Aðventfréttir - 01.01.2002, Síða 15

Aðventfréttir - 01.01.2002, Síða 15
Komdu pá, þú sem ert blá- fátækur, komdu, þú sem ekkert hefur fram að færa, allslaus, en syndum hlað- inn. Þetta er ekki hásæti sem er viðhaldið fyrir fé skattgreiðenda, heldur há- sæti þaðan sem góðir hlutir streyma eins og frá óþrjót- andi lind. finn sjálfan mig í þeim forrétt- indahópi sem fær ótakmarkaðan aðgang að hinum æðsta konungi ætti ég þá ekki að vera glaður? I raun á ég skilið að dúsa í dýflissu hans, en í stað þess finn ég mig frammi fyrir hásætinu! Ætti ég ekki að vera þakklátur og ætti mér ekki að finnast ég njóta óverðskuldaðs heiðurs þegar mér er leyft að biðja? Hvers vegna ertu þá dapur í bragði, þú sem biður, þegar þú stendur frammi fyrir náðar há- sætinu? Þú barn Guðs, úr því þú ert þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að standa frammi fyrir kon- unginum, skrýddum himneskum klæðum náðarinnar og kærleik- ans, láttu andlit þitt skína af fögn- uði. Ef sorgir þínar eru þungar, þá segðu honum frá þeim, því hann getur mildað sorgina. Ef syndir þínar eru margar, játaðu þær þá. Hann getur fyrirgefið þær. En minnumst þess að við stönd- um frammi fyrir hásæti. Því er við- eigandi að við komum fram fyrir það í fullkominni auðsveipni og uppgjöf. Okkur er að vísu veitt heimild til þess að segja: „Drottinn, þetta eða hitt er mín ósk." En við verðum alltaf að bæta við: „En þar eð mér getur skjátlast og látið stjórn- ast af eigingirni - þá ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt." En þar eð við erum frammi fyrir hásæti konungs ættum við að koma með miklar væntingar. Við erum ekki að sækja um aðstoð úr einhverj- um takmörkuðum fátækrasjóði eða að berja dyra bakdyramegin í höll náðarinnar til þess að taka við af- göngum og brauðmolum sem falla að borði húsráðandans, jafnvel þó þetta væri meira en við gætum kraf- ist. Nei, þegar við biðjum þá stönd- um við í ákjósnalegri aðstöðu þar sem jafnvel æðstu englar standa og lúta höfði í lotningu. Ættum við þá að koma þar fram með pínulitlar bænir og smávægilegar óskir í trú sem er skorin við nögl? Nei, það sæmir ekki konungi að gefa þeim sem til hans leita smámynt og verð- litlar gjafir. Hann gefur mikil verð- mæti. Varaðu þig á því að halda að hugsanir Guðs og aðferðir séu líkar þínum. Leggðu því fram stórhuga bænir því þú ert frammi fyrir miklu hásæti. Biðjum af stórhug og hann mun gjöra „langt umfram allt það, sem við biðjum eða skynjum". Og að lokum, fram fyrir þetta há- sæti ber okkur að koma í fullu og óbifanlegu trausti. Hver ætti að efast um orðheldni konungsins? Já, það er mikilfenglegt hásæti sem við nálg- umst í bæninni en umfram allt er það náðarhásæti Guðs, sett upp í þeim tilgangi eingöngu að útbýta náð. Sérhver yfirlýsing sem héðan fer er náðaryfirlýsing, gjafirnar sem héðan streyma eru náðargjafir og sá sem hér situr er náðin sjálf holdi klædd. Hvað felur þetta í sér? Ef ég kem fram fyrir hásæti náðarinnar í bæn, þá er litið framhjá þeim göllum sem kunna að vera á bænum mínum þeg- ar ég bið. Stundum kunnum við ekki að biðja og bænir okkar eru ekki annað en stunur andans, slitróttar og óskýrar. En hafðu ekki áhyggjur. Þú ert ekki