Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 2
Bls 2 - BRÆÐRABANDIÐ 10. tbl. 3ffi N Fl VÍH flN 2.-9. NOVEMBER 1974 Bænavikan er hin mikla hátíð í safnaöarlífi okkar aðventista. Margir eiga dásamlegar endurminningar frá henni. Ahrifin frá henni hafeleitt til stórra og mikilla ákvaröana hjá mörgum. Slíkt getur gerst í bænavikunni í ár, ef viö leitum Guðs af ollu hjarta. Bænavikan fer nú í hönd. Hún mun flytja aukið andlegt líf til allra, sem gefa slr tóm til að njóta hennar, þeirra, sem vilja í einlægni og af þörf ákalla Guð og vera hljóð til að hlýða á raustu hans. Bænavikan kallar okkur til endurnýjaðs samfélags við Drottin. Arangur hennar fyrir okkur hvert um sig fer að miklu leyti eftir því, hvaða viðbúnað við höfum. Það er áríðandi fyrir okkur að gera okkur ljóst að í bænavikunni kallar Drottinn oll börn sín um víða veröld til fundar við sig. Þarfir okkar eru margvíslegar. Morg vandamálin ofviða mannlegri getu. En við getum í fullu trausti lagt öll mál okkar fram fyrir Guð. Bænin er lykillinn í hendi trúarinnar, sem getur lokið upp nægtabúri himinsins. Þess vegna segir postulinn, að bæn réttláts manns megni mikið. Hvers eigum við að biðja? Við eigum að biðja fyrir okkur sjálfum, að við mættum gera köllun okkar og útvalning vissa. Við þurfum að biðja á sama hátt fyrir okkar nánustu. Við þurfum að biðja fyrir trúsystkinum okkar og fyrir starfi Guðs meðal manna. Svo þurfum við að biðja þess af áhuga, að verki Guðs mætti ljúka sem fyrst og Kristur komi aftur. En til þess að geta beðið .þannig þurfum við að vera fús til að vinna þau verk sem gera þarf í víngarði Drottins. Heimurinn bíður eftir því að börn Guðs boði boðskap Krists, hvert á sínum stað. Komum með þetta og margt fleira að hásæti náðarinnar í komandi bænaviku. Einhuga samstilling margra í bæn skapar marga möguleika. Skipuleggjum svo tíma okkar, að okkur gefist tóm til einlægrar bænar og íhugunar í návist Drottins. Reynum á þennan hátt, hvort hann opnar okkur ekki flóð- gáttir himinsins og úthelli yfir okkur yfirgnæfanlegri blessun. í lok vikunnar verður færð fórnargjöf til að efla verk Guðs. Það er þakkar- og helgunarfórn ársins. Margir hafa það fyrir fasta venju, að gefa sem svarar vikukaupi í þessari aðalfórn ársins. Bæn er það að opna hjarta sitt fyrir Guði eins og fyrir sonnum vini. Sigurður Bjamason.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.