Bræðrabandið - 01.07.1974, Síða 6

Bræðrabandið - 01.07.1974, Síða 6
Bls. 6 -BRÆÐRABANDIÐ 6.-7.tbl T(M D/hmu VEJLEFJORD HÖJERE SHOLE Hvíldardagurinn 4. maí, var mikill dagur á VHS. Þann dag fór fram skírn þar sem 20 ungmenni tóku stefnu með Guði og voru skírð. Þar á meðal voru tvær íslenzkar stúlkur, Erla Gunnarsdóttir frá Reykjavík, og Áslaug Brynjarsdóttir frá Kristneshæli við Akureyri. Erla hefur verið tvö ár hérna á skólanum. Hún kom hingað fyrir milligöngu Aðvent skyldmenna sem hún á í Nærum. Hún mun halda hér áfram næsta skólaár, en verður á íslandi í sumar. Áslaug kynntist söfnuðinum gegnum sunnudagaskóla sem Steinþór Þórðarson og Lilja Guðsteinsdóttir héldu þegar þau voru starfandi fyrir norðan. Hún sagði mér að einhver áhugi hefði alltaf verið hjá sér síðan. í fyrra vetur, á meðan ég enn var á íslandi, hringdi st. Gyða Thoroddsen til mín með fyrirspurn um skólavist fyrir Aslaugu á Vejle- fjord. Þetta leiddi til þess,að hún kom hingað við byrjun skólaársins. Dvöl hennar hér hefur svo leitt til þess að hún tók ákvörðun með boðskapnum. Hún mun einnig koma aftur næsta skólaár, en verður heima í sumar. Þegar þessar línur eru skrifaðar erum við að nálgast lok skólaársins. Prófin eru hafin. Guðfræöideildin (B.A. bekkurinn) var búin 1. maí. í þeim bekk voru tveir íslendingar, Óðinn Pétur Vigfússon og Guðmundur Gunnarsson. Hafa þeir nú lokið námi hér, en halda áfram næsta vetur á Newbold College. Þetta er vissulega framtíðar starfs- fólk fyrir ísland. Nemendafjöldinn á VHS. hefur í vetur verið 146 í níu bekkjardeildum. Þegar hafa borizt um 160 umsóknir fyrir næsta skólaár, svo það er orðið fullt. Það er samt ekki of seint að sækja um, ef vera skyldi að einhverjir íslendingar hefðu áhuga á að stunda menntaskólanám hér. Næsta skólaár veröa^ allar deildir menntaskóla, og næst vor útskrifast fyrstu stúdentarnir héðan. Fyrir íslendinga myndi stærðfræöideildin e.t.v. henta bezt, þar eð mála- deildin hér í Danmðrku krefst latínukunnáttu.

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.