Aðventfréttir - 01.01.2002, Qupperneq 2
Gavin Anthony:
Hvert fer Gud
þegar hann finnur til?
Stór tár komu í augu hennar.
Hún hristi litlafingur og starði
á blóðdropa á stærð við títu-
prjónshaus sem hafði myndast
eftir að hún braut litla trjágrein sem
hún hafði tekið undir gamla eikar-
trénu. Eftir örskamma stund, sem
virtist vera heil eilífð, gaf hún frá sér
skerandi öskur og hljóp eins hratt og
fætur hennar gátu borið hana til
pabba sem var við hinn enda garðs-
ins. Hann skynjaði neyð hennar og
lét frá sér skófluna og tók hana þétt-
ingsfast í faðm sér.
Hún hafði rétt í þessu tekið upp
bréfsnepil sem var ætlaður einhverj-
um öðrum. Vinir hennar, sem hún
hélt að væru vinir sínir, voru í raun
og veru að gera grín að öllu sem við-
kom henni: útliti hennar, hreim
hennar, spurningum hennar. Hún
var ný í skólanum og þráði að falla í
hópinn, en hún gerði sér grein fyrir
að hún var hlátursefni þeirra allra. I
reiði sinni reif hún miðann og henti
sneplunum í ruslið og hljóp heim.
Hún hljóp þar til henni fannst hún
hafa hlaupið heiminn á enda. Hún
opnaði útidyrahurðina og leitaði að
mömmu. Hún myndi skilja hana.
Hún myndi sýna henni væntum-
þykju.
Þetta kom henni ekkert á óvart.
En samt, þegar það gerðist, þá varð
það eins og að engum hafði dottið í
hug að vara hana við. Þau höfðu ver-
ið gift í nærri 50 ár. Hann hafði feng-
ið fylgikvilla eftir að hann skipti um
meðul og útlitið var ekki gott. Hann
hafði verið á spítala í nokkrar vikur,
en nú sögðu þeir að ekki væri aftur
snúið hvað varðaði hinn líkamlega
skaða. Smá saman fóru líffærin að
gefa sig eitt af öðru, þar til einn eftir-
miðdag að hann dó. Hún hafði setið
þarna hjá honum dágóða stund.
Hugurinn reikaði til og frá um ára-
tugina og jafnvel á þessari stundu
kölluðu ákveðnar minningar fram
örlítið bros á varir hennar. Þetta
höfðu verið góð ár, mjög góður tími.
Læknirinn hafði varað hana við að
tíminn væri naumur. Hún hafði und-
irbúið sig, og eftir allt saman þá gat
hún ekki kvartað yfir lífi sínu, þau
höfðu lifað árin til fullnustu. En þeg-
ar hann dó virtist ekkert hafa getað
undirbúið hana undir þennan hvirf-
ilbyl lífsins sem virtist steypast yfir
hana og soga hana niður svo hratt að
hún varla náði andanum. Skyndi-
lega stóð hún upp en vissi samt ekki
hvað til bragðs skyldi taka. Hún hik-
aði en svo féll hún í arma sonar síns.
Lítil stúlkan sem hafði meitt sig á
fingrinum hleypur til pabba síns.
Sorgbitinn nemandi leitar að móður
sinni. Amman sem missti besta vin
sinn fellur í arma sonar síns. En
hvert fer Guð þegar hann finnur til?
Eg reikna með að þú teljir að Guð
finni til. Fann hann jafn mikið til og
litla stúlkan sem stakk sig á grein-
inni? Fann hann jafn mikið til og
nemandinn sem þjáðist vegna hæðn-
isglósanna? Fann Hann eitthvað
minna fyrir þeirri óvæntu geðshrær-
ingu sem amman varð fyrir við að
missa eiginmann og besta vin sinn?
Svo ég spyr aftur, hvert fer Guð þeg-
ar hann finnur til?
Og ennþá meira. Undanfarna
mánuði, í svokölluðu réttlætanlegu
stríði, hafa orrustuflugvélar flogið
yfir Afghanistan og skeytt lítið um
þær persónulegu tortímingar sem
þær valda. Hvað með fjölskylduna
sem missir einn eða tvo bræður
vegna þess að slæmt veður olli
stefnubreytingu sprengjunnar?
Hvert fer Guð þegar Hann finnur til?
En ekki líta eingöngu til fjarlægra
landa. Líttu á bæinn þar sem þú
býrð. Líttu á unga fólkið sem var að
fikta við eiturlyf að gamni sínu eftir
skemmtunina á laugardagskvöldið.
Líttu á konuna sem var hent út um
bakdyr heimilis síns þegar eigin-
maðurinn kom drukkinn heim.
Hvert fer Guð þegar hann finnur til?
Leist þú í kringum þig í kirkjunni
í síðustu viku? Sást þú manninn sem
kom til að finna náð en festist á milli
kvennanna í röð 5 og 7 vinstra meg-
in, sem voru að kvarta undan lykt-
inni sem þær fundu allt í einu í kirkj-
unni? Hvert fer Guð þegar hann
finnur til?
Eða mannstu kannski eftir því
þegar þú varðst pirruð við börnin
þín og sendir þau í rúmið, en raun-
verulega vandamálið var að þú gafst
þér ekki nægan tíma til að biðja um
morguninn. Mannstu þegar þú féllst
í „synda & fyrirgefninga bransann"
eins og Owen kallar það: þar sem
sama syndin og fyrirgefningin fara
hring eftir hring? Hvert fer Guð þeg-
ar hann finnur til?
Guð er faðir okkar og ég held að
allir feður finni til. En ég veit samt að
sumir eru á öndverðum meiði, því
við höldum að allir feður séu stórir
og sterkir. Arum saman hefur eng-
inn séð pabba gráta eða kveinka sér
af sársauka, því pabbar eru einfald-
lega of sterkir. En sannleikurinn er sá
að feður verða sorgmæddir og þeir
líka þarfnast einhvers sem elskar þá
enn meira.
En hvað með okkar himneskan
föður? Ber hann sársaukann á himni
og setur upp svip hugrekkis? Þegar
hann lítur af himni ofan til okkar og
finnur sársauka stúlkunnar, nem-
andans, ömmunnar og allra hinna,
kallar hann þá á nokkra engla til að
tala við eða setur hann kannski bara
spólu í tækið til að gleyma þjáningu
sinni?
Ég held ekki. Því góðir feður líta
ekki framhjá sársauka bama sinna,
þeir deila honum með börnunum.
Þeir reyna að taka á sig sársaukann.
Þeir vildu gjarnan taka við sársauk-
anum og þjást í stað barna sinna.
En mesti sársauki okkar himnes-
ka Föðurs hlýtur að vera þegar við
viljandi særum hann. Þegar við
steytum hnefann í reiði og vantrausti
yfir því hvernig hann hefur leitt líf
okkar, þegar við gemm öðrum - hin-
um börnum hans sem hann hefur
skapað, lífið leitt og þegar við ætlum
að fara okkar eigin leiðir sama hvað
hann segir. Hvert fer Guð þá?
Getur þú ímyndað þér hvernig
Guði leið þegar Éva rétti út höndina
eftir ávextinum? Hvert fór Guð þá?
2
Aðventfréttir