Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 1

Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 1
37. árg. Reykjavík - október lO.tbl. 1974. HELG Lin RRDFIGIJR Beiðni hefur borizt um það frá Aðalsamtökunum í Washington, að 12. október verði gerður að sérstökum helgunardegi í öllum söfnuðum okkar um víða veröld. Fyrirliðar starfsins hafa áhyggjur af því, að verkinu í þessum heimi skuli enn ekki lokið og vilja að lögð sé áherzla á það á þessum degi, að hver safnaðarmaður - karl og kona - þarf að flýta fyrir komu Guðs dags með því að taka virkan þátt x boðun fagnaðarerindisins hver á sínum stað. Alls staðar þar sem safnaðarfólk okkar kemur saman ætti það að helga sig og ákveða að vinna framvegis af meiri krafti viö boðun og út- breiðslu ríkis Guðs, svo að verki hans megi skjótlega ljúka hér á jörðinni. Þeir, sem eru einir sér geta á sama hátt helgað sig þessu verki. A tíraum sem þessum megum við ekki setja ljós okkar undir mæliker, heldur þar sem það lýsir öllum. Börn Guðs eiga að vera ljós, hvert á sínum stað. Það þarf að aðvara heiminn um þá alvar- legu atburði sem í vændum eru og þetta eiga börn Guðs að gera. Við þurfum ekki aðeins að taka góða ákvörðun, heldur einnig að frandcvæma hana. Veturinn fer nú í hönd. Margir telja hann bezta gróðrartíma Guðsríkis. A sumrin er fólk mikið á ferðinni og meiri órói yfir öllum. Á haustin breytist þetta. Fólk gefur sér tíma til að taka sér bók í hönd. Þá reynist oft hentugur tími til að vekja athygli á andlegum málum. Það er því vel til fallið að börn Guðs helgi sig í byrjun vetrar og hefjist svo handa á ýmsan hátt. Andi Guðs mun benda okkur á margar leiðir til að vinna fyrir aðra, ef við viljum leyfa honum að leiða okkur. Sigurður Bjarnason.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.