frammi fyrir hásæti réttvís- innar, heldur náðarinnar. Værirðu frammi fyrir hásæti réttvísinnar er hætta á að þér yrði vísað frá, a.m.k. vegna formgalla, en stamandi stend- ur þú frammi fyrir hásæti náðarinn- ar, og gallaðar umleitanir þínar eru ekki gagnrýndar. Meðalgöngumað- ur þinn þar tekur að sér sérhverja beiðni og gerir hana fullkomna vegna fullkomleika síns. Guð metur hverja bæn sem borin er fram í nafni sonar hans og fyrir- gefur allan ófullkomleika. Hve stór- kostlega ætti þetta ekki að hug- hreista okkur! Ekki gefast upp þó þér finnist þú vanhæfur í bænum þínum. Komdu til Guðs með beiðni þína því það er ekki að hásæti gagn- rýninnar sem þú kemur heldur há- sæti náðarinnar. Og þar eð þetta er hásæti náðarinnar munu syndir þín- ar heldur ekki aftra því að bænir þín- ar nái fram að ganga. Og óskir þínar og langanir verða túlkaðar þar þér í hag. Ef þér er fyrirmunað að finna orð til þess að tjá óskir þínar þá er innihald ófullkominna bæna þinna og andvarpa þýtt hér. Sérðu fyrir þér barn sem er að reyna að segja eitthvað og foreldr- ið veit vel hvað það langar að segja en kann ekki að koma því frá sér, og svo fær barnið hjálp til þess að mynda orðin. Þannig er Guð einnig sem elskuríkt foreldri. Myndum við ekki vilja ganga að slíku náðarhásæti full öryggis og full djörfungar? Þar eð þetta er hásæti náðar- innar mun konungurinn ekki spyrja: „Hvaða gjöf hefur þú komið með? Því framlögum er ekki veitt viðtaka hér heldur gjöf- um útbýtt. Komdu þá, þú sem ert bláfátækur, komdu, þú sem ekk- ert hefur fram að færa, allslaus, en syndum hlaðinn. Þetta er ekki há- sæti sem er viðhaldið fyrir fé skattgreiðenda, heldur hásæti þaðan sem góðir hlutir streyma eins og frá óþrjótandi lind. Komdu, og taktu við víninu og mjólkinni án endurgjalds. Já, komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk! Og sem afleiðing þessa mun Guð sjá í gegnum fingur með öllum ágöll- um beiðandans. Segjum sem svo að ég komi að hásæti náðarinnar með syndabyrði mína. Þar er einn sem fann fyrir syndabyrðinni á löngu liðnum öldum og sem hefur aldrei gleymt þunga þeirra. Segjum sem svo að ég komi sorgum hlaðinn. Þar er einn sem þekkir allar þær sorgir sem hrjáð geta mannkynið. Er ég niðurdreginn og vondaufur? Óttast ég að Guð sjálfur hafi yfirgefið mig? Þá er sá við hásæti náðarinnar sem sagði: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" Þetta er há- sæti þaðan sem náðin sjálf fagnar yfir því að geta komið auga á þján- ingar mannkyns í þeim tilgangi að lækna þær. Páskar minna okkur á sigur Krists yfir myrkraöflunum, syndinni og dauðanum. En Kristur þráir að börn hans haldi sigurhátíð páskanna sérhvern dag lífs þeirra. Sá er sannur tilgangur fórnar hans, upprisu og stöðugrar þjónustu: „Með gullinni festi óviðjafnanlegrar elsku sinnar hefur hann bundið þá hásæti Guðs. Takmark hans er að þeir njóti æðstu áhrifa alheimsins sem geisla frá upp- sprettu alls máttar. Þeir eiga að hafa kraft til að standast hið illa, mátt sem hvorki jörðin, dauðinn né Helja get- ur sigrast á, mátt sem gerir þeim fært að sigra eins og Kristur sigraði" Þrá aldanna 510. Aðventfréttir 15

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.