Aðventfréttir - 01.01.2002, Síða 8

Aðventfréttir - 01.01.2002, Síða 8
Rúmlega þrjátíu konur tóku þátt í kvennamóti að Hlíðardalssetrinu aðra helgina í mars. Gestur mótsins var Helen Pear- son blaðamaður og almennings- tengslaráðgjafi, en Helen var einnig gestur mótsins sem haldið var á HDS fyrir tveim árum. Þema mótsins var vorverk hjart- ans þar sem hún fjallaði um mikil- vægi persónulegs sambands okkar við Jesú og þess að „fleygja" því sem fánýtilegt er og varðveita það sem máli skiptir. Boðskapurinn var kjarnmikill var sumt af efninu rætt í smærri hópum. Kvennamót að Hlíðar- dalssetrinu í mars Helen kennir dæmisögur Krists á mjög lifandi hátt. Hún lét hópinn m.a. leita að vel földum „drökmum" og kveikja á kertum á táknrænan hátt. Maturinn var ljúffengur og fal- lega skreyttur. Yfirmatráðskona var Laila Panduro og henni til aðstoðar voru Erika Kristjánsdóttir og Mar- grét Ospina. Um tónlist sá Ester Ólafsdóttir. Kvöldvaka var haldin á laugardags- kvöldinu. Það var farið í leiki, sungið, leikin leikrit og farið með annað skemmtiefni. Mesta kátínu vakti ung „kona" sem ekki hafði skráð sig á mótið. Mótið einkenndist af einingu og kærleika. Eftir hríðarbyl og skafrenning allan hvíldardaginn birti upp og skartaði landið sínu fegursta á heimleiðinni í glampandi sólskini. Við vonumst til að geta haldið mót að nýju að ári liðnu. Bestu þakk- ir til allra sem á einhvern hátt undir- bjuggu eða hjálpuðu til við undir- búning og á mótinu sjálfu. Fyrir hönd undirbúningsnefndar, Úlfhildur Grímsdóttir. 8 Aðventfréttir

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.