Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 5
Bls. 5 - BRÆBRABANDIÐ lO.tbl. HNDLEG- ÍIHRIF 'fl HEIMÍLINU Ör bókinni Boðskapur til safnaðarins. Feður og mæður, safnið börnum ykkar umhverfis ykkur kvölds og morgna og lyftið hjartanu upp til Guðs í auðmjúkri bænu um hjálp. Ástvinir ykkar eru undirorpnir freistingum. Daglega verða ungir sem eldri fyrir því, sem vekur leiðindi. Þeir sem vilja vera þolinmóðir, kærleiksríkir og glaðværir, verða að biðja. Við getum því aðeins ððlazt sigur yfir sjálfinu, að við hljótum stöðugt hjálp frá Guði. Ef einhvern tíma hefur verið sú tíð, að hvert hús ætti að vera baenahús, þá er það núna. Vantrú og efasemdir ráða ríkjum. Mikið er um óheiðarleika. Spillingin flæðir í lífsstraumi sálarinnar og uppreisn gegn Guði brýzt út í lífinu. Siðferðiskraftarnir, sem eru þrælbundnir af syndinni, eru undir ógnarstjórn Satens. Sálin verður leiksoppur freistinganna. Og maðurinn fer hvert sem erkióvinurinn leiðir hann, nema einhver sterkur armur teygi sig út til þess að bjarga honum. Og samt er það svo á þessu hræðilega hættuskeiði, að sumir, sem segjast vera kristnir, hafa engar tilbeiðslustundir með fjölskyldunni. Þeir heiðra ekki Guð á heimilinu. Þeir kenna ekki börnum sínura að elska og óttast hann. Margir hafa aðskilið sig svo langt frá honum, að þeim finnst þeir vera undir fyrirdæmingu, er þeir nálgast hann. Þeir geta ekki "komið með djörfung að hásæti náðarinnar", "upplyftandi heilögum hör.cum, án reiði og þrætu".(Heb.4,16: l.Tim.2,8.) Þeir hafa ekki lifandi samband við Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. rjs^r. * *» \ (frh. a næstu sxðu) 1 PÖNTUNARSEÐILL Óska eftir 1 eintaki af bókinni Boðskapur til safnaðarins eftir E.G.White i Nafn. Heimili.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.