Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 7
Bls. 7 - BRÆÐRABANDIÐ 10. tbl. ÓTBREIÐSLUBLflÐ Eins og áður hefur komið fram í Bræðrabandinu er ráðgert að gefa út á næstunni útbreiðslublað. Blaðið verður 28 síður meö litprentaðri kápu og mörgum góðum greinum andlegs efnis. Er hugsunin sú, að systkinin selji þetta blað eða kaupi það og gefi ef þau vilja. Margir hafa harmað það á liðnum árum, að við skulum ekki hafa málgagn á opinberum vettvangi. Nú mun það koma. Blað með kristilegu efni, myndskreytt. Þetta er tilraunaútgáfa. Til þess að tilraunin takist þarf hver meðlimur safnaðarins að selja 20 blöð strax eftir að blaðið kemur. Ef margir verða til að taka að sér sín 20 blöð og koma þeim fljótt frá sér, verður hægt að gefa út annað blað. Ef hins vegar fáir verða til þess að sýna þessu áhuga og forlagið þarf að liggja með blaðið, verður ekki hægt að endurtaka útgáfuna. Það er því systkinunum algerlega í sjálfsvald sett, hvort um framhald verður á útgáfu útbreiðslublaðs. Ég er bjartsýnn á að svo verði. Hér er um þýðingarmikið mál að ræða og væri ákjósanlegt að geta gefið út svona útbreiðslu- og kynningarblað öðru hvoru - t.d. annað hvert ár eða jafnvel á hverju ári. Ég er viss um að hér er um kærkomið mál fyrir systkinin að ræöa því að alltaf vantar okkvir hentugt efni til að nota í kristniboðsstarfi meðal kunningja og vina. Þegar kemur að því að blaðið kemur út verður það kynnt nánar í söfnuðunum, en æskilegt væri að vita um viðbrögð systkinanna. Gætu þau gert það með því að senda skrifstofunni seðilinn að neðan. óska eftir aö selja 20 eintök af útbreiðslu- og kynningarblaði sem á að koma út á næstunni. Nafn. Haimili.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.