Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.02.2008, Blaðsíða 7
þessu liggur ætlan Guðs með okkur. Allir Guði helgaðir einstaklingar ættu að líta hátt og klæðast alvæpni Guðs.... Trúboð felst ekki nauðsynlega í boðun í framandi landi. Akrarnir eru fullþroska allt í kring um okkur. Látið af allri værð.... Farið og veitið bágstöddu kirkjusamfélagi aðstoð. Hristið af ykkur andlega slenið. Leggið allt ykkar í að boða bandingjum lausn og gnægðagáttir himnanna munu opnast fyrir ykkur og þið munuð að endingu heyra: „Vel gert, þú trúfasti þjónn, gakk uðum í voninni og trúnni mun ekki koma okkur í opna skjöldu.... Við þurfum á trúboðum að halda heima- við. Við þörfnumst trúboða sem eru reiðubúnir að kanna nýjar slóðir og takast á við óvissuna. Notið þær talentur sem Guð gaf ykkur, því Ijöldi þeirra skiptir ekki máli.... Hversu vildi ég ekki miklu heldur mæta frammi fyrir meistara mínum í tötrum einum klæða í skiptum fyrir allan heimsins auð. Veittu mér afrakstur inn til fagnaðar herra þíns.“.... Trúin á Jesú Krist er lifandi meginregla í lífi okkar, þar sem sérhver hugsun og sérhvert handtak er fólgið vilja hans.... Framundan er mikið og yfirmáta mikil- vægt verkefni í því að búa samferða- menn okkar undir að standa frammi fyrir Drottni á hinum efsta degi. Megi Guð veita okkur leiðsögn að ganga fram að vilja hans.... Þú munt skilja sannleikann og þann undirbúning sem þarf fyrir þennan mikla dag ef þú gengur í auðmýkt með Guði. „Hinir leyndu hlutir heyra til Drottni okkar og Guði, en það sem opinberað hefur verið er okkur ætlað og börnum okkar um alla tíð.“ Ef þetta er þín bjarg- fasta trú og sýnir þá það í daglegu lifi þínu, munt þú njóta dýrðarljóma himnanna um allar aldir. Við ættum ekki að reyna að skilja að fullu alla þætti tilverunnar, heldur láta okkur nægja einfaldleika guðhræðslunnar. Hið eilífa líf er að finna i Jesú Kristi, sem opnaði leiðina fyrir okkur hindrunarlaust, þannig að sérhver sá, óháð gáfum og gjörvileika, sem þráir að þekkja sannleikann mun finna hann. Hið illa er allt í kringum okkur og vinnur beinskeytt gegn samviskufrelsi okkar. Nú munu þeir sem ekki sinntu verkinu þagna og þeim verður orða vant, en endurkoma frelsara okkar sem störf- starfs mins í frelsun annarra og ég mun ekki fara fram á neitt það sem þessi heimur hefur upp á að bjóða.... Gefið ykkur til starfsins af heilum hug og Guð mun starfa með ykkur. Ellen G. White Þessi grein er úrdráttur úr Advent Review & Sabbath Herald, 18. desember 1888. Það er yfirlýst stefna Kirkju sjöundadags aðventista ad andi spádómsins hafi hvilt yfir Ellen G. White á 70 ára löngum starfsferli hennar. LOKSINS! LOKSINS! LOKSINS! Nú eru loks komnir út bæklingar á íslensku. Þessir bæklingar eru eftir Jón Hjörleif Stefánsson og fjalla um eftirfarandi efni: Lögmálið Sköpunin Biblían Hvað er réttlæting fyrir trú? Messias Spádómurinn um Evrópu Guð ergóður. Heimurinn er vondur. Hvers vegna? . Náð Upplagt boðunartæki. Ritin eru í A6 broti og því handtæk að hafa með í töskunni, hanskahólfinu eða í jakkavasanum, hvert sem farið er! Vertu ávallt reiðubúin(n) þegar Guð vill nota þig til að koma boðskap sínum á framfæri. Hægt er að nálgast bæklingana á skrifstofu Kirkjunnar. Þá er upp- lagt fyrir söfnuðina að fjárfesta í eintökum til að hafa í kirkjunum og einnig til boðunar á þeirra svæði. Verð: 20 kr. stykkið. ADVANCE 2008 Ætlar þú til Birmingham um páskana? Hópur af ungu fólki ætlar á þetta spennandi ungmennamót í Englandi, skelltu þér með! Mótið hefst á miðvikudagskvöldi 19 mars og stendurtil sunnudagsins 23 mars. Margir spennandi ræðumenn, t.d. Randy Skeete, Jefferey Rosario, Ron du Prez, Clifford Goldstein og Stephen Bohr. Kíktu á síðuna www.necyd.com og fáðu frekari upplýsingar varðandi kostnað og dagskrá. Þetta mót er í líkingu við EYC mótið sem var á íslandi í fyrra. Gist verður á 4 stjörnu- hóteli. Kostnaðurer rúmlega 50.000 kr. miðað við flugverðið 24. jan. Athugið að senda þarf inn umsóknarblað en það er að finna á sömu vefsíðu. Endilega hafið samband við Þóru Lilju (thoralilja@yahoo.com eða gsm: 822-4931) eða Söndru Mar (sandra@adventistar.is eða gsm: 696-3979) til að fá nánari upplýsingar um ferð íslenska hópsins. AÐVENTFRÉTTIR • Febrúar 2008 7

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.