Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 4
Bls. 4 - BR/EÐRABANDIÐ 10. tbl. Boíshapur til safnatfarins A þessu hausti kemur út hja Bokaforlagi aðventista fyrra hefti af bókinni Boðskapur til safnaðarins eftir E.G.White. Er hér um að ræða útdrátt úr Vitnisburðunum eftir sama höfund. Vitnisburðirnir hafa að geyma fjölþætta fræöslu, sem Guð veitti hinum síðasta söfnuði með tilstilli E.G.White. Er þetta í fyrsta sinn, sem kaflar úr Vitnisburðunum birtast í sérstakri bók á islenzku. Það er ástæöa til að vekja sérstaklega athygli á bókinni, þar sem hún flytur áríðandi efni, sem á erindi til alls safnaðarfólksins. Að vísu er ekki við því að búast að þessi tvö bindi, sem út eiga að koma (óákveðið er hvenær síðara bindið kemur út) flytji jafn fjölþætt efni og níu bindi Vitnisburðanna. Samt má í þessum tveim bindum finna nokkuð vítt val efna. Munum það, að þetta eru leiðbeiningar, sem Guð hefur ætlað börnum sínum fyrir þessa síðustu tíma sérstaklega. Þar sem hér er um áríðandi boöskap að ræða hefur konferens- stjórnin ákveðið að beina þeim tilmælum til safnaðarstjórna og einstaklinga, að á árinu 1975 verði efni bókarinnar notað til rannsóknar á bænasamkomum og bókin verði notuð sem húslestrarbók á öllum heimilum aðventista á íslandi. Til þess að auðvelda rannsókn bókarinneí' verður gefið út sérstakt spurningakver með henni eða Leiðbeiningar við lesturinn. Til þess að þessi rannsókn á efni bókarinnar verði sem persónuleguat vill konferensstjórnin mælast til þess að hver skírður meðlimur kaupi eintak af békinni fyrir sig. Það þýðir að ekki dugir að aðeins ein bok eða svo se á heimili, heldur eins og að ofan greinir eignist hver skírður meðlimur eintak handa sér. Hvíldardagsskólalexíurnar fyrir 4. ársfjórðung 197<+ fjalla einmitt um gjöf spádómsgáfunnar og verður það góður undirbúningur að rannsókn bókarinnar Boðskapur til safnaðarins. Viljum við hvetja safnaðarfólkið til að rannsaka hvíldardagsskólalexíurnar af mikilli gaumgæfni, því að þá munuð þið skilja betur gildi þeirra leiðbeininga, sem fólgnar eru í bókinni Boðskapur til safnaðarins. Sigurður Bjarnason þýddi bókina og las 1. próförk. ólafur Kristinsson las alla bókin í 2. próförk, en áður hafði Guðmundur (ýlafsson borið alla þýðinguna saman við frumtextann og gáfu þeir síðarnefndu báðir margar þýðingarmiklar ábendingar. Vinsamlegast sendið pöntun ykkar sem fyrst til forlagsins, svo að allir geti verið búnir að fá bókina fyrir áramót. (Pontunarseðill á næstu síðu)

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.