Aðventfréttir - 01.02.2008, Side 11

Aðventfréttir - 01.02.2008, Side 11
Barnasíðan Svipmyndirfrá náttfatapartíi krakkanna í Loftsalnum 26. janúar. Myndir Örn Jónsson HRAFNARNIR KOMU AFTUR Bið þú mig og ég gef þér þjóðir af erfðum og víða veröld til eignar. Sálm. 2:8 Bill Neely elskar að heyra um krafta- verk. í fjölskyldu hans hafa gerst svo mörg kraftaverk, sem hafa sýnt mátt og varðveislu Guðs að hann skilur bara ekkert í því hvað það eru margir, sem segja að Guð sé ekki til. Móðir hans var alltaf að segja við föður hans að hún mundi svo gjarnan vilja vera gift presti. En faðir Bills var rafvirki og hafði unnið við það í 10 ár. Hún hélt nú samt áfram að biðja manninn sinn um að fara í guðfræði og gerast prestur, þangað til að hann lét undan og ákvað að fara í guðfræði í Háskólanum. Það voru erfiðir tímar. - Pabbi - sagði Bill einn kaldann morgunn - það er engin mjólk I ís- skápnum og morgunkornið er búið. - Ég veit það sonur minn, - sagði pabbi - ég held að það sé kominn tími til að hrafnarnir heimsæki okkur. Þá mundi Bill strax eftir biblíusög- unni þar sem að hrafnarnir færðu Elía spámanni mat. Seinna þennann sama dag kom pabbi heim með þrjá lítra af mjólk, sem einn kunn- ingi úr skólanum hafði gefið honum vegna þess að hann hafði keypt of mikla mjólk og var hræddur um að hún mundi skemmast. Einni viku seinna gerðist það að móðir Bills fékk ekki útborgað á réttum tíma, en hún vann úti til að halda uppi heimilinu. Heima var bara til salt, hveiti og frosið grasker. Þau öll voru orðin mjög svöng, en börnin tóku eftir því að foreldrar þeirra voru bæði jákvæð og vongóð, eins og að eitthvað gott ætti eftir að gerast. Seinna þegar þau voru að syngja sálma saman heyrðu þau bankað fast á útidyra- hurðina. Mamma hljóp til að opna, en sá enga manneskju, nei, en hún starði hissa á það sem hún sá, þarna fyrir utan voru tveir stórir inn- kaupapokar fullir af mat! Og þessi matur entist alveg þangað til að mamma fékk útborgað! Einu sinni bilaði bíllinn þeirra. Þá bauð ein rík og góð kona þeim með sér á bílasölu og keypti nýjann bíl handa þeim og borgað líka tryggingar bílsins í eitt ár! Efast þú ennþá um að Guð geri kraftaverk í dag? Ekki gleyma þvi að allt þetta byggist á að treysta honum. Þýðandi: Anna Kjartansdóttir. Þýtt úr : Metitacao Juvenis 2007, Casa Publicadora Brasileira. Falda versið Krakkar, getið þið fundið falda versið? Héreru nokkrar vísbendingar. Munið að skrifa orðið nákvæmilega eins og það stendur í vísbendingunni. 1. 10. orðið í 1 Mósebók 1:28. 2. 26. orðið í Job 22:5. 3. Síðasta orðið í Sálmunum 126:3. 4. Fyrsti stafurinn í Biblíunni. 5. Hverjum reisti Nói altari? (1M 8:20). 6. Punktur. 7. 2. orðið I Opinberunarbókinni 14:6. 8. 18. orð í Sálmunum 73:28. 9. Slðasta orðið í Prédikaranum 11:1. 10. Tvlpunktur. 11. 3.orðið 11 Pétursbréfi 3:8. 12. Verið ætíð____________. IÞessalóníkubréf 5:16. 13. Punktur. Vitið hvar þetta vers er að finna I Biblíunni? (Athugið notastervið Biblíuna í útg. frá 1981). AÐVENTFRÉTTIR • Febrúar 2008

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.