1995 7

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.