Aðventfréttir - 01.01.2002, Qupperneq 6
Trúboðar
Hefur þú gengið á milli húsa og
selt bækur? Eða spurt fólk hvort það
hafi áhuga á að taka þátt í biblíu-
rannsókn?
Þetta er einmitt það sem nemend-
ur á skóla sem heitir „Black Hills
Mission College of Evangelism" í
Suður Dakóta, USA, eru að fást við.
Louis Torres (prestur) og kona hans
Carol stofnuðu skólann árið 1997.
Hugmyndin var að kenna ungu fólki
að standa fast á því sem þau trúa og
deila trú sinni með öðrum.
Þetta hófst allt þegar Louis Torres
var í hemum. Hann var á þriggja
mánaða skyndihjálparnámskeiði og
heillaðist af því hve mikið var hægt
að læra á þessum stutta tíma. „Ef
það er hægt að þjálfa „life savers" á
þremur mánuðum, þá hlýtur að vera
hægt að þjálfa „soul savers" líka á
þessum tíma.", hugsaði hann með
sjálfum sér. Og í tengslum við prest-
starf sitt hélt hann námskeið um út-
breiðslustarf í kirkjum víðsvegar í
Bandaríkjunum.
Louis og Carol vinna í náinni
samvinnu við „Adventist Laymen's
Services and Industries" (ASI). Síð-
astliðin þrjú ár hefur fólk frá Black
Hills í samvinnu við ungt fólk frá
ASI haldið opinberar samkomur á
fjögurra vikna tímabili, í ágúst.
Þau vinna saman í 3-4 manna
hópum og á einu kvöldi heimsækja
þau 60-70 hús með könnun á and-
legum áhugamálum og bjóða fólki
að koma á samkomuröð sem kallast
„Opinberun, loforð, von"
Árið 1999 héldu þau opinberar
samkomur í Orlando, Florida. Þau
voru bjartsýn og sóttu 350 stóla fyrs-
ta kvöldið. Engin bjóst við miklum
fjölda. Greg Wallin, einn af þeim sem
hafa útskrifast frá Black Hills rifjar
upp; „Ég var í bænahóp þannig að
ég fór ekki á fyrstu samkomuna. Á
meðan við báðum heyrðum við
unga fólkið bera fleiri stóla inn í sal-
inn. Við lofuðum Guð og héldum
áfram að biðja." Um 400 manns
komu á fyrstu samkomuna, og að
meðaltali 4-500 eftir það. 120 manns
skírðust eftir þessar samkomur
vegna vinnu unga fólksins.
Síðastliðið sumar voru sam-
komurnar haldnar í Atlanta, og
norðmaður nokkur sem tók þátt í
undirbúningnum hafði á orði; „Ég
kom hingað til að læra hvernig ég
ætti að ná til annarra með boðskap-
inn. En það sem ég man best er mín
eigin lífsreynsla. Áður, hélt ég að Að-
ventboðskapurinn væri dauður og
leiðinlegur, en núna hef ég upplifað
trúna sem eitthvað persónulegt og
uppsprettu gleði í lífi mínu. Það er
ótrúleg lífsreynsla að brenna fyrir
Krist.
Hefur þú áhuga á að upplifa eitt-
hvað svipað? Nú í haust koma Lou-
is, Carol og Greg til Noregs og halda
námskeið. Það verður spennandi og
áskorun fyrir þá sem taka þátt. Það
mun breyta þér, andlega lífi þínu og
sambandi þínu við fólk í kringum
þig. Viltu prófa?
For more information:
European Bible School -
Black Hills training
PO Box 23
NO-3331 Skotselv
Norway
(47) 32 25 20 90
ebss@online.no
Make a difference !
AucjhsP 15 - NovemPer 16\ JfCOJl
'Getoutof
* Stie*d 310 Comf°n t0
'Meet*eWn °nthsinNor
AVer;e„t P<;'nw<íC„eiv ;v
P Oft®or
Uag c„CiI£rS,>
•ssioti c0// es, fou
olleSenf tv aers o/
Matteson Institute
of Evangelism
European Bible School
of Health and Agriculture
www.GuropGanbiblGschool.com
The Matteson Institute of Evangelism is operated by the Norwegian Union of SDA
EBS is part of the Heartgood Foundation which is a supportive ministry of the SDA
6
Aðventfréttir